Skinfaxi - 01.05.1991, Side 6
Fósturbörnin
Þeir miklu hugsjónamenn sem stóðu að stofnun fyrstu ungmennafélaganna
fyrir rösklega 80 árum, sáu nauðsyn þess að bæta landinu að einhverju það
tjón sem þúsund ára búseta hafði kostað það. Starfið beindist fyrst og fremst
að skógrækt. Um allt land unnu félögin að því að koma upp gróðurreitum og
annast þá. Rík áhersla var lögð á að koma upp trjágörðum við íbúðarhús.
Áhugi ungmennafélaganna hafði víðtæk áhrif og má minnast stórgjafar
Tryggva Gunnarssonar, bankastjóra, til UMFÍ árið 1911, er hann gaf
samtökunum Þrastaskóg til skógræktar. Áhuginn dofnaði vegna ýmissa
byrjunarörðugleika, en þrátt fyrir það hafa allnokkur félög haldið þessari
starfsemi áfram allt fram á þennan dag. Áhuginn á því að rækta landið kom
einnig fram í skipulagðri landgræðslu sem UMFI og Landgræðsla ríkisins og
síðar Landvemd höfðu forgöngu um á árunum 1967-1973.
Á síðari árum hafa fjölmörg ungmennafélög tekið að sér hreinsun meðfram vegum og í fjörum, þó ekki
hafi borið mikið á því mikla og mikilvæga starfi. Fyrir tveimur árum var ákveðið að hefja sameiginlegl
átak allra ungmennafélaga með það að markmiði að breyta hugarfari fólks í þá veru að rusli yrði síður hent
á víðavangi. Verkefnið varnefnt “Tökum á, tökum til” og tókst það með eindæmum vel. Um 8000 félagar
af öllu landinu hreinsuðu meðfram 6000 km af vegum landsins. Með þessu átaki breyttist umgengni til
batnaðar og var það samdóma álit þeirra sem eiga heimili sín nálægt “sjoppum” að verulega minna hafi
verið hent af rusli úr bifreiðum eftir að átakið fór fram.
Á þingum og sambandsráðsfundum UMFÍ hefur áhugi ungmennafélaga á umhverfi sínu farið vaxandi.
Ekki er óeðlilegt að UMFÍ hafi nokkra forystu á þessu sviði, enda er kjörorð ungmennafélaganna “Ræktun
lýðs og lands”. Á síðasta sambandsráðsfundi UMFÍ var samþykkt að fara í sameiginlegt verkefni sem
nefnt hefur verið “Fósturbörnin”. Stefnt er að því að öll félögin 245 að tölu velji sér fósturbarn úr náttúru
landsins og annist það næstu þrjú árin. Félögunum er ætlað að velja sér eitthvað það verkefni sem kemur
landinu til góða og má með sanni segja að verkefnin séu óþrjótandi og mörg fósturböm sem bíða
vinnufúsra handa.
Þetta mikla verkefni hófst helgina 8.-9. júní. Þátttaka félagsmanna um allt land var mjög góð þessa fyrstu
helgi og hjá sumum héraðssamböndum valdi hvert einasta félag sér fósturbarn. Nokkur félög hafa ekki
enn valið sér fósturbarn, en vonandi verður það gert innan tíðar. Það er von mín að öll félögin taki þátt
í þessu miki 1 væga verkefni og þyki jafn sjálfsagt að velja sér fósturbarn úr náttúrunni og að halda aðalfund.
Það er sannfæring mín að það sé þroskandi fyrir ungmenni að kynnast umhverfismálum að eign raun og
með aðstoð og leiðbeiningum frá fullorðnum. Það mun styrkja hreyfinguna, bæði innávið og útávið, að
vel sé staðið að þessu máli.
Á þessari stundu eru mér efst í huga þakkir til þeirra þúsunda ungmennafélaga um allt land sem lagt hafa
umhverfisverkefninu lið, sömuleiðis til verkefnisstjórans, Guðrúnar Sveinsdóttur, sem hefur unnið mjög
mikið starf á stuttum tíma og til annars starfsliðs UMFI, sem hefur lagt mikið af mörkum. Ég flyt þeim
aðilum þakkir sem stutt hafa okkur á einn eða annan hátt. Ymsir samstarfsaðilar hafa verið okkur
ómetanlegir og lagt okkur til bæði þekkingu og efni. Þá hafa margir stutt okkur fjárhagslega og sumir með
verulegum fjárhæðum. Allt það fé sem til okkar var lagt fór til að kynna verkefnið og gera það sem
glæsilegast. Rúmlega 90 þúsund hendurgetaafrekað ótrúlega mikið. Vonandi eigum við öll eftirað vinna
landi okkar gagn á einhverju sviði umhverfismála á næstu þremur árum.
lslandi allt
Pálmi Gíslason
6
Skinfaxi