Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 29
BLAK Á LANDSMÓTI Þakið ætlaði að rifna af húsinu Er Landsmót í Mosfellsbæ var í nánd virtist þátttaka í blakíþróttinni ætla að verða mikil og á tímabili vom 10 sam- bönd að athuga möguleika til keppni. Áður hafa mest sjö sambönd sent lið til keppni og er upp var staðið mættu sjö lið til leiks sem dregin voru saman í tvo riðla: A-riðill: HSK, HSÞ, UNÞ. B-riðill: UMSK, UÍA, UMSE, UMFK. HSK, UMSK og UÍA höfðu 1. deildar liðum á að skipa og voru fyrirfram talin vera með sterkustu liðin. HSK hafði heppnina með sér og lenti í léttum riðli, en UÍA og UMSK þurftu að bítast um I. sætið í sínum riðli. Framkvæmd mótsins gekk áfallalaust og íþróttalega séð var mótið vel heppn- að. Það fyrsta sem kom á óvart í keppninni var að HSK lenti í verulegum erfiðleik- um með UNÞ. Norður-Þingeyingar koniu sterkir til leiks og börðust vel. Skarphéðinsmenn máttu þakka fyrir að merja sigur. Þetta var eini leikurinn í A- riðli sem var verulega spennandi. HSK vann HSÞ og UNÞ vann nágranna sína í HSÞ í góðum leik. í B-riðli fór allt eftir bókinni til að byrja með. 1. deildar liðin lögðu Eyfirðinga og Suðurnesjamenn að velli. Leikur UMSK og UÍA var því hreinn úrslita- Blakliö HSK Andrés Guðmundsson HSK til alls vts leikur um 1. sætið í riðlinum. Allir bjuggust við hörku viðureign og sú varð líka raunin. UMSK vann fyrstu hrinu nokkuð sannfærandi, þrátt fyrir góða baráttu UÍA-manna. I byrjun annarrar hrinu meiddist einn leikmaður hjá UMSK og varð hann að fara af velli. Eftir það réð UIA lögum og lofum í hrinunni og unnu hana örugglega. Við þetta óx austanmönnum ásmegin og börðustþeireinsogljóníúrslitahrinunni. Eftir mikla baráttu stóðu þeir uppi sem sigurvegarar og höfðu áunnið sér rétt til aðleikaúrslitaleikinnum l.sætið. Mikil fagnaðarlæti urðu í herbúðum UÍA- manna eftir þennan frækna sigur. 1 úrslitakeppninni vann HSÞ sigur á UMSE og hlaut 5. sætið. UMSK átti ekki í erfiðleikum með UNÞ, en leikurinn var vel leikinn af beggja hálfu. Eins og á fyrri Landsmótum UMFI var úrslita- leikurinn um 1. sætið hápunktur keppn- innar. íþróttahúsiðvartroðfulltogmikil stemning meðal áhangenda liðanna. Leikurinn var líka æsispennandi. HSK vann fyrstu hrinuna eftir mikla baráttu. UIA var þó ekki á því að gefast upp. Liðið kom ákveðið til leiks og lék af miklum krafti í annarri hrinu. HSK- menn áttu greinilega ekki von á þessu og UIA vann hrinuna sannfærandi. Héldu nú margir að þeir væru komnir í þann ham sem þeir sýna stundum og geta þá unnið hvaða lið sem er hér á landi. En lukkuhjólið snérist ekki austanmönnum meira í hag þrátt fyrir góð tilþrif og náðu ekki að halda dampi í þriðju og fjórðu hrinu. Þeir gerðu mörg mistök og taug- arnar voru greinileg ekki í lagi. HSK-menn sýndu aftur á móti styrk sinn og þrautseigju sem oft áður og unnu leikinn 3 - 1. Endanleg úrslit urðu því sem hér segir: 1. HSK 2. UÍA 3. UMSK 4. UNÞ 5. HSÞ 6. UMSE 7. UMFK Albert H.N. Valdimarsson sérgreinastjóri í blaki. KARATE Á LANDSMÓTI Úrslit Kumite, karlar 17 ára og eldri: 1. Sölvi Rafnsson HSK 2. Helgi Jóhannesson UMSK 3. Jón Snorrason UMSK 4. Signtundur Rafnsson HSK 5.-6. Sævar Sveinsson UMSK 5.-6. Róbert Axelsson UMSK Kata, karlar 17 ára og eldri: Stig 1. Sölvi Ral'nsson HSK 30.5 2. Helgi Jóhannesson UMSK 30.5 3. Sævar Sveinsson UMSK 28.9 4. Róbert Axelsson UMSK 28.9 Kata, stúlknaflokkur Stig Kuniite, 13 -16 ára drengir 1. Kristfn Einarsdóttir UMSK 15.1 1. Árni Jónsson UMSK 2. Oddbjörg Jónsdóttir UMSK 14.5 2. Rfkharður Róbertsson UMSK 3. Berglind Kristinsdóttir UMSK 14.2 3. Pálmar Sigurðsson UMSK 4. Vilborg Jónsdóttir UMSK 14.1 4. Einar IngintundarsonUMSK 5. Kristín Valdimarsdóttir UMSK 14.0 6. Elísabet Stefánsdóttir UMSK 13.8 Kata, 12 ára og yngri Stig 1. Vigfús Mortens UMSK 14.5 Kata, 13 -16 ára drengir Stig 2. Auðunn Helgason UMSK 14.3 1. Þorleifur Jónsson UMSK 15.0 3. Gunnar Gunnarsson UMSK 14.3 2. Árni Jónsson UMSK 14.9 4. Jónas P. Ólafsson UMSK 14.1 3. Eiríkur Steinsson UMSK 14.5 5. Stefán Agnarsson UMSK 14.1 4. Pálmar Sigurðsson UMSK 14.3 6. Birkir Jónsson HSK 13.7 7. Svanur Daníelsson UMSK 13.0 Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.