Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1989, Qupperneq 32

Skinfaxi - 01.02.1989, Qupperneq 32
Sund „Þó Laugardalslaugarnar séu ágætarfyrir hádegissunderþað 50 m innilaug sem keppnisfólkið vantar og það mjögfljótt.." Cawley á leið í sprett. eru svonagóðir. Efhannerheiðarlegur mun hann svara því til að það sé að miklu leyti heppni. Astæðan þarf ekki endlega að vera sú að hann hafi unnið svo gott starf. Eg held að það megi segja að góður þjálfari nái við þokkalegar aðstæður fram 2 til 3 góðum sundmönnum á hverju ári. En það er ljóst að framtíð sundíþróttarinnar er að mestu leyti undir því komin hvort við fáum innilaugar í náinni framtíð. Og við verðum að fá að minnsta kosti eina 50 metra innilaug. íslenskur almenningur hefur varla rétt á því að krefjast mikils árangurs á meðan besta sundfólkið æfir t.d. í 25 m útilaugum og keppir síðan erlendis í 50 metra innilaugum. Svo sýnist mér tilhneigingin vera sú hérlendis að þegar by ggt er mannvirki þá þarf það að vera svo stórkostlegt. Það er hægt að byggja 50 m innilaug fyrir mun minna fjármagn en áætlanir hér sýna. Og mun hraðar, jafnvei á 6 mánuðum. Æfa meö almenningi Ég held að fáar íþróttagreinar hér á landi búi við verri aðstæður en sundið. Almenningi kemur þetta kannski á óvart. En engin önnur íþróttagrein þarf að deila æfingasvæðinu með almenningi eins og gert er í sundinu. Ef á að sleppa við þetta er aðeins um að ræða æfingatíma snemma morguns eða seint á kvöldin.” En jákvæðu punktamir. Þeir eru m.a. fámennið. Það gerir það mögulegt fyrir alla sundþjálfara landsins að koma saman á tiltölulega einfaldan hátt til skoðanaskipta. Þetta er mjög mikilvægt og þætti fáránleg uppástunga í Englandi eða Bandaríkjunum. Sjáðu til, mín hugmynd um góðan þjálfara er maður sem erlíkagóðurkennari,ekki maður sem er góður með flautuna uppi á laugarbakkanum. Þjálfun er erfið vinna eins og ég sagði áðan. Islendingargeta verið nokkuð ánægðir með sína þjálfara og sérstaklega h versu ósérhlífnir þeir eru. Þetta er oftast vanþakklátt starf. Við fáum meira af gagnrýni en hrósi,þettaermikil vinna fyrir litla peninga. En þessir þjálfarar eiga heimtingu á að fá iiámskeið erlendis og fá erlenda þjálfara hingað en þetta tekur allt sinn tíma. Ég stefni að því að setja upp sérstaka þjálfaraáætlun, áætlun sem þjálfarar geta unnið eftir. Fyrir sundíþróttina er mjög nauðsynlegt að í dag séu fleiri „landsleikir”, í það minnsta að hér komi fleiri útlendingar til keppni. En til þess þarf auðvitað 50 metra innanhússlaug í Reykjavík og reyndar fieiri 25 m innanhússlaugar út um landið. Við þurfum einnig að hafa reglulegri afrekaskrá sem er send út um landið. Helst á 2 mánaða fresti, þannig að fólk viti alltaf hvar það stendur. Það eykur metnaðinn hjá sundfólki. Það þarfaðleggjameiri og öðruvísi áherslu á þjálfun krakka í sundi. Það þarf að leggja meiri áherslu á tæknina á unga aldri en gert er í dag. Hvað varðar þá yngstu er ég hiklaust á því að það eigi að hækka aldurslágmarkið í landskeppnunum hér á landi í 12 ár í stað 10 ára eins og nú er. Vísindaleg þekking Einnig þarf að að bæta þátt vísindale- garar þekkingar í þágu sundíþróttarinnar. Tildæmisvarðandi blóðpróf til þess að mæla árangur. Við erum á eftir útlendingum í þessu máli og erum að eltast við þá. Ég spurði t.d. nokkra Olympíu- þátttakendur hvort þau hefðu verið Lactyd prófuð. Þrjú þeirrahöfðu aldrei heyrt á þetta minnst. Mér fannst það ótrúlegt.” Lactyd prófun sú sem Cawley ræðir um sérstakt blópróf sem tekið er með þvíað fá blóðdropa úr eyrnasnepli. Það er síðan. sett í ákveðið tæki sem gefur ákveðnar tölulegar upplýsingar. Ur þeim er hægt að sjá hvernig sundmaðurinn er líkamlega staddur. „Ut frá þessum niðurstöðum sér þjálfarinn síðan hvemig best er að standa að þjálfuninni. Þaðerhægtað framkvæma alls kyns prófanir og Lacttyd prófunin erein af þeim. Efnið Lactyd er úrgangsefni úr blóðinu. I A-Þýskalandi hafa þeir notast við þessa mælingu í 10 ár. í Bretlandi hefur hún verið notuð í 2 ár. Hverjir eru með besta sundfólk í heimi? A- Þjóðverjar! Annað sem er mjög mikilvægt ef takast á að koma sundíþróttinni áfram er visst hugarfar sem fólk þar að tileinka sér en er meira en að segja það. Fólk þarf að tekja sér trú um að hér sé gott sundfólk. Sundfólkið þarf að segja. „Við erum góð ísundi og við ætlum að verða enn betri.” Þetta er mjög mikilvægt. Hafa trú á sjálfum sér. Þetta finnst mér vanta nokkuð hér álandi. Fólkermeðalltofmikiðafc/ orðum. „Ef við náum topp formi á réttum tíma. Ef þessi og þessi atriði ganga upp þá ætti okkur að ganga vel.” Svona hugsunarhátt verður að leggja niður í skúffu. Það má sjá af þessari upptalningu minni að margt þarf að breytast til að hlutimirgangi upp. Enégerbjartsýnn, það eru miklirmöguleikarhérá landi. Spurningin er aðeins að taka á málunum með skipulögðum hætti. Og bjartsýni". IH 32 Skínfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.