Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 8
LANDSMÓTIÐ þessu efni verða hugsjón sinni trúir og stuðla að fjöldaþátttöku við ræktunar- störfin. Minnugir orða skáldsins Guðmundar Böðvarssonarfrá Kirkjubóli íHvítársíðu er hann sagði: „Ef æskan bregst þeirri ættjörð sem henni var gefin er ekkert í heiminum sem bjargar því landi.” íslendingar félagsmálamenn Það sem af er sumri hefurþað sannast að íslendingar eru ntiklir félagsmálamenn og starfrækja öflugar félagsmálahreyf- ingar í landinu, þannig hafa fjórar slíkar landshreyfingar haldið landsmót nú með stuttu millibili með tugþúsunda þátttöku, sem mér er til efs að gæti gerst með öðrum þjóðum, allavega sem hlutfall af íbúafjölda, þar er um að ræða Íþróttahátíð ÍSÍ1990, Landsmót hestamanna, Lands- mót skáta og nú Landsmót UMFÍ. íþróttahreyfingin í landinu þ. e. a. s. ÍSI og UMFI munu með þessum hátíðum sínum á sama ári sýna hvílíkt aíl hún er. íþróttaleg þátttaka er meiri en nokkru sinni fyrr, en félagslegi styrkurinn sem að baki býr hjá félögunum, héraðs- samböndunum og íþróttabandalögunum í hinum dreyfðu byggðum og hjá fram- kvæmdaaðilumþessarahátíða erundra- verður og sannar að í okkar röðum er fólk sem hefur hlotið gott félagslegt uppeldi sem mun koma því vel og þjóð vorri ekki síður við lausn hinna ýmsu mála í þjóðfélaginu. Hreinn og regnhlífin Eitt sinn er Hreinn Erlendsson fór að kaupa sér hlaupaskó á Selfossi var hon- um gefin forláta regnhlíf. Regnhlífinni fylgja þau álög að ef Hreinn er staddur á iþróttamótum og regnhlífin er ekki við hlið hans þá fer að rigna. Það hefur aldrei rignt á móti þar sem Hreinn hefur verið með regnhlífina. Nú gerðist það, að á Landsmótinu í Mosfellsbæ urðu Hreinn og regnhlífin viðskila um tíma og regnhlífin lenti aust- ur í Flóa. A meðan buldi rigningin á Hreini, en um leið og hann fékk regn- hlífina senda úr Flóanum hætti hann að rigna eins og hendi væri veifað. Þeir félagar Hreinn Erlendsson og Rögnvaldur Gísla- son taka sig bara vel út meö regnhlífina góöu og ekki rignir hann. Sameinuð stendur íþróttahreyfingin nú frammi fyrir viðamiklu verkefni sem henni hefur verið trúað fyrir, en það er rekstur hinnar nýju íþróttamiðstöðvar Islands á Laugarvatni, í samvinnu við ríkið og æðstu menntastofnun þjóðar- innar á sviði íþrótta, Iþróttakennaraskóla Islands og heimamenn á Laugarvatni. Stórkostleg uppbygging íþróttamann- virkja er hafin til viðbótar við þau sem fyrir voru og þátttaka í allri starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar er þegar mjög mikil. Skoraðeráforráðamenn þjóðar- innar að styðja þessa uppbyggingu fjárhagslega og forráðamenn íþrótta- hreyfingarinnar að leggja metnað sinn í fjölþættan og myndarlegan rekstur, þar við liggur heiður okkar. Skinfaxi heimildarit Góðirlandsmótsgestir, írúm 80árhefur Ungmennafélagshreyfingin gefið út málgagn sitt Skinfaxa, blaðinu hafa rit- stýrt ýmsir þekktir pennar hver á sinni tíð og óhætt að fullyrða að hreyfingin væri nú sínu fátækari af rituðum heim- ildum um sögu sína ef blaðsins hefði ekki notið við. Enginn félagsskapur eða fjöldahreyfing getur verið án slíks miðils, vandinn er bara sá eins og með félagsskapinn sjálfan, að laða verður útgáfuna að breyttum tíma, og það hefur verið gert. Konaritstýrirmálgagnihreyfingarinnar nú í fyrsta sinn og fer myndarlega á stað, henni er óskað velfarnaðar í mik- ilsverðu starfi fyrir samtökin. Góðir hátíðargestir, 20. Landsmóti UMFÍ hefur verið búin hér góð aðstaða í Mosfellsbæ, nú er það okkar keppenda, starfsmanna og mótsgesta að sýna það og sanna að við séum aðstöðunnar verð og það munum við gera. Eg vil þakka framkvæmdaaðilum Landsmótsins og stjórn UMFI allan heiður mér sýndan og konu minni, í mínum huga er hún lfka heiðursgestur hér því fátt eða lítið hefði ég geta unnið þessurn félagsskap ef hennar hefði ekki notið við. Þannig er það með maka þeirra félagsmála- manna sem í eldlínunni standa hverju sinni, gagnkvæmur skilningur verður að ríkja og helst meðþátttaka ef vel á að fara. Alls þessa hefi ég notið og sam- eiginlega munum við hjónin svo njóta þess meðal fjölmargra vina og sam- starfsmanna á þessu 20. Landsmóti UMFI að fylgjast með því sem fram fer við þessar glæsilegu aðstæður hér í Mosfellsbæ. Aratugir munu nú liðnir síðan UMSK sótti fyrst um að halda Landsmót og allan þann tíma hefur landsmóts- staðurinn verið áformaður hér að V armá, þrátt fyrir myndarlega uppbyggingu á íþróttaaðstöðu annarsstaðar á sam- bandssvæðinu. Forustumenn UMSK hafa alltaf framlengt umsóknarfrestinn, staðráðnir í því að halda veglegt mót þegar tími og aðstæður leyfðu. Nú er þeirra tími kominn og við gleðjumst öll með þeim, við vitum að mótið verður glæsilegt og tekst vel, en það sem meira er um vert, aðstaðan sem mótið skapaði verður hér áfram, og sá félagslegi styrkur sem þurfti til þess að koma þessu öllu svo vel í höfn. Ungmennafélagshreyfingin á Islandi er voldug og sterk og hún verður líka að vera það, hún varð á sínum tíma til fyrir brýna þörf ti 1 að efla dáð með íslenskum æskulýð og til þess að efla trú þjóðar- innar á öllu því sem íslenskt er, ekki síst íslenskri tungu og menningu. Við hjónin óskum þess að guðs hönd haldi um stjórnvölinn með ykkur á þess- ari miklu íþrótta- og æskulýðshátíð og þetta mót sem hin fyrri sýni það hversu öflug ungmennafélagshreyfingin er, bæði íþróttalega og félagslega. Islandi allt! Hafsteinn Þorvaldsson. 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.