Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 27
G R E I N mótsstað, hvað loftþrýsting og loftslag varðaði. Mjög fáir vissu um þessa neðanjarðar íþróttamiðstöð, upplýs- ingum um hana varhaldið leyndum og yfirmenn Iþróttaskólans í Leipzig vissu ekki einu sinni að hún væri til fyrr en á þessu ári. Ekki er ólíklegt að almenningur í austurhluta Þýskalands fái nokkra óbeit á íþróttum þegar uppvíst er um lokaðan yfirstéttahring íþróttamanna. Iþróttafólkið hafði ákveðin forréttindi og miklum peningum var varið til íþróttalegrar uppbyggingar, sem nýttist ekki nema ákveðnum hópi íþrótta- manna, þeim sem sköruðu framúr. I ljósi þessa og þeirrar staðreyndar að mörgum íþróttakennurum hefur verið sagt upp störfum, hljóta að vakna ýmsar spurningar. Spurningar um framtíð þeirrar velgengni sem Þjóðverjar í austurhl uta Þýskalands hafa átt að fagna á íþróttasviðinu. Það er ljóst að margir A-Þjóðverjar hljóta að hafa óbeit á íþróttum, vegna þess að drjúgur hluti peninga landsins hefur farið í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu, en margt annað hefur setið á hakanum. Það hlýtur að vera nokkurt áhyggjuefni Þjóðverja í austurhluta sameinaðs Þýskalands hvort og hvemig íþróttalegri uppbyggingu verði háttað nú eftir sameininguna. SÍMAVIÐTALIÐ Körfubolti á Króknum Málefni körfuboltans á Sauðárkróki hafa verið blaðamatur að undanförnu. Tindastólsmenn hafa verið sakaðir um kaup á Islandsmeistaratitilinum í körfubolta. Körfuknattleikslið Tinda- stóls var í sjöunda sæti deildarinnar á síðasta vetri. Félagið hefur fengið til sín úrvalsleikmenn; Pétur Guðmunds- son frá San Antonio Spurs, Einar Einarsson frá IBK og Tékkann Ivan Jonas. Þá hefur Valur Ingimundarson spilað með liðinu í fjögur ár. Eru Tindastólsmenn sigurvissir? Hvernig er hugsað um yngri flokkana? Páll Ragnarsson formaður Umf. Tindastóls situr við símann. Páll, hvaða áhrif telur þú að koma þessara leikmann hafiástarffélagsins? „Ég hef þá trú að ef vel gengur lyfti það undir alla starfsemi félagsins. Ahugi barna og unglinga verður meiri, tleiri eru fáanlegir til starfa og auðveldara er að sækja um stuðning til fyrirtækja og stofnana.” Hvað gerist þegar þessir menn liverfa til annarra félaga? „Ertu svo viss unt að þeir fari? Við höfum trú á því að þessir leikmenn verði áfram hjá okkur, þeim líkar vel og þeir eru búnir að standa sig framúr- skarandi vel. Því fer víðsfjarri að við hugsum eingöngu um starfið í meistara- flokki, við eigum núna Islandsmeistara í 3. flokki kvenna og erum með lið í öllum flokkum. Þessir leikmenn eru þjálfarar í yngri flokkunum og eiga án efa eftir að vinna gott starf þar.” Hefur körfuboltaáhugi aukist á Króknum? „Strax í fyrra var mjög góð aðsókn á leiki. Fólkið hér er mjög áhugasamt og núna er íþróttahúsið alltaf troðfullt af fólki sem kemur frá Akureyri, Skaga- strönd og víðar. Aður en við fengum íþróttahúsið voru engir leikir á veturna og heimaleikir liðsins voru á Akureyri. Að spila heima er gríðarlega mikilvægt og nú eru spilaðir um tveir leikir á viku. íþróttahúsið hefur gjörbreytt allri starfsemi félagsins. Iþróttahúsin úti á landi skipta bæjar- og sveitarfélög mjög miklumáli, þau eru lífsnauðsynleg fyrir landsbyggðina.” Hvað finnst þér um þá miklu gagnrýni sem þið hafið fengið um kaup á leikmönnum eða meistaratitli? „Þessi gagnrýni snertir mig lítið, ég læt hanasem vind um eyru þjóta. Þaufélög sem hafa gagnrýnt okkur hafa sjálf laðað til sín góða leikmenn utan að landi. Þau naga sig í handabökin af því að við vorum einfaldlega fyrri til að fá Pétur Guðmundsson hingað á Sauðárkrók. I þessari umræðu má ekki gleyma því að frá okkur hafa farið góðir leikmenn. Ingimar Jónsson, sem leikur nteð IS, er uppalinnhjáokkur. EyjólfurSverrisson fór frá okkur til Stuttgart, og er strax kominn í aðalliðið, það sýnir að hér er vel starfað. Markmaður Akurnesinga í knattspyrnu, Gísli Sigurðsson, er hreinræktaður Skagfirðingur. Þó við bítum frá okkur þá þarf engan að undra það. En Islandsmeistaratitlarhafaaldrei verið til sölu, svo fullyrðingar um kaup okkar á meistaratitli eru úl í hött. Við erum bjartsýnir og liðið ætti að geta hreppt efsta sætið. Ég vil engu spá, úrslitin koma í Ijós í fyllingu tímans.” Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.