Skinfaxi - 01.05.1991, Qupperneq 8
FÓSTURBÖRNIN
njóla meðfram veginum í
sveitinni, Umf. Bíldudals
ætlar að breyta malargryfjum
í fþrótta- og útivistarsvæði,
Iþróttafélagið Leiftur á
Olafsfirði ætlar að græða upp
fjall shl íðarnar fy rir ofan bæ i n n
og svo mætti lengi telja”.
Varaf. UMFK Einar Haraldsson hreinsar rusl úr Rósaselsyatni.
voru hreinsaðar, vegkantar og ýmis
almenningssvæði. Skógrækt varmjög
vinsælt verkefni, þar sem menn
gróðursettu plöntur, grisjuðu, hlúðu að
trjágróðri og lagfærðu girðingar
unthverfis skógarreiti. Nokkur félög
plöntuðu trjám innan girðinga
Landgræðsluskóga í samvinnu við
Skógræktarfélag Islands. Þá varð einnig
landgræðsla fyrir valinu, þar sem sáð
var í flög og rofabörð.
Hjámörgum félögum varðfélagssvæðið
fyrir valinu sem fósturbarn, enda ágætt
að leitaekki langt yfir skammt. Börn og
unglingarsækjaþessi svæði daglegaog
ættu því að læra að virða fósturbarnið
sitt.
Mörg verkefnin eru vissulega mjög
athyglisverðog frumleg, t.d. valdi Umf.
Framtíðin í Eyjafirði sér að uppræta
Frá gróöursetningu Umf. Vesturhlíðar í Þrastaskógi.
Landgræðslan gaf
myndband til allra
félaga
Nú eru umhverfismál málefni
sem allir œttu að láta til sín
taka, leituðuð þið til einh verra
samstarfsaðila?
„Já, fjölmörg félög og
félagasamtökhafalagtmálinu
lið. Það sem ber hæst er
íramlag og stuðningur Land-
græðslu ríkisins, þar sem Sveinn
Runólfsson var í broddi fylk-
ingar. Má íþvísambandi nefna
að Landgræðslan lagði til áburð
og grasfræ til allra þeirra félaga
sem vildu sinna landgræðslu.
Landgræðslumenn voru alliraf
vilja gerðir og veittu aðstoð og
fræðslu um landgræðslu, en
Landgræðslan gaf öllum
ungmennafélögunum, 245 að
tölu, myndband um land-
græðslu og skógrækt. Það má
með sanni segja að þarna hafi
verkin verið látin tala.
Aðrir samstarfsaðilar voru
Skógrækt rfkisins, sveitarfélög,
Ferðamálaráð Islands,
Náttúruverndarráð og
umhverfisráðuneytið.
Eg er einnig mjög ánægð með
þann stuðning sem við fengum
frá þeim fyrirtækjum sem við leituðum
til og eigum við Toyota-umboðinu, P.
Samúelssyni hf. mikið að þakka, en það
fyrirtæki var aðal styrktaraðili
Fósturbarnanna. Þá var Búnaðar-
bankinneinnigstórstyrktaraðili. Önnur
fyrirtæki sem styrktu okkur voru
umhverfisráðuneytið.Sjóvá/Almennar,
Utgerðarfélag Akureyringa, Möl og
sandur Akureyri, Kaupfélaga Eyfirðing,
Landsbanki Islands, Þýsk/Islenska og
Trimmnefnd ÍSÍ”.
Veitum fósturbörnunum
varanlegt uppeldi
Hvert verðurframhaldið?
„Eg var ráðin t i I að sjá um þetta verkefni
fyrsta sumarið, en því verður svo
sannarlega að fylgja eftir. Ég sé það
alveg fyrir mér að ungmennafélagar
komi árlega saman og hlúi að
fósturbaminu sínu eins og gert verður í
ár. Við skulum hafa það í huga að
uppeldi fósturbarnanna á að vera
varanlegt”.
Eittlivað að lokum?
„Ég er mjög ánægð með þessa glæsilegu
þátttöku, sem var um 90 % og vil þakka
ungmennafélögum fyrir gott samstarf
og þá sérstaklega tengiliðunum sem
brugðust skjótt við og skiluðu sínu verki
Alfreö Atlason form. knattspd. Víkverja og dóttir gróöursetja.
með sóma. Gaman væri að fá sendar
myndir svo við getum áttað okkur betur
á og fylgst með vexti og þroska
fósturbarnanna.
Égóska ungmennafélögum til hamingju
með fósturbörnin sín og megi þeim
vegna vel í framtíðinni”.
8
Skinfaxi