Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 11
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Á LANDSMÓTI Jón Birgir og Ólafur Guðmundssynir HSK Gengur sigur í langstökki í erfðir? Bræðurnir Jón Birgir og Olafur Guð- mundssynir háðu mikla baráttu í lang- stökkinu og hafði sá fyrrnefndi betur. Fróðlegt er að vita h versu mörg verðlaun hafa fallið í skaut ættarinnar. Faðir þeirra Guðmundur Kr. Jónsson og Sig- urður bróðir hans hafa t. d. báðir sigrað í þessari grein á Landsmótum UMFI. Hástökkið slakt- stöngin betri Árangurí hástökkinu varslakari en oftast áður og vafalaust hefur veðrið átt sinn þátt í því. Sigurvegari varð Gunnlaugur Grettisson núverandi Islandsmethafi en hann er einn af þessum nýju félögum af höfuðborgarsvæðinu. UnnarVilhjálms- son, sem á besta afrekið í þessari grein á Landsmóti, 2,12 m, varð annar. Fyrstu menn í stangarstökkinu eiga það sameiginlegt að hafa æft þessa grein í Reykjavíkog keppt til skamms tímafyr- ir félög af því svæði. Raunarer staðreynd að aðstaða fyrir þessa fögru íþrótt er engin úti á landi. Ekki er langt síðan Kjalnesingar ogSnæfellingareinokuðu þessa grein, en þeirra hlutur var heldur rýr. Þaðer illabúið að stangarstökkinu og sitthvað verður að gera til þess að lyfta þessari grein til vegs og virðingar á ný. Sterku HSK-bræðurnir Bræðurnir sterku, Pétur og Andrés Guð- mundssynir, unnu tvöfalt í kúluvarpinu og Eggert Bogason vann Véstein Haf- steinsson óvænt í kringlukastinu. Sig- urður Matthíasson vann spjótkastið í fjarveru Einars Vilhjálmssonar sem kast- aði lengst í undankeppninni. Ymsum fannst Einar sýna Landsmótinu óvirð- ingu með því að mæta ekki í úrslita- keppnina. Góður árangur Þórarins Hannessonar í spjótkastinu vakti athygli undirritaðs. Að sögn gat hann ekki æft hástökkið vegna meiðsla en hóf þess í stað að æfa spjótkastið með góðunt ár- angri. Guörún Arnardóttir UMSK Rauður stormsveipur Guðrún Arnardóttir, hinn rauðhærði storm s veipur þeirra Kjalnesinga, sigraði í 100 og 200 m hlaupum, 100 m grind og varð stigahæsta konan. Hin bráðefnilega Sunna Gestsdóttir frá Blönduósi veitti henni harða keppni. Þar er á ferðinni eitt mesta efni sem komið hefur fram á sjón- arsviðið um hríð. Unnur Stefánsdóttir sýndi ótrúlega keppnishörku í 400 m hlaupinu, en Ágústa Pálsdóttir HSÞ var skammt á eftir. Þuríður Ingvarsdóttir HSK hefði örugglega veitt þeim harða keppni ef hún hefði lent í sama riðli, en hún hljóp keppnislaust. Skemmtilegt einvígi Fríða Rún Þórðardóttir var sterkust á endasprettinum í 800 m hlaupinu og háði skemmtilegt einvígi við Margréti Brynjólfsdóttur í 1500 m hlaupinu. Sú síðarnefnda vann á vel útfærðu hlaupi og setti Landsmótsmet. Töldu ýntsir sjónvarpsáhorfendur að þetta hefði verið ein skemmtilegastagrein Landsmótsins. Margrét sigraði síðar nteð yfirburðum í 3000 m hlaupinu. Glæsilegt iandsmótsmet Þórdísar Þórdís Gísladóttir setti glæsilegt lands- mótsmet í hástökkinu og háði einvígi við Birgittu Guðjónsdóttur í langstökk- inu og hafði betur. Hún varð að gera sér að góðu að horfa á eftir Guðrúnar Ainar- dóttur í grindahlaupinu, en með sigri í Þórdís Gfsladóttir HSK þeirri grein hefði hún orðið stigahæst kvenna. Góður tími í boðhlaupum Tíminn í styttra boðhlaupinu var góður hjá fyrstu sveitum, en UMSE- sveitin skaust fyrst yfir marklínuna. HSK-sveit- in hafði aftur á móti nokkra yfirburði í 1000 m boðhlaupinu. íris kom á óvart Urslit í kastgreinum urðu nokkuð á annan veg en spáð hafði verið. Guðbjörg Gylfadóttir var fjarri, þar sem hún ber sitt fyrsta bam undir belti, og Iris Grönfeldt mætti sterkari til leiks en von var á. Vann hún kúluvarpið og spjótkastið með nokkrum yfirburðum og háði skemmtilega keppni við Guð- rúnu Ingólfsdóttur í kringlukastinu. I þeirri grein var árangur fyrstu kvenna ágætur. I undankeppninni íspjótkastinu köstuðu þrjár stúlkur yfir 40 m, en í úr- slitum var vindur mjög óhagstæður. Urðu því flest köstin ógild. Birgitta Guðjónsdóttirvarðt. d. aðsætaþeimör- lögum að verða úr leik, en hún átti annað lengsta kastið í undankeppninni. Mjög umdeilanlegt verður að telja að dæma annað kast Birgittu ógilt. Hvernig stóðst landsmótsspáin? Þegar litiðer yfir landsmótsspá Sigurðar Péturs Sigmundssonar kemur í Ijós að hann giskaði á rétt úrslit í eftirtöldum greinum: 1500 m hlaupi karla, 4x 100 m boðhlaupi karla, 1000 m boðhlaupi karla og stangarstökki. I kvennagreinum hitti hann á rétt í 1500 m hlaupi kvenna, 100 m grind og 4x 100 m boðhlaupi. Að sjálfsögðu var spáin gerð til gamans sex vikum fyrir Landsmót og margt get- ur breyst á skemmri tíma. Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.