Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 24
BORÐTENNIS OG TENNIS A LANDSMÓTI Landsbyggðin sækir á Síðan Bortennissamband íslands var stofnaðl972, hafaöll meiriháttarborð- tennismót verið haldin á Reykjavíkur- svæðinu. Það er m. a. ástæðan fyrir því að alla bestu íþróttamenn í þessari grein er að finna á því svæði og minni háttar spámenn utan af landi hætta sér ekki í slaginn. Má segja að aðeins UMSB og HSÞ hafi blandað sér í þá baráttu hin síðari ár. Keppni í borðtennis á Landsmótum UMFI erþvínokkurs konarBorðtennis- mót landsbyggðarinnar og kemur þá í ljós að víða um land er að finna mjög 1 iðtæka borðtennisspilara sem ekki sjást á öðrum mótum. Stjarnan í Garðabæ er eina félagið, innan UMSK og á höfðuðborgarsvæðinu, sem leggur stund áborðtennis. Félagið hefur á að skipa mörgum úrvals borðtennis- spilurum og mátti því fyrirfram teljast nokkuð öruggur sigurvegari. Búist var við að baráttan um 2. sætið stæði milli HSÞ og UMSB. Lið HSÞ var skipað ungum krökkum sem allir voru að koma beint úr æfingabúðum og keppni í Skot- landi með unglingalandsliðinu. UMSB hefur löngum getað státað af góðu kvennaliði og það brást ekki heldur núna. Sigrún Bjarnadóttir, gamalreynd landsliðshetja UMSB, sigraði nokkuð óvænt, Lilju Benónýsdóttur úr UMSK, þar sem Lilja hefur verið í fremstu röð kvenna í nokkur ár rneðan minna hefur borið á Sigrúnu. Urslit í kvennaflokki urðu þessi: 1. Sigrún Bjarnadóttir UMSB 2. Lilja Benónýsdóttir UMSK 3. Rakel Þorvaldsdóttir UMSB 4. Margrét Ósk Hermannsd. HSÞ 5. -6. Anna Sigurbjörnsdóttir UMSK 5.-6. Elín Þorsteinsdóttir HSÞ 7.-8. Elva Helgadóttir HSÞ 7.-8. Sigríður Haraldsdóttir UMSB 9.-12. Anna Gunnarsdóttir UMFK 9.-12. IngibjörgSigurbjörnsdóttir UIA 9,-12. Kamma Jónsdóttir HSK 9.-12. Vigdís Guðjónsdóttir HSK 13. Eydís Eiríksdóttir HSK I karlaflokki var jafnvel búist við þre- földum sigri UMSK. En Stefáni Gunn- arssyni HSÞ og Bjarna Kristjánssyni UMFK tókst að koma í veg fyrir það. Frá borðtenniskeppni á Landsmótinu í Mosfellsbæ Bjarni, sem spilaði eftirminnilegan úrslitaleik við Albrecht Ehmann úr UMSK á síðasta Landsmóti, varð nú að láta sé nægja 4. sætið eftir tap við Stefán. Sá leikur var á vissan hátt táknrænn, Bjarni sem búinn er að vera í fremstu röðáfyrri Landsmótum, áleiðinni niður, Stefán á leiðinni upp. Urslit urðu þessi í karlaflokki: 1. Bjarni Þ. Bjarnason UMSK 2. Benedikt Halldórsson UMSK 3. Stefán Gunnarsson HSÞ 4. Bjami Kristjánsson UMFK 5. -6. Gísli Oddgeirsson HSÞ 5.-6. Sveinn Óli Pálmason UMSK 7.-8. Árni Helgason HSK 7.-8. Hörður Birgisson UMSB 9.-12. Brynjólfur Sigurðsson UÍA 9.-12. Ingvi Stefánsson UMSE 9.-12. Ómar Ingvarsson UMFK 9.-12. Rúnar Hjartarson HSK 13.-16. Davíð Búason UMSB 13.-16. Einar K. Birgisson UMSB Nýliðarnir sigr- uöu glæsilega Tennis er upprennandi íþrótt hér á landi og var nú í fyrsta sinn keppt í henni á Landsmóti ungmennafélaga. Tennis- keppnin taldist til svokallaðra sýningar- greina mótsins. Þrjú félög sendu kepp- endur, Ungmennafélagið Fjölnir í Graf- arvogi, UMSK og UÍÓ. Vegna roks og rigningar var keppnin flutt frá Varmá í íþróttahús Fjölnis að Viðarhöfða. 1 hverri sveit varein kona, einn karl, einn piltur og ein stúlka. Keppni var þannig háttað að hver leikur 13,-16. Hafliði Kristjánsson UMFK 13.-16. Ægir Jóhannsson HSÞ 17.-22. Arnar Sigurbjörnsson UIA 17.-22. Benedikt Benedikts. UMSE 17.-22. Eiríkur Ragnarsson UGS 17.-22. Garðar Sigurgeirsson UGS 17.-22. Hákon Sigmundsson UMSE 17.-22. Stefán Guðmundsson HSK Það leyndi sér ekki á þessu móti að víða er að finna spræka borðtennisspilara. Nokkrirstrákarvöktu athygli fyrirmikla baráttu, t. d. Eiríkur og Garðar úr Umf. Geisla á Súðavík, Rúnar úr HSK og IngviúrUMSE. Allaþessastrákaskortir hins vegar meiri reynslu. Er ástæða til að hvetja þá og aðra til að fara að mæta á fleiri mót og láta sér ekki nægja að keppa á þriggja ára fresti. Gerist það ekki er óhætt að spá strax fyrir um úrslit ánæstaLandsmóti: 1. UMSK, 2. HSÞ, 3.UMSB. stóð í þrjátíu mínútur. Unnar lotur voru svo reiknaðar sarnan og bar Umf. Fjölnir sigur úr býtum með 43 unnar lotur, en sigurliðið skipuðu: George Marshall, Guðríður Þorsteinsdótlir, Teitur Mars- hall og Hrafnhildur Hannesdóttir. UMSK varð í öðru sæti með 32 lotur og UIÓ rak lestina með 17 unnar lotur. Stórskemmtilegri tennissýningu stjórn- aði Einar Sigurgeirsson landsliðsþjálf- ari, en þátttakendur voru efnilegustu unglingar landsins í tennis. Margir tennisáhugamenn lítabjörtum augum til næsta Landsmóts og hafa áhuga á að gera tennis að keppnisgrein á Laugar- vatni. Björn Ingólfsson, Grenivík. 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.