Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 4
FRÁ RITSTJÓRA Það er sama hvaða vindar blása, Landsmót UMFI eru og verða há- punktur þeirra samverustunda sem ungmennafélagar eiga. 20. Landsmót Ungmennafélags Islands er nú liðið og var það í umsjá Ungmennasambands Kjalarnesþings. Þrátt fyrir mjög óhagstætt veður tókst mótið vel. MosfeJlsbærskartaði sínu fegursta þegar í upphafi móts, en óhætt er að fullyrða að landsmótsgestir hafi orðið vitni að fjölbreyttum veðrabrigðum. Mikil kynning, á starfsemi ungmennafélaganna átti sér stað í útvarpi og sjón- varpi og gat sjónvarpsáhorfandinn ekki síðurfylgst grannt með keppninni en áhorfandinn í Mosfellsbæ. Tíminn líður fljótt og eru ungmennafélagar um allt land þegar farnir að huga að þátttöku Í21. Landsmóti UMFI sem haldið verðuráLaugarvatni 1993. 3. tölublað Skinfaxa 1990 er fullt af efni frá Landsmótinu í Mosfellsbæ í sumar. Hér gefur að líta úrslit allra greina móts- ins, greina sem töldust til stiga og sýningargreina, ásamt um- fjöllun um allnokkrar. Margir glæstir sigrar unnustog aðalviðtal Skinfaxa er við Pétur Guðmundsson kúluvarpara, sem kastaði kúlunni 20,66 metra og var það besta afrek mótsins. Pétur stefnir markvisst uppávið, hann hefur þegar bætt um betur og kastað 20,77 metra og er nú annar besti kúluvarpari á Norðurlöndum. Pétur segir frá íþróttaferli sínum, ræðir um íslenska afreksíþróttamenn og þá aðstöðu sem þeim er búin. Eigum við að styðja við bakið á afreksmönnum eða eiga þeir að sjá um sig sjálfir? Geta almennings- og afreksíþróttir farið saman? Ef til vill er því þannið farið að afreksíþróttir verki hvetjandi á almenningsíþróttir og öfugt. Kveðja Una María Oskarsdóttir Krakkar úr Mosfellsbæ seldu Skinfaxa á Landsmótinu RADDIR LESENDA Hér á síðunni gefur að líta álit þriggja lesenda Skinfaxa á efni og útliti blaðsins. Hug- myndin með þessum þœtti er að koma á betri tengslum við lesendur. Eruð þið hér með hvött til að hafa samband við blaðið annað livort með því að hringja eða senda okkur nokkrar línur. Segið okkur hvaðykkurfinnst um efnið og útlitið, Itvað ykkurfinnst gott og hvað mœtti beturfara Síminn er 91-12546. Hafdís Rafnsdóttir, Keilusíðu 8d, Akureyri „Mér finnst útlitið á Skinfaxa gott, en það vantar litmyndir. Eg las auðvitað Landsmóts- spána, viðtalið við Vigdísi Finnbogadóttur, greinina um 4 Laugarvatn, greinina um sam- starf sveitarfélaga og ung- mennafélaga og gluggaði í vísnaþáttinn og barnaþátt- inn. Á barnasíðunni finnst mér að ættu að vera sögur, viðtöl, skrítlur o. fl. Eg vildi geta lesið stutt viðtöl við íþrótta- fólk, t. d. sett upp eftir fyrir- framákveðinniformúlu. Eins væri gott að fá léttara efni inn á milli.” „Ég hef mjög gaman af að fá Skinfaxa og les allt blaðið þegarþaðkemur. Reyndarsé ég það ekki alltaf strax því sonur minn er fyrri til en ég. Það blað sem ég er með í höndunum núnaer 1. tölublað 1990. Mér líst ljómandi vel á þetta blað, það er reglulega fallegt og leiðarinn góður. Efnið finnst mér gott, en ég vildi gjarnan að meira yrði skrifað um starfsemi félaganna hér á Austfjörðum,þáeinnigþeirra sem minna ber á. Hér á Vopnafirði er ungt og upp- rennandi frjálsíþróttafólk, en frjálsíþróttastarf verður því miður að lúta í lægra haldi fyrir knattspyrnunni sem allt snýst um.” Albert Sigurjónsson, Sandbakka, Villingaholts- hreppi, Arnessýslu "Skinfaxi hlýtur auðvitað að flytja fréttir af starfi ung- mennafélaganna, en mér finnst oft fjallað of mikið um afreksíþróttir en síður um aðr- ar íþróttir Ég las auðvitað Landsmóts- spána, greinar um gerfigras, grasvelli og greinina um Laugarvatn. Églaslíkavísna- þáttinn og mér finnst mynd- irnar í blaðinu hafa batnað stórum." Skinfaxi Gísli Jónsson, Hafnarbyggð 29, Vopnafirði I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.