Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 23
VIÐTAL Stundar þú íþróttir? „Já, ég geng, fer í sund og spila badminton tvisvar í viku. Ég er e.t.v. það sent kallað er almenningsíþrótta- maður. A hverjum degi geng ég til og frá vinnu. Fólk hélt fyrst að ég mætti aldrei á skrifstofuna af því það sá aldrei bflinn minn fyrir utan. A kvöldin förum við hjónin oft út að ganga og meðan ég er að sy nda þá finnst mér ég gleyma öl 1 u öðru og ég finn að íþróttaiðkun gerir mér gott. En ef áfengi, reykingar og eiturefni fylgja keppnisíþróttum, þá vil ég ekkert af þeim vita, eins og ég hef gaman af því að horfa á þær. Ég vona að fólk noti ekki sigra í íþróttakeppni sem tilefni til þess að drekka áfengi. Ég tel þá samþykkt sem UMFI gerði á sambands- ráðsfundi sínum nú í nóvember mjög mikils virði. (Fundurinn fagnaði þeim árangri sem náðst hefur í að útrýma áfengi og tóbaki úr keppnisferðurm og hvatti ungmenna- og íþróttafélög, þjálfara og fararstjóra til að sjá til þess, eins og hingað til, að áfengi og önnur vímuefni væru ekki höfð um hönd, jafnvel þó allri keppni væri lokið. Innskot Skinfaxi.) Ég starfaði mikið í Ungmennafélagi Keflavíkur, spilaði handbolta, og stofnaði handboltadeild innan félagsins og var liðsstjóri liðsins. Við áttum oft í erfiðleikum með FH og Hauka, en við unnum þá samt. Ég var aldrei mikill 75 ára Ungmennafélagið Egill rauði erfremur lítið félag í Norðfirði. Það hefur verið í nokkurri lægð undanfarin ár, en hefur nú verið endurreist. I búar í Norðfjarðar- hreppi eru nú 85, en félagar í Agli rauða eru 83. Kynslóðaskipti hafa orðið í sveitinni og með þeim hefur þörfin fyrir félagið vaxið að nýju. Laugardaginn 24. nóvember s.l. var haldið upp á 75 ára afmæli félagsins að Kirkjumel, að viðstöddu fjölmenni. markaskorari, en var mjög góður í vörninni segir Olafur og hlær. Hann bætir svo við: Ég hefði verið ágætur í dag þegar skipt er út af og ég fengi bara að spila í vörninni. Þegar ég skilaði af mérvarhandboltadeildinrfkastadeildin í ungmennafélaginu. Við stóðum fyrir fjáröflun með því að halda fjörug böll í Ungó. Ég fékk Helga bróður (Helga Skúlason leikara) til þess að spila á píanó, hann fékk svo mann til þess að spila á trommur og svo uppgötvaði hann stúlku sem gat sungið og þannig varð til hljómsveit sem spilaði fyrir fjölda manns. Það var töluvert líf á þessunt tíma og inikill kraftur í ungmennafélaginu. Nú er fótbolti mín uppáhalds íþrótt til þess að horfa á.” Getur biskup hugsaö sér samstarf kirkjunnar og ungmennafélagshreyfingarinnar? „Já ég gæti mjög gjarnan hugsað mér það, t.d. í sambandi við barnavemd og ræktun unglinganna. Ég vildi gjarnan að kirkjan fengi að leggja sitt fram þegar UMFI heldur mót og ráðstefnur. I gamla daga þótti það sjálfsagður hlutur að presturinn kæmi og messaði. Til eru þau félög sent byrja íþróttavertíð sína á messuhaldi og má þar nefna íþrótta- félagið Val í Reykjavík, þeir eru núna að byggja kapellu.” afmæli Egils Boðið varuppáleiklist, söng, upplestur og dans auk kaffiveitinga. Yngstu félagarnir tóku virkan þátt í hátíðinni sem var hin skemmtilegasta. I tilefni af afmælinu flutti Stefanía Gísladóttir í Seldal Ijóð um félagið. Egill rauði. Það er þér einum lagið að andast án greftrunar. Hefur þú einhver heilræði til fólksins í landinu fyrir jólin 1990, sem nú eru aö ganga í garö? „Eitt af því ánægjulegasta við komu jólanna er að fólk flykkist til kirkju á aðvenlunni. Eins og við vitum þá eru fjórir sunnudagar í aðventunni og svo koma jólin. Þegar ég hóf prestskap í Reykjavík þá var það svo að eftir því sem jólin nálguðust þá fækkaði í kirkjunni, þó svo að á aðfangadag fylltust allar kirkjur. Núna hafa þessir fjórir sunnudagar í aðventunni verið mest sóttu kirkjulegu sunnudagarnir á öllu árinu. Fólkið áttar sig á því að það er gott að koma í kirkjuna fyrir jólin. Það sem maður þráir að sjá um hver jól er fjölskyldan öll saman, samstaða hennarþarsempabbi,mammaog bömin sitja saman og syngja jólasöngva. Uthýsið ekki hinu sanna í jólunum, eins og gert var við Maríu og Jósef, þau fengu ekki að koma inn af því það var fullt. Fyllið ekki undirbúningstfma jólanna og jólin sjálf af einhverju sem er ekki þess virði að fylla heimilið og hjarta sitt af, notið það sem er gott. Hugsið um það að jólin eru trúarhátíð fjölskyldunnar, trúeining fjöl- skyldunnar.” rauða A 75. aldursári skýtur þú aftur upp kollinum og býður upp í dans. Dálítið óviss á sporinu. en það gerir ekkert. Við fylgjum þér óhrædd eftir, og áður en yfir lýkur, skynjum við að þú nærist betur á hugmyndaauðgi, en taktfestu. Með það í huga dönsum við áfram að okkar hætti. S.Þ. Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.