Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 6
LANDSMÓTIÐ Okkar gömlu baráttumál nú áhugamál almennings Setningarræða formanns UMFÍ, Pálma Gíslasonar. Heiðursgestur Landsmótsins Hafsteinn Þorvaldsson og frú, ráðherrar, bæjar- stjórn Mosfellsbæjar, keppendur, starfs- menn, mótsgestir og sjónvarpsáhorf- endur. Fyrir hönd Ungmennafélags íslands býð ég ykkur öll velkomin á 20. Lands- mót UMFÍ sem haldið er hér í Mosfells- bæ í umsjá Ungmennasambands Kjalar- nesþings. Eg býð sérstaklega velkomna hingað þátttakendur frá Landsmótinu í Haukadal 1940, en þá voru Landsmótin endurreist og hafa verið haldin reglulega síðan. Hingað eru mættir fleiri keppendur í fleiri íþróttagreinum en nokkru sinni fyrr. Ástæðan er fyrst og fremst vaxandi starf ungmennafélaga um allt land og mikilfjölgunfélagaenþeireru nú um40 þúsund, en voru innan við 30 þúsund á síðasta Landsmóti fyrir þremur árum. Ef einhverjir halda að hugsjónir séu ekki til þá er það rangt, ef einhverjir halda að sjálfboðaliðastarfið sé horfið þá er það Ifka rangt. Ut um allt land vinnur ótrúlegur fjöldi fólks að æsku- lýðs- og félagsstarfi. I hörðu lífsgæða- kapphlaupi er auðvelt fyrir ungt fólk að misstíga sig og lenda á ógæfubraut. Æskulýðs- og íþróttastarf er mikilvæg- asta vörnin, því þar á hver og einn að geta fundið sér verkefni og lært að taka þátt í leikjum jafnaldra, en leikurinn er eitt það mikilvægsta í lífi hvers og eins - leikurinn erlögmál lífshamingjunnar. Og sá sem tekur sjálfan sig svo hátíðlega að hann geti ekki tekið þátt í leiknum hann fer mikils á mis. Þó allir sem hér eru mættir til keppni muni gera sitt besta skulum við gera þetta að móti leiksins - að móti samverunnar - að móti gleðinnar. Við erum komin hér saman til að eiga góða daga og látum ekkert trufla það. Kjörorð UMFI hefur ætíð verið: Ræktun lýðs og lands. Þess vegna er starf ungmennafélaganna fjölþætt, íþróttir eru stærsti þátturinn, en að fjölmörgu öðru er unnið eins og leiklist, félagsmálafræðslu, skógrækt og um- hverfisvernd. Það er skemmtilegt að þessi gömlu baráttumál okkar skógrækt og umhverfisvernd eru nú orðin svo almenn. Á síðasta ári hreinsuðu 8 þús ung- mennafélagar rusl meðfram vegum landsins alls, 6 þús km. Baráttumál okk- ar sem nefnt er Eflum íslenskt og náði hámarki 1982 er hvatning til fólks að kaupa innlenda framleiðslu fremur en innflutta þar sem því verður við komið. Með því má tryggja atvinnu. Með því áheyrandi góður að velja íslenska hlutinn getur þú tryggt barni þínu, barnabarni eða barni einhvers annars betri framtíð. Vaxandi áhugi fyrir almennings- íþróttum og útivist er mikil blessun - íþróttirafreksmannaeru þaðeinnig, þær hvetja til almennrar þátttöku og ungt fólk til að leggja sig fram. Við erum mætt hér í Mosfellsbæ þar sem heimamenn hafa gert allt til að gera aðstöðu sem besta og skulu þeim færðar miklar þakkir. Bærinn skartar sínu feg- ursta. Við hlökkum til verunnar hér - að vera hér saman, sjá keppni og gleðjast, standa í biðröðum - standa þétt saman. Við skulum gleðjast - við skulum njóta leiksins og gleðinnar. Forystumenn ungmennafélaga þakkir skulu ykkur færðar fyrir mikil störf á liðnum árum. Gott íþróttafólk, það sigraekki allirá þessu móti en ef al lir gera sitt besta þá er tilgangnum náð. Það er sómi að því að vera þátttakandi á slíku móti og megi drengileg keppni einkenna 20. Landsmót UMFÍ 20. Landsmót UMFÍ er sett. Islandi allt. Skiníaxi dof pL) 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.