Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 10
G R E I N Vertu með og komdu þér eftir Hermann Níelsson Líkami okkar er skapaður fyrir hreyfingu. Ef náttúran sér okkur ekki fyrir nægri hreyfingu við leik og störf verðum við að tryggja líkamanum reglubundna þjálfun. Við þurfum töluverða umframgetu miðað við það álag sem hversdagslífið er okkur. Þannig getum við mætt betur tilfalIandi og óviðbúnu álagi eða áfalli, t.d. veikindum. Gott líkamsþrek er trygging nútímamannsins fyrir vellíðan og góðri heilsu. Álag á hjartað hjá óþjálfuðum einstaklingi er mun meira en hjá þjálfuðum. Hjartahansþarf aðsláalltað 1500 fleiri slög á klst., með öðrum orðum 36000 fleiri slög á sólarhring eða 13,1 milljón fleiri slög á ári til þess að sjá líkamanum fyrir súrefni og næringu. i (Í26.3mi/y)1 Hjarta í þjálfuðum einstaklingi slær 13,1 milljón færri slög á ári en hjarta í óþjálfuðum einstaklingi. Ástæðan er sú að hjarta þess þjálfaða er stærra og afkastar meira. Gott líkamsástand byggist að verulegu leyti á samspili tveggja líffræðilegra eiginleika sem kallast þol og kraftur og eru í daglegu tali nefnt þrek. Til þess að ná góðum árangri í þjálfun þarf hún að vera reglubundin og skipulega útfærð. Þá skiptir miklu máli: Hve oft er æft í viku. Hve lengi í einu. Hve mikil áreynslan á að vera. Hægt er að velja milli margra íþróttagreina og er mikilvægt að fólk velji þá aðferð sem því líkar vel. Nefna má sund, leikfimi, dans, skíðagöngu, svig, hjólreiðar, golf, badminton eða ýmiskonar knattleiki. Einfaldasta og ódýrasta leiðin er hins vegar ganga, skokk eða hlaup. Verður hér bent á tvo möguleika til þolþjálfunar. Til þess að fylgjast með álaginu tökum við púlsinn af og til. Veljið þægilega skó með þykkum og mjúkumsólum,léttanoghlýjanklæðnað og munið eftir glitmerkjunum. <5 - W min. 5 min. Gott þrek er það sem við þurfum fyrst og fremst að huga að. Það eykur líkamsstyrk, afköst hjarta, lungna og æðakerfis. Það losar um streitu og spennu. Það er mikilvægur þáttur í sjúkdómavörnum. Það veitir aukna orku, getu og vellíðan, sem skilar sér á jákvæðan hátt í námi, við störf og í tómstundum. í gott form Gönguþjálfun fyrir byrjendur: Hámarkspúls eftir álag, 150-170 slög á mínútu, mínus aldur. Byrjið h verja æfingu með rólegri göngu í 5 mínútur og teygið á vöðvum í fótum. Ljúkið á sama hátt, en bætið við alhliða teygjum og slökun. Auðvitað fara allir í bað eða sturtu á eftir. 1. vika æf. 1 Ganga í 10 mín æf. 2 Ganga hratt í 10 mín æf. 3 Ganga hratt í 10 mín 2. vika æf. 1 Ganga hratt í 10 mín æf. 2 Ganga hratt í 10 mín æf. 3 Ganga hratt í 10 mín 3. vika æf. 1 Ganga hratt í 10 mín æf. 2 Ganga hratt í 12 mín æf. 3 Ganga hratt í 10 mín 4. vika æf. 1 Ganga hratt í 12 mín æf. 2 Ganga hratt í 14 mín æf. 3 Ganga hratt í 12 mín 5. vika æf. 1 Ganga hratt í 13 mín æf. 2 Ganga hratt í 15 mín æf. 3 Ganga hratt í 13 mín 6. vika æf. 1 Ganga hratt í 15 mín æf. 2 Ganga hratt í 20 mín æf. 3 Ganga hratt í 15 mín Valmöguleiki erað skipta tímanum sem genginn er hratt og ganga rólega í 5 mínútur á milli. I byrjun á að vera eðlilegur gönguhraði sem síðan má auka eftir getu hvers og eins. Munið að takapúlsinn eftir hverja göngu sem gengin er hratt á meðan þið eruð að fá tilfinningu fyrir heppilegum gönguhraða. 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.