Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 7
LANDSMÓTIÐ Látum gott af okkur leiða Ræða Hafsteins Þorvaldssonar, heiðursgests 20. Landsmóts UMFÍ, flutt við opnunarhátíðina 12. júlí 1990. Forseti íslands f r ú V i g d í s Finnboga- dóttir, stjórn UMFÍ, forsvarsmenn Mos- fellsbæjar, framkvæmdaaðilar 20. Landsmóts UMFÍ, góðir ungmenna- félagar og gestir. Þegar ég fékk þetta óvænta og kannski óverðskuldaða boð að mæta hér sem heiðursgestur Landsmótsins, varð mér efst í huga að tíminn líður sem örskots- stund og áður en varir er maður orðin áhorfandi og ef til vill þiggjandi í því starfi og þeim leik sem næst stendur huga manns og hjarta. Vel skal sáö Æskulýðs- og íþróttastarf er í mínum huga ræktunarstarf, þar sem mikilsvert er að vel sé til sáð, því þar liggja rætur þjóðfélagsins, sem framtíðin byggir á. I því starfi lærum við svo margt í mann- legum samskiptum bæði í meðlæti og mótlæti og þar getum við þegar vel tekst til lagt grunninn að farsælli framtíð einstaklinga. Um tíma hafa ýmiss ung- skáld með þjóð vorri reynt að gera lítið úr ungmennafélagsskapnum og ýmsum þeim hugsjónum sem þar hafa fæðst og við höfum barist fyrir, í stað þess að svara slíku hjali kusum við að láta verkin tala og héldum ótrauð áfram við rækt- unarstörfin og fjölþætta uppbyggingu sem þeim tengjast sem ég þori að full- yrða að hefur mjög víða tekisl býsna vel. Talandi dæmi um það er sú glæsilega íþróttaaðstaða sem komin er hér að Varmá í Mosfellsbæ. í því sambandi leyfi ég mér að rifja upp brot úr viðtali í Skinfaxa fyrir rúmum 20 árum við hinn mikla baráttumann og ungmennafélaga Jón Guðmundsson á Reykjum, sem átt hefur hugsjón frá þeim tíma og ellaust miklu lengur að hér mætti rísa aðstaða til landsmótshalds. Jón segir í þessu umrædda viðtali: „Ég tel það afdráttar- laust lífsnauðsyn fyrir ungmenna- og íþróttafélögin að komið verði upp stórum héraðsmótssvæðum, þar sem aðstaða er til að halda veglegar íþróttasamkomur. Þessi skoðun varð að óbifandi sann- færingu eftir að ég varð vitni að Lands- mótinu á Laugarvatni 1965. Þetta er ekki aðeins félagsleg nauðsy n fyrir hinar dreifðu byggðir, heldur er um að ræða að styrkja einn af máttarstólpum sjálf- stæðis okkar, þar sem ungmennafélögin eru.” Svo mæltist þessum hugsjóna- manni. Óneitanlega yljar það þeim sem hér stendur að Laugarvatnsmótið skuli þannig m. a. hafa orðið hvati að þeirri myndarlegu uppbyggingu sem nú hefur ræst með Mosfellsbæingum og Mosfells- sveitungum. Ungmennafélagar um allt land færa ykkur heillaóskir, virðingu sína og þökk. Þannig eru Landsmótin og þannig mun fjöldi hugsjónamanna fara héðan heim af þessu 20. Landsmóti UMFI með áform um að halda upp- byggingunni áfram. Ég skora á æsku íslands að láta ekki fánann falla. I dag eru möguleikarnir svo miklir og í dag er aftur fínt að eiga hugsjónir og berjast fyrir þeim. Trúin á landið og mátt sinn Frumherjarnir, aldamótakynslóðin margnefnda eiga virðingu okkar og þökk, þeir gáfu tóninn sem var af þjóðlegum toga og þrá eftir sjálfstæði þjóðarinnar og bættum hag. Félagsskapur okkar sem í öndverðu setti sér þau markmið að vinna að ræktun lands og lýðs undir kjörorðunum, Islandi allt!, hefur enn miklu hlutverki að gegna með íslenskri þjóð. Það er rangtúlkun sem sumir halda frant að í þessum markmiðum okkar felist einhver þjóðremba. Þjóðhollusta erþað miklu fremur sem kemur svo víða fram í öllu okkar starfi. Við erum stolt af því að geta alið með æskulýðnum trú á land sitt og mátt sinnar eigin persónu til þess að geta látið gott af sér leiða. 1 leik og starfi höfum við kosið að auka fjöl- breytnina frá ári til árs og á þessari uppskeruhátíð sem hér er að hefjast í Mosfellsbæ munum við sanna slfkt fyrir alþjóð. Ævintýraleg er sú framþróun sem átt hefur sér stað í allri uppbyggingu á að- stöðu til æskulýðs- og íþróttastarfs í landi voru á tiltölulega fáum árum. Það væri megnasta vanþakklæti að halda öðru fram. En mitt í allri velgengninni leynast hætt- ur ekki síst fyrir nýgræðinginn, æsku- fólkið, þar af leiðir að starf ungmennafél- aganna með allri sinni fjölbreytni og möguleikum til holls lífernis er besta og næstum eina vörnin til þess að hann fái að þroskast og dafna og ná þeim aldri að bera sem bestan ávöxt íslenskri þjóð til heilla og framfara. I áramótaávarpi sínu hvatti forseti Is- lands til átaks í ræktunarmálum í anda okkar hreyfingar. Við vitum öll að þar fylgir hugur máli og vel sé henni að minnast þessa. í ár er líka sérstakt átak í gangi til eflingar skógrækt í landinu, sem við vonandi tökum öll þátt í með einum eða öðrum hætti. Ataksár eru góð ár út af fyrir sig, en því aðeins að þau virki sem hleðslutæki og aflgjafi til frekari átaka um ókomna tíð. Ungmennafélagar um land allt munu í Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.