Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 36
FRÁSÖG N
A
„Skyrið er það langbesta
sem ég hef smakkað”
Segir Stefan Johansson, sænskur skiptinemi
sem dvalið hefur á íslandi á vegum UMFÍ í þrjá mánuði
Ég kom til Islands frá Svíþjóð í
maímánuði, þaðan sem eplatrén voru í
þann veginn að ná fullum þroska og
vötnin að verða volg. Að koma til
íslands var eins og að endurlifa vorið á
ný.
Ég steig á land á Keflavíkurflugvelli og
leit með opnum munni og starandi
augum yfir landslagið. Kuldinn og rokið
næddi í gegn um sumarjakkann og
grámyglulegt útsýnið blasti við. Rétt
áður hafði ég setið í hlýrri og notalegri
flugvélinni og spurt sjálfan mig.
Hvernig skyldu nú þessir þrír mánuðir
sem skiptinemi (IFYE) verða á Islandi?
Þrír mánuðir á meðal Islenskra manna
og dýra, í hinni margfrægu og umtöl uðu
náttúru.
Þegar ég sit nú hér og hripa niður
minningar og hugsa til þess að brátt er
komið að því að ég muni halda heim á
ný, þá hríslast um mig ólýsanleg
tilfinning og söknuður yfir öllu því sem
ég hef upplifað og kynnst.
Ég kem til með að
sakna allra
Ég kem til með að sakna allra þeirra
fjölskyldna og einstaklinga sem ég hef
dvaliðhjá. Ég sakna líka landsins, þess
mikla víðlendis, hinna björtu og löngu
nátta, sem urðu fyrir mig eins og
endalaus dagur. Ég sakna hinna litlu
fiskibáta og stærri skipanna og hinna
kyrrlátu hafna. Þetta á líka við um
trillukarlana sem þrömmuðu
eldsnemma til sjós í sjóklæðum sínum.
Það líður áreiðanlega langur tími þar til
ég upplifi annað eins á næstunni.
Að vera IFYE skiptinemi (International
for youth exchange 4H) á Islandi er
mjög skemmtilegt og hrífandi. Okkur
gefast mörg tækifæri til að kynnast svo
mörgu sem er svo ólfkt því sem gerist í
Svíþjóð.
Á Norðurlandi komst ég í snertingu við
bændur og þeirra vorstörf, sem eru á
vissan hátt svipuð og í Svíþjóð, en þó að
mörgu leiti ólík þegar betur er að gáð.
Bændur í Svíþjóð vinna ekki líkt því
eins mikið og hér á Islandi. I Svíþjóð
þurfabændurt. d. ekki svona ntargar og
langar girðingar sem þarf að halda við.
Við höfum nefnilega ekki svo margt fé
sem rennur sjálfala og dreifir sér út um
íjöll og firnindi.
Sömu vélar, sama
vandamál
Á Norðurlandi kynntist ég hvernig
mjólkursamsalan starfar á Akureyri og
fylgdist með frantleiðsluferli á vörum
sem þeir framleiða. Þar eru samskonar
vélarog notaðareru íSvíþjóð. Á Islandi
virðist vera sama vandamálið og heima
með offramleiðslunaen þóergreinilega
meiri hugmyndaauðgi í framleiðslunni
hér og hér eru miklu fjölbreyttari vörur
framleiddar. Hérert. d. skyr, mysuostur
og fjölbreyttar súrmjólkurafurðir með
alls konar bragðbættum efnum eins og
kirsuberja-, jarðarberja-, kíví og fleiri
bragðefnum. Skyrið er það langbesta
sem ég hef smakkað. Ég kynntist líka
mjög vel starfsemi kaupfélaganna á
Akureyri, (KEA) slík starfsemi er líka
til í Svíþjóð en ekki nándar nærri eins
útbreidd og hér.
A5 vera blindfullur
Ég varð alveg dolfallinn þegar ég fór í
fyrst skipti á sveitaball á Islandi.
Ég stóð þarna stjarfur og starandi nteð
tunguna lafandi af undrun og rankaði
ekki við mér fyrr en allir voru farnir að
glápa á mig. En hversvegna varð ég
svona hissa? Jú í Svíþjóð er það
algerlega bannað að vera undir áhrifum
eða lykta af víni áður en farið er á
dansleik. Á íslandi er leyfilegt að hafa
með sér þær drykkjarvörur sem maður
ætlaraðnotaáballinu. Otrúlegtímínum
augum. Nú er ég farinn að venjast
þessum sið. En ég er þó alfarið á móti
því að nota áfengi.
Fallegar litlar kirkjur á
íslandi og kvöldin löng
Ég hef verið viðstaddur fermingar og
séð þann mismun sem ríkir í siðum
milli landa okkar. Á Islandi eru fleiri
kirkjur miðað við fólksfjölda en í
Svíþjóð. Þið eigið miklu fleiri litlar og
mjög fallegar kirkjur allt í kringum
landið. I Svíþjóð er yfirleitt ein stór
kirkja í hverjunt bæ. Fólkið heima þarf
því oft að fara langar leiðir til að hlusta
á orð guðs.
Þegar ég kem heint mun ég eflaust eiga
erfitt með að breyta þeim vana mínum,
að vera á fótum langt fram eftir kvöldi.
Hérbyrja t. d. fundir kl. 20:30, bíó kl.
21:00, leikhús kl. 21:00 og ýmsar
æfingar á milli kl. 20:00 og 23:30. í
Svíþjóð tíðkast þetta ekki og allt slíkt
byrjar mun fyrr eða um kl. 18:00 og í
fyrstunni var nijög erfitt fyrir ntig að
vaka svona langt frameftir á kvöldin.
Sjókvíaeldi og
tómataveldi
Að fóðra laxinn var mjög spennandi
verkefni. Við sem sáum um þetta
hittumst í húsi þar sem kerin voru. Þar
36
Skinfaxi