Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1989, Qupperneq 31

Skinfaxi - 01.02.1989, Qupperneq 31
áhugavert. Ég vil sjákrakkakomainn á æfingar 10 til 12 ára með mikinn áhuga og vera þá ekki orðin leið á sundi 18 ára. Þáhafa þeir aðeins verið á æfingum í 6 til 7 ár. Það er nokkuð mikið fyrir 18 ára krakka. Sund- íþróttin missir mikið af 12, 13, og 14 ára krökkum. Þau hafa þá fengið nóg við núverandi skipulag. Þá er einnig annað sem við þurfumaðgera. Það er breyta aldurs- mörkum hjá sund- fólki í keppni. Nú taka allt niður í 10 ára börn þátt í Islandsmóti og það er allt of lágur alduraðmínumati. Ég tel að það eigi að hækka þessi aldursmörk í 12 ára aldur. Þannig losna ungir krakkar við þann þrýsting sem keppni fylgir. Keppni er af hinu góða en aðeins á réttumaldri. Þaðerofmikiðálag á 10 ára barn að taka þátt í íslandsmóti. Það hefur of oft neikvæðar afleið- ingar fyrir 10 ára krakka að tapa og tapa oft. Það er aðeins einn sem vinnur í hvert sinn. Cawley hefur ferðast nokkuð um landið frá því hann tók við landsliðsþjálfun. Hann er búinn að fara til Vestfjarða, um Norðurland til Mývatnssveitar og út í Vestmannaeyjar. Ein heimsókn í viku „Ég á enn eftir að fara austur til Neskaupsstaðar, þar æfa þeir f.f. á sumrin. Svo á ég eftir að fara um Suðurlandið og í nokkur félög í Reykjavík og nágrenni. Ég á t.d. eftir aðheimsækja Akumesinga. Égstefni að því að fara í eina heimsókn í hverri viku. En veðrið setur strik í þessar áætlanir”, segir Cawley og bendir út í hríðina utan við gluggann. Cawley segist hafa byggt hugmyndir sínar að nokkru leyti af þessum ferðum. „Nú hef ég séð að miklu leyti hvaða efnivið við Itöfum í dag og hvaða aðstæður við höfum. Sund Fjarlægðirnar eru miklar, vegna veðurs og samgöngukerfis. Bestu aðstæðumar eru hér í Reykjavík og því verður miðstöð sundskólans sem ég nefndi áðan.” Cawley brosir lítillega. „Það eru ekki allir ánægðir með þetta en svona er þetta alls stðar. í Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum og víðar. En þetta þýðir ekki að ég fari ekki út fyrir Reykjavík. A sumrin stefni ég að því að fara með þjálfunarbúðir út á land.” Tvíþætt áætlun Cawley er með tvenns konar áæt- lanir í gangi eins og hann tæpti á fyrr í viðtalinu. Fjögurra ára áætlun þar sem hann notast við sundfólkið í sundfélögunum í dag. „Þá erum við að miða m.a. við Olympíuleikana 1992. Þarnaer jafnvel inni ímyndinni ungt fólk á uppleið í sundinu en er ekki enn komið inn í landslið. Við getum tekið sem dæmi 14 ára stúlku sem er góð og í framför. Hennar þjálfari þarf að vinna þannig með henni að hún verði orðin hæf fyrir Ólympíuleika 1992. Þá verður viðkomandi stúlka orðin 18ára. Svo er einnig fólk eins og Ragnheiður Runólfsdóttir sem var á síðustu Ólympíuleikum. Mér þykir ekki ólíklegt að hún verði einnig á næstu leikum. En þetta sýnist e.t.v. nokkuð einfalt hjá mér. En það er ekki svo. í þessari 4 ára áætlun er ekki endilega um ákveðinn aldurshóp að ræða. Það gæti til dæmis verið þannig að einhvers staðar á landinu sé 9 eða 10 ár krakki sem er efnilegur og við vitum ekkert um. Þessi krakki verður á 13 14 ára aldri 1992. Þá verður hún kannski orðin hæf til að fara á Ólympíuleikana. Svona nokkuð hefur gerst áður. Þannig að þetta er ekki einfalt mál. Við getum sagt að það séu margaropnardyr ogýmislegt getur gerst” Cawley segir að það mikil- vægasta í þessu sé að gefa eins mörgum og hægt er tækifæri til að spreyta sig. Og til þess þarf gott samstarf við alla þjálfara á landinu.” Svo er hann með 8 ára áætlun sem miðar við enn yngra fólk. „Þar tökum við með í dæmið krakka sem eru jafnvel ekki farin að æfa sund enn. Þama þarf að huga vel að grunnatriðum í sundinu. Ég er á því að ungu krakkamir, sem eru undir 12 ára aldri fái ekki rétta meðhöndlun. Þau eru látin synda fram og til baka, án mikillar tilbreytingar Mikið til er þetta vegna aðstæðna. Víðast hvar er æft úti undir beru lofti. Inni- sundlaugarnar vantar. Það er ekki hægt að láta krakkana standa lengi uppi á bakka. Og þá kemur inn í dæmið þessi „sundskóli” sem ég nefndi hér fyrr. í dag er þetta mikið spurning um heppni hvort næst upp gott sundfólk í félögunum. Við þurfum alltaf að vera að vinna gegn þessari heppnisspumingu. Spurning um heppni Númáekkimisskiljaorðmín. Það er rnikið af góðum þjálfurum hér á landi sent vinna við mjög erfiðar aðstæður og of oft vinna þeir vanþakklátt starf. En þessa spurningu unt heppni er að finna alls staðar í heiminum. Þar getur þú fundið félög með tvo mjög góða sundmenn og afgangurinn er viðunandi. Þú getur spurt þjálfarana af hverju þessir tveir Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.