Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 37
FASTI R ÞÆTTI R Heilirog sælirlesendurgóðir. Aðþessu sinni birtum við vísur sem iluttar voru á kvöldvöku Landsmótsins í Mosfellsbæ. Leitað vartil höfundafráhverjum lands- hluta og þeir beðnir að svara nokkrum spurningum urn ungmennafélagshreyf- inguna. Frá Vesturlandi svaraði Svein- björn Beinteinsson Draghálsi, frá Norð- urlandi Björn Þórleifsson Akureyri, frá Austurlandi Bragi Björnsson Surtsstöð- um, og frá Suðurlandi Jóhannes Sig- mundsson Syðra-Langholti. Hér birtast vísur Sveinbjörns og Björns, en vísur Braga og Jóhannesar verða birtar í 4. tbl. Skinfaxa. Landsmólin: Landsmótin eru lögþing fyrír list og snilli. Þangað Islands enda milli ceskan safnar kjark og hylli. S. B. /MosfeUsbœ á völl skal œskan vösk sér vinda og cetlar sér að láta lynda að leika, stökkva, hlaupa og synda. B. Þ. Ungnrennafélögin í dag: Enn hið sama siðaband sókn mun gera djarfa, bjartari hug og betra land, beinni leið til starfa. Hyggjan sér og hjartað veit heillaráð sem duga, þegar landsins léttfœr sveit leikur aföllum huga. S. B. Þó að ég gamlist og gráni mitt hár og gerist í kolli tregur, ég reyni að vera um ókomin ár ungmennafélagslegur. B.Þ. Vísna Unga fólkið í dag: Nœturdraum og dagsins kjcirk djarfir þekkja betur, þegar ungra mið og mark manndómsþróttinn hvetur. S. B. Það lið er til Landsmótsins flakkar, leikjanna bíður og hlakkar. Það er ágœtis lag á œskunni í dag, allt saman indœlir krakkar. B.Þ. Tískan: Tískan gjörn til gagns og meins glœsta sigra vinnur, til að gera alveg eins alla sem húnfinnur. S. B. Ef unglingaflokkarnir frísku foreldra losna við nísku, með buddurnar hlaupa í búðir og kaupa þœr dulur er teljast í tísku. B. Þ. Trimm: Hristum lokk og latan fól látum brokkið renna. Það er nokkur búnirígsbót breyskan skrokk að grenna. S. B. Með syndandi svönunum 5 söng oft hún Dimmalimm. En einnfór að þreytast og ákvað að breytast þáttur og stunda með stelpunni trimm. B. Þ. Hjónabandið: Hjónaband sem herðist að hrekkur gjarnan sundur. En hjá gœtnum gerist það “góðra vinafundur". S. B. Ætíð það verðci mun vandi í versum að lýsa því bandi. Kœrleikur veldur hvort það er heldur ónýtt eða óslítandi. B. Þ. Hvað á maður að taka til bragðs ef maður mætir nakinni konu á fáförnum vegi? Ekkert hulið haldast má, hugarkulið dvínar. Allar skulufjúkafrá fatadulur mínar. S. B. Ég atburði þess liátta þekki. Þarna er að rœða um lirekki. A ungfrúnni má þá áletrun sjá: KÍKTU, EN KÁFAÐU EKKI! B. Þ. Bestu kveðjur. Sigurður Gíslason BARNA i\i Pennavinir frá Finnlandi Skinfaxa hefur borist bréf frá 4H æskulýðssamtökunum í Finnlandi, þar sem óskað er eftir pennavinum frá íslandi. Ekki er gefið upp á hvaða tungumáli bréfin skuli skrifuð, en nú gefst kjörið tækifæri lil þess að reyna sig í dönsku, ensku eða þá finnsku. Linda Rosbáck, 66210 Molpe, Finland Linda vill skrifast á við stelpur 11-12 ára gamlar. Eva-Stina Standberg, 66210 Molpe, Finland Eva vill skrifast á við 13 ára gamlar stelpur. Barbro Mannfolk 66210 Mospe, Finland, Barbro vill skrifast á við 11-12 ára gamlar stelpur. Anna-Lena, Myllynráki, 66280 Taklax, Finland Anna-Lena vill skrifast á við 12 ára krakka. Camilla Engblom Vikonr 21650 Lillandet Finland Camilla er 14 ára og vill eignast pennavini á Islandi. Skinfaxi 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.