Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 37
F R A S 0 G N voru stórir og litlir fiskar. En þeir litlu voru of smáir til að fara í sjókvfar eða setja í árnar og þaðan út í hið bláa grimma haf. Stærri fiskana veiddum við því og settum í plastkassa sem fluttir voru á fjórhjóladrifnum Toyota bílum, sem eru mjög vinsælt farartæki á Islandi vegna hinna holóttu og erfiðu vega. Síðan varekið íbæinn, niðurað höfn og fiskarnir settir í opinn trefjabát sem sigldi síðan í unr 20 mínútur út að sjókvíunum sem voru um 15 á tveimur ólíkum stöðum. Á milli sjókvíanna voru bryggjur sem við gengum eftir og hentum fóðri í laxana eftir að þeim hafði verið sleppt. Fiskarnir gleyptu við fæðunni, sprikluðu á yfirborðinu og stukku uppúr sjónum af einskærri ánægju yfir matnum sem þeir fengu. Á Suðurlandi komst ég í kynni við tómata- og gúrkubændur. í Svíþjóð er ekki til svona gríðarlegt magn af gróðurhúsum eins og hér og er það vegna upphitunarkostnaðarins, þarsenr olían er svo dýr. Að vera tómatræktandi er mikið þolinmæðisverk, því það eru svo mörg stig sem ræktunin gengur í gegn um og taka langan tíma. Maður þarf að tína blöðin af, binda plöntuna upp í topp. og láta síðan plöntuna síga. Tónratplöntunum er raðað í um 100 metra langar raðir og var mjög ganran að kynnast hvernig það verk var unnið. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þessari starfsemi sem ég met mjög mikils. íslenskt landslag er stórkostlegt Ég var yfir mig hrifinn af landslaginu á Suðurlandi. Þar er ekið eftir vegum með há fjöll á aðra hlið og hafið á hina. Mjög auðvelt er að gera sér í hugarlund hvernig landið hefur verið fyrir um 10.000 árum. Það var gaman að sjá hvernig sjórinn brýlur á þverhníplum klettaveggjum. Síðan eru sléttlendi, fleiri kílómetrar, þar sem beitiland er fyrir kýr og kindur. Á leiðinni eru líka fjölmargir fallegir fossar, gjótur, stórir hellarogheitaruppsprettulindir. Maður verður fljótt uppnumin af að sjá þetta allt saman og skoða þetta dásanrlega land. Veðriðáíslandierlíka sérstakurkapítuli út affyrir sig. Stundum er sól, rigning, hávaða rok og logn, allt sama daginn þannig að engum ætti að leiðast. Þegar ég svo ferðaðist til Auslurlands sá ég allt aðra hlið á landslaginu, sem er mjög margbrotið. Stórbrotnarjökulsár runnu til sjávar og fluttu nreð sér stærðar jökulklumpa. Þar leit ég óendanlega malarvegi sem hlykkjuðust uppog niður hlíðarnar. Þið Islendingar og ungmennafélagar eigið svo sannarlega unaðslegl land, sem þið getið verið stolt af, þegar þið kornið á erlenda grund. Islenskuna er ekki létt að læra. I fyrstu gerði ég mig oftast skiljanlegan á sæskunni, ásamt einu og einu orði á íslensku sem ég lærði á stangli. UIVIFÍ er góður uppalandi Eftir dvöl mína á Islandi hef ég fengið nrjög gott yfirlit yfir hvernig ungmennafélögin starfa. Mismunurinn á UMFÍ og 4H er mjög mikill. 4H starfar mest í bæjunr úti á landsbyggöinni og starfsemin er mest jarðrækt, skógrækt, ýrnis handavinna, íþróttir, bóknrenntir, útilíf og útilegur. Einn dag í viku hittast 4H félagarnir og taka sér eitthvað fyrir hendur t. d. saumaskap. I næstu viku fjölnrenna þeir útí skóg og nafngreina plöntur, tré og fugla. Næstu viku gera þau e. t. v. allt annað. Þannig heldur þetta áfram, svo börn og fullorðnir verða nreðvitaðri um náttúrulífið. I 4H eru ungmenni á aldrinum7 - 25 ára. Eftirþaðhaldaþau áfram í samtökum sem heita “Jordbrukarens Ungdoms Forening - JUF”. Ásumrinerusettarupptjaldbúðir í um eina viku. Á Landsmótinu í Mosfellsbæ sá ég hversu þýðingarmikið starf er unnið innanfélaganna í UMFI. Þetla leiðirtil rnjög mikillar sanrkenndar meðal félaganna, unglingarnir, þroskast og samstarfsvilji þeirra eflist. Þetta gerir þá líka að mjög góðunr íþróttamönnum og í lokin að góðum samfélagsborgurum, í stað þess að hanga á sjoppum, lenda á fylleríi eða gerast brotlegir, þá er ungmennafélagshreyfingin góður uppalandi. Stoltir og keppnisglaðir UMFÍ félagar Að finna sig mikilvægan í félagsskapnum er nrjög mikilvægt og gera félagana stolta af félagi sínu og afreksfólki. Það sá ég best þegar ungmennafélagar gengu inn á íþróttaleikvanginn á Landsmótinu í félagsbúningum sínum með merki félagsins hátt á lofti. Þarvarsannarlega stoltur hópur. Maðurinn er líka þannig gerður að hann elskar hópkenndina og vill vera með sínum líkum. Enginn gleymir t.d. úrslitaleiknum í blaki á nrilli HSK og UÍA 15. júlí s. I. Það var æðisleg stemmning í salnum, sem var troðfullur og allir fundu sig þátttakendur í slagnum hvort heldur liðið hans barsigureðatapaði. Þetta var stórkostlegt. Ég held ég sé enn nreð hellu fyrir eyrunum! Að lokum vil ég senda sérstakar þakkir til allra í Þjónustumiðstöð UMFI í Reykjavfk, til fjölskyldnanna Jóhanns Ólafssonar YtraHvarfi, UMSE, Björns B. Jónssonar á Stöllum, HSK og Dóru Gunnarsdóttur og eiginmanns hennar Guðnrundar Hallgrímssonar á Fáskrúðsfirði, UÍA. Ég þakka öl lum dásamlega dvöl á íslandi sunmarið 1990. Stefan Johansson Vcixjö, Svíþjóð cZfP'T pL) Skinfaxi 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.