Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 31
G R E I N Lystarstol Anorexia Nervosa Tilgangur þessarar greinar er að kynna sjúkdónrinn Lystarstol (Anorexia Nervosa) hinum alnrenna lesenda. Reynt verður að skilgreina sjúkdóminn ásamt því að fjalla um orsakir, einkenni, horfur og meðferð hans. Lystarstolersjúkdómuraflíkamlegum, andlegum og félagslegum toga, sem leggst einkum á ungar stúlkur. Talið er að margar orsakir liggi til grundvallar sjúkdómnum og ýmsar kenningar hafa komið franr. Helstu einkenni sjúkdómsins eru óeðlilega mikil megrun og brengluð líkamsímynd. Það er ítísku að vera mjór. Aldrei áður hefur eins mikil áhersla verið lögð á sem rýrast útlit og þærfyrirmyndir, sem unglingar í dag vilja líkjast, þekja síður tímarita - og þær er mjóar. I fjölmiðlaheiminum er allt glansandi. Þar er sett jafnaðarmerki milli velgengni og þess að vera grannur. Þannig skal engan undra að sjúkdómurinn Lystarstol er að verða sífellt algengari og kenrur nær eingöngu fyrir hjá konum. Tíðni sjúkdómsins hefur aukist á s.l. árum og er nú talið að unr 1 % stúlkna á aldrinunr 15-25 ára eigi við Lystarstol að stríða og er sjúkdónrurinn algengastur hjá millistéttarfjölskyldum sem flestar virðastbúa við stöðugleikaoghamingju, en undir niðri eru einhver óleyst vandamál. Lystarstol (Anorexia Nervosa) hefur verið skilgreint sem tilfinningaleg truflun sem verður einkun hjá unglingsstúlkunr. Lystarstol einkennist af aukinni virkni stúlknanna, jafnt andlegri sem líkamlegri. Viðhorfið gagnvart fæðu, þyngd og líkamslögun er svo grenglað að það nálgast ranghugmynd eða skyntruflun. Megineinkennin eru: * Þyngdartap,25% eða meira afkjörþyngd. * Tíðateppa (Amenorrhea) * Hœgur hjaiisláttur, minna en 60 slög á mínútu. * Lœgri líkamshiti. * Líkhár aukast. Auk þessa einkennir það mikið þessa sjúklinga að þeir lifa í stöðugunr ótta við að missa stjórn á neyslu matar og þeir lralda að þeir fitni úr hófi ef látið er undan eðlilegri matarlyst og næringarþörf. Einsogfyrrgreinirleggstsjúkdónrurinn einkum á stúlkur yngri en 25 ára. Þetta er oft kallaður “hinn hljóðláti sjúkdómur” vegna þess að þeir senr þjást af honum eru yfirleitt nrjög rólyndir, stilltir, prúðir og oftast framúrskarandi í öllu því senr þeir taka sér fyrir hendur, hvort sem um er að ræða listir, nánr, íþróttir eða nregrun. Akveðin skapgerðareinkenni eru sameiginleg mörgum þeirra, s.s. þráhyggja, ósanngjörn kröfuharka, ósveigjanleiki og ríkjandi löngun til þess að standa sig og geðjast öðrum. Einkenni Lystarstolssjúklingar horast iðulega úr Irófi fram en eru síðastir allra til þess að viðurkenna ástand sitt og afneita sjúkdónrnum vegna brenglaðrar líkamsímyndar. Ef sjúkdómurinn nær að valda miklum næringarskorti, veldur hann truflaðri líkamsstarfsemi og efnaskipurm sem svo geta aftur haft truflandi áhrif á sálarlífið. Einkennin geta verið af líkamlegum, sálrænum og félagslegunr toga. Líkamleg einkenni Fy rsta einkennið er að sjúkl ingur horast óeðlilega nrikið, u.þ.b. 15-30% af kjörþyngd. Ef ekki er gripið í taunrana á réttum tíma getur lífshætta verið á ferðunr og útliti sjúklingsins nrá líkja við fanga í útrýmingarbúðunr! Mjög fljótlega eftir að þróun sjúkdóms liefst verða öll megin líffæri mjög veik, því þau fá ekki nægan vökva eða næringu til þess að viðhalda sér og starfsemi sinni og afleiðingarnar verða nr. a.: * Breytingar á slímhúð þarma sem veldur því aðfrásog nœringarefna verður minna en ella. * Hœgari hjartsláttur (Bradycardia). * Lœgri líkamshiti (Hypotermia). * Lœgri blóðþrýstingur (Hypotension). * Hormónabreytingar sem leiða til tíðateppu og kyndeyfðar. * Vökvaþurrð (Dehydration). * Hœgðatregða (Constipation). * Svefnleysi (Asomnia). * Minnkuð mótstaða semleiðir til aukinnar sýkingarhœttu. * Almennur vítamínskortur sem leiðir t il blóðleysis. Andleg einkenni Óttinn við að þyngjast verður injög mikill og hugsanir fara að snúast unr það eitt að losna við varaforðann senr enginn er. Það er alveg sanra Irversu horaðir sjúklingarnir eru, þeir sjá sig alltaf sem of feita. Þótt sjúklingurinn dragi “viljandi” úrneyslu sinni þá virðist liann ekki geta gert sér grein fyrir afleiðingum þess hátternis, hvorki útlitinu sem af því hlýst, né næringarskortinum. Hugsun þessara sjúklinga virðist tengjast brenglaðri líkamsímynd. Mat þeirra á stærð eigin líkama er óraunhæft og finnst þeim Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.