Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.1990, Blaðsíða 9
LANDSMÓTIÐ UMSK bar glæstan sigur úr býtum Hafsteinn Pálsson formaður UMSK hampar sigurlaunum á 20. Landsmóti UMFI, sem haldið var 12.-15. júlí í Mosfellsbæ Ungmennasamband Kjalarnesþings varð sigurvegari 20. Landsmót UMFI, sem haldið var 12.-15. júlí síðastliðinn í Mosfellsbæ. Þettaermikillogsögulegur sigur fyrir UMSK-menn, en þeir halda mótið. UMSK hefur áður gert það gotl á Landsmóti, síðast 1975 á Akranesi, en þar áður 1940 í Haukadal. Liðsmenn UMSK söfnuðu 335 stigum, en næsta lið á eftir, HSK, fékk 284 stig. UMSK- liðið sigraði fyrst og fremst á breiddinni, sambandið sigraði í sundi, fimleikum, handknattleik kvenna og knattspyrnu kvenna, en átti auk þess keppendur í flestum stigagreinum mótsins. Gamlar kempur fengu viðurkenningu Sérstakir heiðursgestir 20. Landsmóts UMFÍ voru gamlar kempur sem kepptu á LandsmótinuíHaukadal 1940. Þóað nú sé hálf öld að baki var mótið þeim ennþá í fersku minni. Hér til hliðar má sjá hluta þess hóps sem veitti viðurkenningarskjölum viðtöku. Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.