Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 30
G R E I N Fjölmargir gestir hafa dvalið í Þrastaskógi um lengri eða skemmri tíma, bæði ungmennafélagar og aðrir landsmenn. Þarhafa verið skipulagðar samkomur, íþróttamót og vinnubúðir. Árið 1973 var vinnuskóli UMFÍ og UMSK settur á fót í Þrastaskógi. Alls dvöldu þá í skóginum unr 40 börn við iðkun íþrótta, leikja og við vinnu undir stjórn Sigurðar Geirdal, þáverandi framkvæmdastjóra UMFÍ. Margir einstaklingar hafa lagt ómælda vinnu sína til framkvæmda í Þrastaskógi. Á síðari árum hafa Þórður Pálsson, Hafsteinn Þorvaldsson, Páll Aðalsteins- son og Kristján Jónsson verið þar fremstir í flokki að mörgum öðrum ólöstuðum. Einnig smíðaði Ingvi Guðmundsson lítið hús í skóginum 1978 og gaf það UMSK. FramtíðarskipulagÞrastaskógarmiðast við að opna skóginn fyrir almenningi. Markmiðið er að Þrastaskógur megi verða til þess að fjölsky ldan komi saman til útivistar og dvalar í yndislegri náttúru. Það hlýtur að vera von ungmennafélaga að uppbyggingu í Þrastaskógi verði sem fyrst hrundið í framkvæmd, en Ijóst er að framkvæmdir eru bundnar við góðan stuðning almennings og ungmenna- félaganna í landinu. Bréfanám í fimmtíu ár. Á þessu ári heldur Bréfaskólinn upp á að liðin eru 50 ár frá því hann hóf starfsemi sína. Á þeim árum sem liðin eru hefurmikið breyst í starfsemi skólans og hafa samskipti kennara og foreldra breyst mikið vegna þeirrar tækniþróunar sem átt hefur sér stað. Þörf fyrir skólastarf sem þetta hefur alltaf verið fyrir hendi og er ef til vill aldrei meiri en nú. Bréfaskólinn hefur ávallt leitast við að mæta þeim breytingum sem verða í þjóðfélaginu og ávallt verið í takt við tímann. Miklar breytingar hafa orðið í kennsluháttum og hefur Bréfaskólinn náð að festa sig vel í sessi og er nú viðurkenndur sem brautryðjandi í allri fjarkennslu á Islandi. Megináhersla hefur verið lögð á tungumálanám, en hin síðari ár hafa fjölmargar aðrar greinar komið inn í námsefnisval skólans; siglingafræði, bókasafnsfræði, landbúnaðarhagfræði, vaxta- og verðbréfareikningur. I samstarfi við Bændaskólana og gistiþjónustu bænda er nú verið að hefja kennslu á námsefni tengdu þessum samtökum. Bréfaskólinn hefur haft gott samstarf við aðrar fræðslustofnanir í landinu. Ungmennafélag íslands er nú fullgildur aðili að Bréfaskólanum. Ástæða er til þess að hvetja félagana vítt og breitt um landið til þess að nýta sér það hagnýta Stjórn Bréfaskólans, talið frá vinstri: Harald Holsvik FFSÍ, Hörður S. Óskarsson UMFÍ, Ingibjörg Guðmundsdóttir MFA, formaður, Jóhanna Margrét Guöjónsdóttir SÍS, Helgi Skúli Kjartansson SlS, Ásgerður Ingimarsdóttir ÖBÍ, Sveinn Rögnvaldsson SÍS, Stefanía M. Pétursdóttir KÍ og Guörún Friðgeirsdóttir skólastjóri. Auk þeirra eru í stjórn: Sjöfn Ingólfsdóttir BSRB, Gylfi Þór Orrason SSB og Hákon Sigurfinnsson BS. nám sem skólinn veitir. Námið er að öllu leyti sniðið að þörfum þeirra sem ekki komast að heiman, en hafa þörf og löngun til þess að afla sér hagnýtrar menntunar á liinum ýmsu sviðum. Bréfaskólinn er oftast eini möguleiki fólks heima í héraði til þess að efla þekkingu sína og afla sér aukinna réttinda. Bréfaskólinn er nú sjálfseignarstofnun og auk Ungmennafélags íslands standa eftirtaldir aðilar að honum: Alþýðusamband íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannasamband Islands, Kvenfélagasamband íslands, Samband íslenskra samvinnufélaga, Stétta- samband bænda og Öryrkjabandalag Islands. Skólastjóri Bréfaskólans er Guðrún Friðgeirsdóttir en formaður skóla- nefndar Ingibjörg Guðmundsdóttir. H. S. Ó. 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.