Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 20
VIÐTAL „Líkaminn er musteri Guðs og maður á að gæta hans" Rætt viö herra Ólaf Skúlason, biskup íslands Herra Ólaf Skúlason biskup íslands þekkja landsmenn allir. Ritstjóri Skinfaxa lagði leið sína í biskupsstofu til að ræða við Ólaf um ýmis málefni ogfengust hjá honum áhugaverð og fróðleg svör. Ólafur er fæddur á bænum Birtingaholti í Hrunamannahreppi, þar sem afi hans, Ágúst Helgason og MóeiðurSkúladóttirThorarensenfrá Móeiðarhvoli bjuggu. Sigríður móðir Ólafs var dóttir þeirra. Faðir hans, Skúli Oddleifsson, var líka úr Hreppum, en foreldrar hans voru Oddleifur Jónsson og Helga Skúla- dóttir og bjuggu í Laugarholtskoti. Ólafur flutti tveggja ára gamall til Keflavíkurogólstþaruppátrúræknu heimili. Margir prestar voru í ætt Ólafs og heitir hann eftir séra Ólafi Briem á Stóra-Núpi. Oftsinnis var hann kallaðurséraólafurogmávera að það hafi haft nokkur áhrif á þá ákvörðun hans að gerast prestur. í Keflavík vareinungis barnaskóli, en Ólafur lauk fullnaðarprófi 12 ára og fór síðan í kvöldskóla séra Eiríks Brynjólfssonar á Útskálum, sem hann starfrækti í Keflavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1952 ogeftir það lá leið hans í Háskólann, þar sem guðfræðin varð fyrir valinu og útskrifaðist hann í maí árið 1955. „Það var Asmundur Guðmundsson frændi minn og biskup sem vígði mig til prests 5. júní, árið sem ég útskrifaðist. Þann 18. júní giftist ég Ebbu Sigurðardóttur frá Siglufirði, dóttur Maggýar Flóventsdóttur og Sigurðar Tómassonar sem bjuggu fyrst á Siglufirði. Viku seinna fórum við til Norður-Dakóta í Ameríku, þar sem hveitibrauðsdagarnir voru haldnir hátíðlegir. Við vorum á fimmta ár í Ameríku og dvölin þar var mjög ánægjuleg. Eg hef oft sagt að hún hafi verið á við nám við merkan franthaldsskóla, svo óhemju mikla reynslu fékk maður. Það var mjög vel hlúð að ungprestum sem voru að byrja. A hverju sumri var ég alltaf nokkrar vikur í námi við háskóla vítt oa breitt um norður- og austurhluta Bandaríkjanna, þar sem tekin voru fyrir ýmis atriði sem geta gagnast prestum vel. Eg var ritari kirkjufélagsins, því við þurftum að hafa prest sem gat bæði skrifað ensku og íslensku. í krafti þess fékk ég tækifæri til þess að taka þátt í starfi lúthersku kirkjunnar um alla Ameríku, sótti þing og ráðstefnur. Vestra fæddust svo tvær dætur, Guðrún Ebba og Sigríður.” Getur lútersk trú manna verið mismunandi? „Marteinn Lúther gerði uppreisn gegn páfavaldinu, sem vildi sníða trúnni ákveðinn stakk. Hann sagði að kristinn maður ætti að gera það upp við sig hvernig hann læsi Biblíuna og það væru ekki páfi og kirkjuþing sem ættu að ráða því, heldur einstaklingurinn, upplýsturaf samvisku sinni ogþekkingu á ritningunni. í krafti þessa hefur verið töluvert boðunarfrelsi. Þjóðkirkjan á ekki að sníða kenningunni þröngan stakk, heldur benda á hinar stóru meginlínur, það gefur möguleika til frávika. Því eins og við vitum þá vilja sumir hafa messur og helgisiði íburðarmikla, en aðrir vilja að messur minni á samkomur og að helgisiðir séu hafðir í lágmarki.” Á nýafstöðnu kirkjuþingi gerðu prestar og forystumenn kirkjunnar margar áhugaverðar samþykktir. Má þar nefna samþykkt um að stuðla að heill og velferð barna og unglinga. Þá var gerö athyglisverð samþykkt um athvarf fyrir börn í safnaðarheimilum. Hvernig hyggst kirkjan hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd, og hvert er álit þitt á foreldrum í nútíma velferðarþjóðfélaginu? „Eg var einmitt að ganga frá bréfi til allra presta, þar sem þeir eru beðnir að taka höndum saman um þessa samþykkt. Eg bað presta að ræða þessi mál á fundum sóknarnefnda, ræða hvað Ólafur og Ebba heima I stofu. 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.