Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 7
L E I Ð A R I Ágætu ungmennafélagar. Á 27. sambandsráðsfundi UMFI, sem haldinn var í nóvemberbyrjun voru samþykktar margar nrerkar tillögur. Þar kom fram vilji fundarmanna til þess að ungmennafélögin legðuaukna áherslu á umhverfismálin í starfi sínu. Við höfum þegar beitt okkur í þessum málurn og ég minni á verkefnið Tökum á - tökum til, átak sem vakti þjóðarathygli. Tillögur þær í umhverfismálum sem samþykktar voru á sambandsráðsfundinum í Nesjaskóla eru því rökrétt framhald af starfi sem þegar hefur verið unnið. Við höfum nú búið í þessu landi í 1100 ár. Búseta okkar hefur spillt því, en líka bætt. Og við eigum að halda áfram að bæta landið okkar. Ábúð manna á ekki að vera röskun, heldur eðlilegur hluti af náttúru landsins. Sá tími er löngu liðinn að við komum fram við landið, eins og það sé einnota. Það verður hér áfram, fyrir börnin okkar. Á fundinum í Nesjaskóla var samþykkt tillaga sem miðar að því að kanna möguleika á söfnun t. d. pappírs og úrgangsplasts til endurnýtingar og endurvinnslu. Þetta er hugsað þannig að það geti orðið félögunum tekjulind ef vel tekst til og af verður. Einnig hvöttu fundarmenn stjórn UMFÍ til þess að vera leiðandi aðili í að upplýsa almenning um vörur sem væru skaðlausar umhverfinu og merki sem auðkenna þær. Ein er sú tillaga sem samþykkt var á sambandsráðsfundinum og er beint til allra ungmennafélaga. „27. sambandsráðsfundur UMFI, haldinn í Nesjaskóla 2. og 3. nóvember 1990, samþykkirað stefnt skuli að því að hvert einstakt ungmennafélag í landinu taki að sér “fósturbarn” úrnáttúru landsins. Fósturbarnið verði tekið í umsjá fyrstu helgi í júní 1991 og standi verkefnið yfir í þrjú ár. Hvert félag velur sér fósturbarn sem getur verið: Fjara sem hreinsuð er reglulega. Vegarkafli sent hreinsað er meðfram. Land til uppgræðslu. Gróðursetning í ákveðið landsvæði. Hefting foks eða annað sem kemur landinu til góða.” Ég hvet öll ungmennafélög til þess að vera með. Notið veturinn til þess að velja ykkur fósturbarn. Sníðið ykkur stakk eftir vexti og hafið verkefnið við hæfi og eftir aðstæðum á hverjum stað. Ekkert er því til fyrirstöðu að hafa samvinnu við önnur félög og ýmis verkefni koma til greina svo fremi að þau bæti landið okkar. Við skulurn veljafósturbörnin þannig að umsjón þeitTa og vemdun stuðli að almennri þátttöku félagsmanna. Þar kemur tvennt til. Annað er að styrkur ungmennafélags- hreyfingarinnar liggur í almennri þátttöku í starfinu, samtakamættinum. Hitt, og ekki síðra, er að þátttaka í slíkum verkefnum glæðir vonandi þann skilning aðbúseta manna sé eðlilegur hluti af náttúru Islandsog það sé eins hægt að bæta landið og spilla því. Ég óska öllurn ungntennafélögum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Húsavík á Ströndum Mattlu'as Sœyar Lýðsson í síðast blaði Skinfaxa hóf göngu sína nýr þáttur: Raddirlesenda. Hringterínokkra lesendur og þeir beðnir að gefa álit sitt á blaðinu. Hugmyndin er að koma á betri tengslum við lesendur með það að markmiði að Skinfaxi verði sá miðill ungmennafélaga sem hann á að vera. Lesendur eru hvattir til að senda línu til blaðsins og láta íljós skoðanirsínar. Allar frjóarhugmyndireru vel þegnar. Síminn er 91-12546. Erna Stefánsdóttir 14 ára Sandfellshaga 1, Kópaskeri „Mér finnst blaðið gott, ég er rnikill lestrarhestur og renni yfir það þegar það kemur. Það er ekki nauðsynlegl að hafa sérstaktunglingaefni íblaðinu. Mérfinnst nafnið ekki alveg í samræmi við efni blaðsins. Ef brydda ætti upp á einhverju RADDIR LESENDA nýju í blaðinu finnst mér að krakkar ættu að senda inn sögur sem gerst hafa í íþróttum.” Þorsteinn Benjamínsson, Þórðargötu 24, Borgarnesi „ Ég kaupi Skinfaxa vegan barnanna minna. Blaðið er ágætt og mér finnst að það ætti ekki að breyta nafni þess. Það er mun skemmtilegra að sjá Skinfaxa með þessu nýja útliti. Það sem þyrfti að gera er að fara meira á svæðin til að safna efni í blaðið. Fara til hinna ýmsu ungmenna- félaga og skýra frá íþróttum barna og ungl inga. Það er mjög gott fyrir krakkana að fá untfjöllun um það hvað þau eru að aðhafast í íþróttunum, þá sjá þau að það cr lekið eftir þeim og verða ákafari í ástundun íþrótta. Mér finnst að það eigi ekki bara að tala við þá íþróttamenn sem eru alltaf í blöðunum, heldur lfka ungt og efnilegt fólk sem stendur sig vel. Og það er nauðsylegt að fara á þau svæði. þar sem starfið er í lægð. Reyna að blása lífi í starfsemina með því að fjalla um hvað fólkið, börnin og unglingamir eru að aðhafast.” Óskar Broddason, Framnesi Blönduhlíð , Skagafirði „Mérfinnst Skinfaxi góður. í síðastablaði las ég auðvitað viðtalið við Pétur Guðmundsson kúluvarparaogfannst það gott. Það var skemmtilegt að viðtalið birtist rétt áður en hann kastaði yfir Islandsmetið. Urslitin frá Landsmótinu tóku auðvilað silt pláss og mér fannst gott að fá upplýsingar um alla röð keppenda, ekki bara 1 .-3. sæti. Mér finnst allt í lagi að hafa Skinfaxanafnið áfram á blaðinu.” Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.