Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 38
FASTI R ÞÆTTI R Vísnaþáttur Heilirogsælirlesendurgóðir. Núbirtist ykkursíðari hluti Landsmótsvísna. Frá Austurlandi, vísur Braga Bjömssonar Surtsstöðum, og frá Suðurlandi, vísur Jóhannesar Sigmundssonar Syðra- Langholti. Ég vil beina því til lesenda aðsendaþættinum vísur, limrurogfyrri- eða seinniparta. Landsmótin Þurna mœtir frjálslegt fólk fnllt af keppnisgríni, sem er alið upp á mjólk - ekki brennivíni. B. B. Við minnumst þeirra erfremstirfóru, foringjanna hugumstóru, er landsmótunum lyftu hátt. En fimmtíu ára frœgðarsaga fœrð er hér til vorra daga og samtakanna sýnir mátt. J. S. Ungmennafélögin Þetta er merkileg hreyfmg, sem mjakar sér hœgt en markvisst til starfa, og það erfrœgt að meira er hennar mottó. Hún víða sér hefur í krónur krœkt og krœfust er allra í lottó. B. B. Af ungmennafélögum er ég mjög hreykinn og íþeim frá fermingu búinn að vera. Já, þeim tekst að sameina lífið og leikinn, það landsmótin glögglega vitni um bera. J. S. Unga fólkið í dag Það erfallegt ogflott, það erfrjálslegt og glatt. Það ber vellíðan vott, það er vitað - og satt. B. B. Um unga fólkið allt gott vil ég segja afáratuga reynslu góðra kynna. Um ávirðingar œtla ég að þegja, því eflaust má nú sitthvað að þvífinna. J. S. Tískan Já, það er nú þetta með tískuna, hún þrífst ekki innan um nískuna, en kallar á eyðslueyri, alltafmeiri og meiri, eins og skrattinn á skollaþýskuna. B. B. Stutta tískan stendur fyrir sínu, stundum þó hún valdi kvöl og pínu. En úr því konurfótum stnumflíka mérfinnst að karlar megi þetta líka. J. s. Trimm Reynast engum örlög grimm, eða heldur Ijón á vegi. Þó þeir eigi að iðka trimm eftir lyst á nótt sem degi. B. B. Allir vilja iðka trimm, einkum þegar nótt er dimm. Stœltir kroppar og styrkir "Iimm” að stunda bœði skokk og “swim". J. s. Hjónabandið Létt er nú að leysa afsér - langi menn og þrái - þetta band sem bundið er bara einu jái. B. B. Bœði veldur blíðu og stormi það band er kynin hnýta sér í vinsœlasta félagsformi, sem finna má í heimi hér. J. S. Hvað á maður til bragðs að taka ef maður mætir nakinni konu á fáförnum vegi? Vceri sú björt á brá sem morgunsólin og broshýr eins og hún - að entri skúr, ég mundi leiða hana bak við hólinn og Iteld svo að égfœri líka úr. B. B. Undarleg spurning er nú þetta. Ætli ég mundi nokkuð gera, nema konunni klœðin rétta efkarlmenn hún þorir að líta bera. Ég óska lesendum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs, þakka liðið. Sigurður Gíslason 38 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.