Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 21
V I Ð T A L I Ð Þar sem niðurfalliö hefur veriö bilaö í nokkur ár þarf Pétur að sópa kasthringinn áöur en hann kastar æfa og um áramótin 1982-1983 fór ég í skóla til Alabama. Úti náði ég að kasta 16,89 m, en meiddist þá illa og aftur kom stöðnunartímabil í nokkur ár og ég hætti í skólanum. Mér fannstglataðað vera úti í skóla og verameiddur. Eggafkúluna upp á bátinn þar sem læknarnir úti sögðu mig vonlausan með brjósklos og að ég ætti bara að hætta þessu. Eg varð rosalega svekktur. Ari seinna fór ég til læknis á Islandi, Sigurjóns Sigurðssonar, hann skoðaði meiðslin og sá strax að festing var slitin. Hann dreif mig á sjúkrahús í Keflavík og skar mig upp. A þessum tíma var ég alltaf í blakinu með Samhygðarliðinu og HSK lið- inu þannig að ég var í nokkuð góðri líkamlegri þjálfun og var auk þess að leika mér í fótbolta. Eg keppti svo í bikarkeppninni 1986 fyrir HSK án þess að hafa kastað kúlunni í lengri tíma og kastaði þá yl'ir 16 metra og þá vaknaði áhuginn aftur og ég hef æft alveg stöðugt síðan.” Kom meiddur á Landsmót „A Íþróttahátíð HSK í sumar tognaði ég illa. Eg keppti þá í spjótkasti og hlaut þessi venjulegu spjótkastarameiðsl, tognun á olnboga. Ég keppti samt í landskeppninni í kúlu og var ekki viss um að ég gæti keppt af öllu afli á Landsmótinu. Ég kom meiddurtil keppni og þegarég hitaði upp fann égfyrir olnboganum. I fyrstu umferð kastaði ég með stórahlífog fann þá ekkert fyrir meiðslunum og reif þá hlífina af og skellti mér í næsta kast og náði þá 20,66 m. Kastið kom mér mjög á óvart, því ég bjóst ekki við að geta tekið á. Það er mjög gott að kasta í Mosfellsbænum, völlurinn er á heimsmælikvarða, en skjólið er ekki nógu mikið. Völlurinn hefði mátt snúa aðeins öðruvísi bæði fyrir kringlukast og kúlu.” Komst inn á jöfnu í gömlu kastskónum „Eftir Landsmót hef ég ekki keppt nema í Split, þar átti ég mjög góðupphitunarköstvelyfir20,50, en migskortikeppnisreynslu í sjálfu mótinu. Ég þarf að keppa meira á erlendum vettvangi og geta slappað af í sjálfri keppninni. A stórmótum stífnar maður ósjálfrátt upp þegar í keppnina er komið, en í upphitun nær maður að vera afslappaður og þá fer kúlan langt. Reynslan gefur manni mikið og mér finnst þetta vera að koma. Ég hafði hugsað mér að taka þátt í Grand prix mótum, Evrópu- meistaramóti lögreglumanna, landskeppninni í Grimsby, þar sem ég hefði lent á móti sterkum köllum og hugsanlega verið á palli eða unnið. Þá kæmi ég sterkari inn og veit meira um sjálfan mig. Reyndar lenti ég í vandræðum í undankeppninni í Split þegarhann byrjaði að hellirigna. Hringurinn varð sleip- ur og það er mjög slæmt fyrir þann kaststíl sem ég nota. Við vorum tveir með snúningsstflinn, hinn flaug á hausinn og komst ekki í úrslit, en ég náði að redda mér með því að fara í gamla kastskó í síðasta kastinu og komst þá inn ájöfnu í 12,- 13. sæti. Ætlar að reyna við íslandsmetið í byrjun nóvember Pétur hefur sýnt og sannað að hann stefnir sífellt hærra og er hann nú annar besti kúluvarparinn á Norðurlöndum, og ef miðað er við afrekaskrá Alþjóða frjálsíþróttasambandsins er Pétur nálægt tíunda sæti. Pétur strengdi þess heit að bæta sig enn frekar eftir Landsmót og það hefur hann þegar gert, er hann kastaði 20,77 m á innan- félagsmóti Armanns sem haldið var í Laugardalnum 23. sept- ember s. 1. Verður þess langt að bíða að Pétur setji Islandsmet? „Ég hef kastað yfirólympíulágmarkið á sjö mótum íár. Ogeft- ir að ég var orðinn heill af meiðslunum hefur stígandinn verið það mikill hjá mérað ég vissi að ég næði að bæta mig. Það var allt sem hjálpaðist að, veðrið var frábært og það var ekkert sem truflaði. Á æfingu efitr þetta mót kastaði ég lengra en íslands- metið. Núna í byrjun nóvember verður haldið stórt krafta- jötnamót í Reiðhöllinni í Víðidal sem kallast Kraftur 90. í hléi ætla ég að reyna við íslandsmetið innanhúss sem 20,59 metrar og er í eigu Hreins Halldórssonar.” Hver er stefnan í framtíðinni? „Ég ætla að komast í átta manna úrslit á næsta ári. Ég stefni á Heimsmeistaramótið innanhúss sem verður í Sevilla á Spáni 3. mars og utanhúss sem haldið verður í Japan í ágúst eða september. Nú Olympíuleikarnir 1992 eru auðvitað Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.