Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 16
G R E I N Gamlir þjóðlegir leikir og íþróttir Þorsteinn Einarsson skrifar Stjórn Glímusambands Islands féllst í ársbyrjun 1990 á að senda glímumenn til BretagneíFrakklandi íþeim tilgangi að læra og keppa í keltneskum fangbrögðum og skyldu þeir geta sýnt gamla leiki íslenska. Mér hafði verið boðið að sækja námsstefnu á sömu slóðum og taka þátt í fræðslu og umræðum um þjóðlega leiki og íþróttir, svo ég, að beiðni stjórnar GLÍ, tók að mér að velja leiki og æfa þá með glímumönnunum. Ahugi þeirra á leikjum leysti vandann. Við sýndum á leikjahátíð á páskadag í suddaregni og kalsa. Sýningin fór fram á tveim samliggjandi íþróttasvæðum og við þau. Margskonar leikir voru sýndir, keppt var í þeim sunium og í flestum fengu mótsgestir að taka þátt. Ég hygg að rúmlega 10 þúsund manns hafi verið að fylgjast með. Ég furðaði mig á gleði fólksins og virkri þátttöku þess. Piltarnir íslensku lögðu sig vel fram í að sýna leikina, hryggspennu, axlatök, lausatök og glímu með buxnatökum og að lokunt með beltum. Eitt blaða á skaganum, sem lýsti leikjahátíðinni, nefndi sýningu glímumannanna íslensku „super show”. Þeim var oft klappað lof í lófa. Hvort formaður UMFI, Pálmi Gíslason, hafði heyrt um Bretagne-sýninguna veit ég ekki, en í því spurði Itann tnig hvort ég vildi ekki taka að mér sýningu á gömlum leikjum á Landsmótinu sem stóð fyrir dyrunt. Ég hafði ekki fyrr lofaðframkvæmdum,erégkveiðþeirra. Með aðstoð glímumanna úr Arnessýsl u, undir stjórn Kjartans Lárussonar og fimleikamannanna Jónasar Tryggvasonar fimleikastjóra og félaga hans, tókst sýningin, þótt á skylli gjörningaveður. Henni var sjónvarpað af þolgóðum upptökumönnum. Sýningin vakti meiri athygli en ég hafði búist við. Þykir rétt að skýra atriði hennar og samtímis hvetja ungmennafélaga til þess að grípa til sýninga á þessum gömlu og jafnvel fornu íþróttum. Til slíks skal vanda, því efnið er menningararfur. Formanni UMFI skal þakkað að hann kom á sýningu fornra leikja og íþrótta á 20. Landsmóti UMFI og ritstjóra Skinfaxa skal þakkaður skilningur á að kynna leiki og íþróttir löngu horfinna æskuhópa. Hér á síðum Skinfaxa verða atriði þessaratveggjasýningakynnt. Afnógu er að taka og hægt væri að efna til ntargra sýninga. Gæta skal þess að aldrei verði hlé á sýningunni. Hafa má í gangi tvo og jafnvel þrjá leiki í einu. Enginn skyldi ætla að taka mætti til við sýningu fornra leikja án þess að æfa sig á þeim. Góðir fimleikamenn hafa þurft að æfa suma rækilega svo að þeir hefðu á þeim góð tök. Reynsla mín er sú af æfingum fyrir þessar tvær sýningar og af þeim sjálfum að íþróttamennirnir höfðu gaman af og áhorfendur skemmtu sér vel. Það sem á vantaði var að almenningur mætti sjálfur leika sér. t—0 Jl\ /U JX a' 1. Smalasporið Fótum og örmum sveiflað fram og aftur, meðan iðkandinn stendur í söntu sporum, engar verulegar hnélyftur. 2. Slá sig til hita á vestmanneysku Iðkendur standa uppréttir andspænis hvor öðrum: 1) Slá á lær sér flötum lófum. 2) Slá saman lófum hægri handa. 3) Lófum blakað á upphandleggi krosslagðra arma eða á brjóst. 4) Slá saman lófum vinstri handa. 5) Blakað á upphandleggi eða á brjóst. 6) Slá saman lófum í kross, vinstri á hægri og hægri á vinstri. 7) Slá á lær sér flötum lófum. Liðir 2 - 7) endurteknir svo oft sent verða vili. Ath.: Æfingin gerðerfiðari en meiratil upphitunar með því að taka um leið smalaspor. 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.