Skinfaxi - 01.02.1989, Qupperneq 28
Karate
SjilþaáS w I
Rætt við nýjan landsliðsþjálfara f karate,
Gerry Flemming
„Það vantar svo til alla samkeppni
fyrir landsliðsmenn í karate hér á landi,
segir Flemming, nýrlandsliðsþjálfari
í karate.
Skinfaxi náði tali af honum eftir
hádegisæfingu í húsnæði karate-
félagsins Þórshamars í Skipholti í
janúarmánuði. Flemming hefur
nokkrum sinnum komið hingað til
lands til þjálfunar og þekkir því orðið
nokkuð til íslenskra karatemanna.
Sem keppnismaður á Flemming góðan
árangur að baki. Hann varð
heimsmeistari með bresku sveitinni
(Almennttalin súbestaíheimi) 1984,
'86 og '88. Þá varð hann
Evrópumeistari 1987 með skosku
sveitinni.
Þeir efnilegu hætta
Flemming segir að sjálfsagt megi
finna ýmsar ástæður fyrir þessari litlu
samkeppni um landsliðssætin,
„Fólksfæð til dæmis. Þrátt fyrir þetta
hef ég alltaf séð nokkra framför í þau
skipti sem ég hef komið hingað
undanfarin ár. Og ég er í raun alltaf
jafn hrifinn af þeim fjölda sem kemur
á æfingar. En um leið er dálítið
dapurlegt að sjá hversu margir
efnilegir hætta. Þegar ég kom hér
fyrst var ég mjög undrandi að sjá allan
efniviðinn hér á landi. En.svo þegar
ég kom næst hingað til lands voru
kannskiyfir90% þessaefnilegakarate
fólks hætt að æfa. Þetta gerist reyndar
víðaren hérálandi. Egþekki þettafrá
þjálfarastörfum mínum á
Gerry Flemming. „Fhmgrið í sigur",
segir hann afskaplega mikilvœgt.
Bretlandseyjum.
En í nóvember næstkomandi, fyrir
Norðurlandamótið, vil ég gjarnan sjá
nokkra unga og efnilega menn banka
á dyr landsliðsins. Ef ég sé einhver
merkiþessaðeinhverjiraðrirséufærir
í landsliðsklassa, nota ég þá. Eg er
ekki mikið fyrir að nota alltaf sömu
mennina í landsliðið ef fleiri koma til
greina í 5 manna hópinn
Pressa á
landsliðsmenn
Það verður að vera einh ver pressa á
landsliðsmönnum. Þeir mega aldrei
taka sæti sitt sem sjálfsagðan hlut.
Slíktmyndi þýðastöðnun. En þettaer
undir karatemönnunum sjálfum
komið. Menn verða að gera sér grein
fyrir þessu. Ég tek engan sérstakan
framyfiraðra. Þettaereinfalt. Efþeir
standa sig vel, eru vel á sig komnir
líkamlega og ekki síður andlega, eiga
þeir möguleika á landsliðssæti. Svo
vildi ég sjámun fleiri á æfingum héma.
Eins og við sögðum áðan er fámenni
hérmiðað viðmilljónaþjóðirnarenég
vildi hafa svona 100 manns til að velja
úr. Það er viðkunnanlegt vandamál.
Sjálfstraustið
í þessu sambandi er íslenskum
karatemönnum hollt að líta til skoska
landsliðsins. Þar eru ekki jafn margir
iðkendur og hér. Við höfum ekki
fengið neina aðstoð, við vorum ekkert
styrktir. En við höfum orðið
Evrópumeistarar þrisvar sinnum.
Síðast var það í Glasgow, 1986. Þá
unnum við Frakka í úrslitunum. Þeir
höfðu verið í úrslitum á
Heimsmeistaramótinu stuttu áður.
Stóra-Bretland er besta liðið en í
Evrópukeppninni klofnarþað. Skotar
senda sér, Wales sér, N-Irland sér lið.
Þeir hafa allt til alls, Frakkarnir.
Sérstaka lækna, sjúkraþjálfara,
nuddara. Allt sem til þarf. En við
Skotarnir sem þurftum jafnvel
stundum að skiptast á búningum, við
unnum þá.
Það sem ég er að reyna að segja er
að við höfðum sjálfstraustið og
metnaðinn. Hungrið í sigur. Og það
sem mér finnst einkenna dálítið menn
hér á landi. Það er borin of mikil
virðing fyrir andstæðingnum, virðing
sem verðuraðminnimáttarkennd. Það
á auðvitað ekki að líta niður á
andstæðinginn en það má heldur ekk i
28
Skinfaxi