Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 20
V I Ð T A L I Ð Pétur Guðmundsson kúluvarpari í barns- burðarleyfi, er hann búinn að kasta? Aðstaða íslenskra afreksíþróttamanna er mun lakari en aðstaða afreksíþróttamanna á hinum Norðurlöndum. Hvers vegna? Hafa Islendingar engan metnað fyrir hönd sinna manna? Gera þeir sér ekki grein fyrir mikilvægi afreksíþrótta? Er afreksíþróttamönnum mismunað þegar styrkir er ákveðnir? Islenskir afreksíþróttamenn búa við mun verri aðstöðu en erlendir. Þeir stunda oft fulla vinnu, æfa á kvöldin og hafa Pétur meö konu sinni Elísabetu ásamt börnunum, Karen Ósk, Pálma og því yngsta Lindu Björk lítinn tímatil þess að vera með tjölskyldu sinni. Afreksíþróttir geta verkað sem hvati á mjög stóran hóp manna til þess að ná lengra, þær geta verið ungu kynslóðinni góð fyrirmynd, auk þess sem afreksíþróttamenn kynna landið okkar sjálfkrafa. Heyrum hvað afreksmaðurinn Pétur Guðmundsson hefur að segja um líf og starf kúluvarparans, sem hefur á síðastliðnum fjórum árum bætt sig um 3,88 metra. Pétur Guðmundsson, kúluvarpari, trésmiður og lög- regluþjónn, er Reykvíkingur að uppruna og lék knatt- spyrnu með Fylki. Hann fluttistunguríÁrnessýsluna og gerðist félagi í Ungmennafélaginu Samhygð í Gaulverja- bæjarhreppi. „Mér fannst sárt að menn skyldu ekki spila fót- bolta í sveitinni, en frjálsíþróttastarfið var mikið og einnig blak. Egvarorðinn 14 ára þegar ég heillaðist af kúluvarpinu. Fyrsta mótið sem ég keppti á var mót milli Samhygðar og Vöku, og þar kastaði ég 8,50 metra. Eg keppti í öllum grein- um, en var ekki farinn að æfa kúlu. Eftir þetta mót tók ég kúlu með mér heim og æfði mig á hlaðinu heima. Tveimur mánuð- um seinna keppti ég svo á innanfélagsmóti Samhygðar og kastaði 11,27 metra,” segir Pétur þegar ég reyni að rekja úr honum garnirnar um kúluvarpsferilinn. Og þarmeðvarkúluvarpsferill PétursGuðmundssonarhafinn. Stangarstökk yfir í kúluvarp „Það má segja að ég hafi fengið frjálsíþróttalegt uppeldi í HSK”, segir Pétur. En Pétur reyndi ekki aðeins við kúluna og fyrst þegar hann tók þátt í Landsmóti UMFI keppti hann í stangarstökki. „Ég var 14 ára þegar ég tók fyrst þátt í Landsmóti UMFÍ. Það var mótið á Selfossi 1978, en þar keppti ég í stangarstökki og varð í 6. sæti, stökk 3,40 metra. 15 ára gamall þræddi ég öll mót innan HSK og nældi mér í HSK metin í kúlunni. Og 30. desember 1978 var haldið mót fyrir mig, í snjókomu og slag- viðri, svo ég gæti reynt við Skarphéðinsmetið hans Oskars Reykdal. Það tókst, ég kastaði 13,01 mog varþáhálfum metra frá íslandsmetinu. En upp úrþessu kom stöðnunartímabil hjá mér, ég fór að vinna og keypti mér bíl. Ég varð að hafa bíl til þess að komast á böllin,” segir Pétur. Bætti sig heima á hlaöi „Áhuginn fór að glæðast aftur eftir Landsmótið á Akureyri 1981, fyrsta stórmót mitt í kúluvarpi. Þar bætti ég mig, fór í fyrsta skipti yfir 14 m, kastaði 14,40 m og varð í þriðja sæti. Með þessu kasti vann ég mér rétt til þess að keppa á Norður- landameistaramóti unglinga sem haldið var í Finnlandi og var það fyrsta utanlandsferðin mín. Ég náði nú ekki að bæta mig í Finnlandi, en þegar ég kom heim þá kemur nágranni minn og mikill íþróttamaður af næsta bæ, Eyjólfur Pálmarsson og fer aðsýnamérnýjakasttækni semersnúningstækni. Þessitækni var þá algeng í Bandaríkjunum og hafði bandaríski kúluvarp- arinn Brian Oldfield náð að kasta kúlunni 22,86 metra. Áhuginn var svo mikill að ég var búinn að steypa hring við hlöðuna heima. Ég fór auðvitað strax að æfa nýja stílinn og bætti mig á fyrstu æfingu, þarna heima á hlaði. Ég varð alveg trylltur og fór að kasta tvisvar, þrisvar á dag og kastaði yfir 16 metra heima við hlöðu án þess að fá nokkratilsögn. Mérfinnstég búa vel að þeirri tækni sem ég tileinkaði mér þarna svo ungur. Það má segja að bakstíllinn sé öruggari, en með snúningsstíl er hægt að hitta á risaköst.” Bros sigurvegarans Sögöu mig vonlausan „Strax um sumarið 1982 varð ég í fyrsta skipti íslandsmeistari íkúlu, þegarmeistaramótið varhaldiðáSelfossi. Égbætti mig mikið, kastaðil6,17 m, allt vegna þessarar tækni sem ég var byrjaður að nota. Eftir þetta vaknaði áhugi á því að fara út að 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.