Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 10
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Á LANDSMÓTI
Undirritaður hefur tekið að sér að skrifa
nokkur orð með úrslitum frjálsíþrótta-
keppni 20. Landsmóts UMFÍ. Vegna
takmarkaðs rýmis verður stiklað á stóru.
Góð aðstaða - erfitt veður
20. landsmót UMFÍ markaði viss tíma-
mótfyrirfrjálsíþróttafólkungmennafél-
agshreyfingarinnar. Vaxtarbroddur
frjálsra íþrótta hefur löngum verið úti á
landsbyggðinni og er nú sannarlega tími
til kominn að besta frjálsíþróttafólk
UMFI njóti þess að keppa við góðar að-
stæðuráLandsmótum sínum. Aðstaðan
í Mosfellsbæ var sannarlega frábær og
starfsmenn vallarins veittu betri þjónustu
en frjálsíþróttafólkið á almennt að venj-
ast, en því miður setti veðrið strik í
reikninginn. Af þeim sökum varð árang-
ur í ýmsum greinum lakari en efni stóðu
til.
Reykvíkingar sækja í
Landsmótin
Ekki eru ýkja mörg ár síðan ýmsir for-
ráðamenn frjálsra íþrótta á höfuðborgar-
svæðinu hæddu landsbyggðarfólk fyrir
það að leggja meiri áherslu á Landsmót-
in, sem þeir töldu annars flokks mót, og
taka þau fram yfir önnur mót. Þessir
einstaklingar voru aldir upp í íþróttafél-
ögum og skildu ekki hugsunarhátt
ungmennafélaga, enda er mikill munur
á því að alast upp í íþróttafélagi eða ung-
mennafélagi. Reyndar hefur þetta breyst
síðari ár. Nú sækja frjálsíþróttamenn
höfuðborgarsvæðisins mjög í að geta
keppt á Landsmótum UMFI og margir
þeirra settu svip sinn á Landsmótið í
Mosfellsbæ.
Nýjar stjörnur
Nýjar stjörnur skutust upp á stjörnu-
himininn á þessu Landsmóti eins og á
fyrri mótum. Margar þekktar kempur
fengu harða keppni frá yngra fólki og
trúlega hefur úrvalslið ungmennafélag-
anna aldrei verið sterkara en einmitt nú.
Sigur HSK
Skarphéðinsmenn unnu frjálsíþrótta-
keppni Landsmótsins með meiri mun en
dæmi eru um áður. HSK sigraði í tólf
greinum af þeim þrjátíu sem keppt var
í. í einni grein sigruðu þeir þrefalt og í
10
HSK sigraði með miklum
yfirburðum
annari tvöfalt, en í átta greinum átti
HSK ekki fólk í verðlaunasæti. Þetta
sýniraðbreiddliðsinsermikil. Kjalnes-
ingarsigruðu í fimm greinum, Borgfirð-
ingar í fjórum, Eyfirðingar í þremur og
SkagfirðingarogSnæfellingarítveimur.
Höröur Gunnarsson HSH
Einn sprettharður að vestan
Ungur og bráðefnilegur Grundfirðingur,
Hörður Gunnarsson, gerði sér lítið fyrir
og sigraði bæði í 100 og 200 m hlaupum.
Hann var einnig framarlega í undan-
keppninni í langstökki en tognaði og var
frá keppni sem eftir lifði sumars.
Jón Arnar meiddur og veikur
Flestiráttu von áþvíað hinn snjalli fjöl-
þrautarmaður Jón Arnar Magnússon
HSK yrði ein skærasta stjarna Lands-
mótsins. Súvonbrást. Hannvarmeiddur
og vegna veikinda missti hann af
úrslitum 200 m hlaupsins. Hann vann
sigur í þrístökkinu og varð annar í 100
m hlaupinu.
Friðrik Larsen sigraði örugglega í 400
og 800 m hlaupum og er fyrsti Skarp-
héðinsmaðurinn til þess að sigra í síðar-
nefndu greininni á Landsmóti. Daníel
S. Guðmundsson átti bestaendasprettinn
í 1500 m hlaupinu og Gunnlaugur Skúla-
son sparaði kraftanafyrir5000 m hlaupið
og varð þar öruggur sigurvegari.
Gísli Sigurðsson var harðastur í lokin og
sigraði í 110 m grindahlaupinu, en tíini
fyrstu manna var mjög góður. HSK-
sveitin sigraði örugglega í boðhlaupun-
um, en sveit UMSE veitti henni harða
keppni.
Rau nar var keppn i í h laupagrei n u m karla
mun jafnari en oftast áður.
Skinfaxi