Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 21
VIÐTAL
Ólafur á skrifstofu sinni.
yfirstjórn hvers safnaðar gæti gert í
þessu máli, ræða síðan við foreldra
fermingarbarnaogfermingarbömin. Ég
mæltist til þess, að þar sem hægt væri,
yrðu safnaðarheimili opnuð betur og
börn og unglingar boðin velkomin svo
þau geti átt þar athvarf. Það er
nauðsynlegt að fólk, hvar svo sem það
á heima á landinu, viti af áhuga
kirkjunnar að koma til móts við foreldra
og aðra uppalendur og stuðla að sem
farsælustu lífi fyrir börn og unglinga.
Tilmæli eru til safnaða og presta að þeir
fari á barnaheimilin, í skólana og bjóði
upp á þessa þjónustu. Kirkjan hefur
áhuga á því að þau safnaðarheimili sem
eru í þéttbýli höfði til fólks, sem e.t.v.
stundar ekki vinnu utan heimilisins, á
þann hátt að það komi í safnaðarheimilin
og hjálpi til, en nauðsynlegt er að einn
ábyrgur aðili verði kallaður til starfa í
safnaðarheimi linu til þess að veita þessu
forystu.
Nú er þess krafist að báðir foreldrar
vinni úti. Ef kona tekur sér frí frá vinnu
til að geta verið meira með barninu sínu
og hugsað um það, þá spyr fólk: Fékkst
þú ekkipössun fyrirbarnið? Þjóðfélagið
gerir þær kröfur til fólks að það vinni
mikið. Ungt fólk sem byrjar búskap vill
eiga íbúð, bíl, sjónvarp og margt fleira.
Það hvarflar ekki að því að það taki tíma
að eignast hlutina. Fólk sem hefur fullt
starf utan heimilis er þreytt þegar það
kemur heim. Það segir sig sjálft að það
er minni tími fyrir börnin. Börnin eru
oft einhvern hluta dagsins utan forsjár
pabbaog mömmu og við viljum gjarnan
koma til móts við foreldrana með því að
bjóða börnunum að koma í safnaðar-
heimilin. Ég held að sá dagurkonti ekki
að aðeins annað foreldrið vinni utan
heimilisins. Við erum búin að venja
okkur á að fara til útlanda, við viljum
eignast hitt og þetta og auðvitað kostar
það sitt.”
Er samstarf milli kirkju og foreldra
nægilega gott, hvernig hyggst
kirkjan bregöast viö?
„Ég held að það sé ekki nógu rnikið
samstarf milli foreldra og kirkjunnar.
Ég var prestur þegar sjónvarps-
útsendingar byrjuðu á laugardags- og
sunnudagsmorgnum og það hafði
óhugnanleg áhrif. Sóknin í barna-
messurnar datt alveg niður. Nú er þetta
sem betur fer aftur að breytast og prestar
í þéttbýli hafa sagt mér að í vetur hafi
aðsókn í barnastarfið verið mjög góð.
Þarna hefði ég viljað að kirkjan og
foreldrar tækju höndum saman og
hjálpuðu börnunum að átta sig á því
hvort væri þýðingarmeira, að horfa á
sjónvarpið á sunnudagsmorgnum eða
taka þátt í barnastarfi þar sem börnin
hlusta á sögur, syngja og fara í
hreyfileiki. A flestum heimilum er
myndbandstæki og hægt hefði verið að
taka barnaefnið upp og sýna þeim það
seinna. En sem betur fer er þetta nú
breytt og börnin sjá sjálf hvað það er
gott og gaman fyrir þau að koma í
kirkjuna. Þaðánægjulegaviðbarnastarf
kirkjunnar er það hversu margir
foreldrar koma með börnunum sínum.
Þegar ég var að by rja þá voru það afamir
og ömmurnar sem kornu með börnin í
barnamessurnar, en nú eru það
foreldrarnir og hreint ekki síður
pabbarnir sem koma með börnunum
sínum og það finnst mér af hinu góða.
Kirkjan hefur gengist fyrir starfi á
eftirmiðdögum, sem er kallað TTT og
er starf fyrir tíu til tólf ára krakka. Þá
hafa svokal laðir mömmumorgnar verið
vinsælir. A þessum morgnum hafa
mömmur og pabbar getað komið í
safnaðarheimilin, börnin hafa föndrað,
teiknað og hlustað á sögur, meðan
foreldrarnirtala saman. Þessirntorgnar
hafa án efa verið til góðs, l.d. þeim
konum sem eru bundnar heima og hitta
fáa. Ég hef áhuga á að efla þetta starf.”
Getur þú sagt mér frá samþykkt
kirkjuþings um stofnun
Fjölskylduþjónustu kirkjunnar?
„Prestar hafa alltaf sinnt ráðgjöf og
aðstoð og það fær enginn skilnað nema
að tala við prest. En presturinn er ekki
sérfræðingur á öllum þeim sviðum
tilfinningalífsins eða efnahagslífsins
semspilainn íþegarkemurtil skilnaðar.
Okkur langar að opna miðstöð í byrjun
næstaárs 1991 um f jölskylduráðgjöf og
verður það gert í samstarfi
Biskupsembættisins, Reykjavíku-
rprófastsdæmis, Kjalarnessprófasts-
dæmis og Amessprófastsdæmis.
Um verður að ræða miðstöð sem prestar
geta vísað fólki á, ef þeim finnst málið
svo viðamikið að þeir ráði ekki við það
sjálfir, eða það krefst svo mikils tíma að
þeir geti ekki sinnt því.
Venjan er sú að prestar tala við hjónaefni
áður en þau eru gefin saman. Þessi
fjölskylduþjónusta mun einnig sjá um
þann þátt og býður hjónum að koma á
hjónanámskeið þó svo að ekkert sé að.
Fjölskylduráðgjöfin mun auðvitað
kappkosta að þjóna þörfum allrar
fjölskyldunnar og einnig börnum og
unglingum.
Skinfaxi
21