Skinfaxi - 01.05.1991, Síða 11
U M HVERFISMAL
Framkvæmdaraðili láti
gera athuganir á
umhverfisröskun
„Hafinn er undirbúningur að löggjöf
um umhverfiskönnun og mat á
umhverfisáhrifum. Allar meiriháttar
framkvæmdir verða ekki samþykktar
nema framkvæmdaraðili láti meta hvaða
áhrif framkvæmdin muni hafa á byggð
og umhverfi.
Þessi löggjöf er ekki tilbúin í ráðu-
neytinu en við höfum þegar beitt henni.
Við höfum t.d. krafið Vegagerð ríkisins
um slíka greinargerð um færslu á
þjóðvegi eitt í Hrútafirði. Við höfum
óskað eftir því við Landsvirkjun að hún
láti geri slíka afleiðingakönnun vegna
háspennulína sem lagðar verða á
hálendinu og við höfum stöðvað slíkar
framkvæmdir á hálendinu meðan slík
könnun fer fram.
Það er greinilegt að menn hafa ekki
hugsað út í afleiðingar ýmiskonar
framkvæmda.
I vor skrifuðu Islendingar undir
alþjóðlegan samning, þar sem öll lönd í
Vestur-Evrópu skuldbindasig til að láta
önnur ríki vita af stórframkvæmdum
sem geta hugsanlega haft áhrif og
afleiðingar út fyrir landamæri. Við
erum nú í sterkri stöðu um að krefja
Englendinga sagna um allar fram-
kvæmdir sem tengjast kjarnorku-
úrgangsstöðvum í Englandi”.
Gerð grunnkorta er
forsenda
landnýtingaráætlunar
„Það er brýnt að ljúka gerð grunnkorta
af landinu á mælikvarðanum 1:25000.
Gerð grunnkortanna á að vera lokið
fyrir aldamót og gróðurkort af landinu
eru algjörlega háð gerð þessara
grunnkorta og forsenda þess að hægt sé
að gera landnýtingaráætlun. Við erum
síðasta Evrópuþjóðin sem lýkur þessu
verkefni, allar aðrar hafa fyrir löngu
lokið sinni grunnkortagerð. Við höfum
fengið þær stofnanir landsins sem vinna
að landmælingum og kortagerð til að
vinna saman að þessu verkefni. Þessar
stofnanir hafa hingað til varið um
600-800 milljónum króna árlega í
allskonar kortagerð og mælingar án þess
að um samræmda og markvissa vinnu
hafi verið að ræða. Hver stofnun hefur
unnið fyrir sig án þess að það komi
öðrum til góða. Við væntum mikils af
þessu samstarfi sem er áætlað að kosti
um 2 milljarða króna”.
Brýnt aö
loggjafarstarfinu Ijúki -
þáttur sveitarfélaga
Hver eru brýnustu verkefnin í
umhverfisverndarmálum nú?
„Það erbrýnast að löggjafarstarfinu ljúki
og að settar verði reglur um hvernig
haga skuli umhverfisvemd og eftirliti
með umhverfismálum. Þaðerbrýntað
skilgreinastarfssviðumhverfisverndar-
stofnunar og skýra hvernig samvinnu
við sveitarfélög skuli háttað og hvernig
eftirlitþeirraeigiaðvera. Sveitarfélögin
gegna mikilvægu hlutverki, því gert er
ráð fyrir því að þau muni sinna
umhverfisverndarmálum og eftirliti á
sínu svæði”.
Meö því að stórauka
skógrækt og
landgræðslu getum við
stuðlað að verndun
ósonlagsins
„Það hefur verið stórverkefni hjá okkur
að koma í veg fyrir loftmengun. Við
höfum tekið þátt í alþjóðlegu átaki urn
að draga úr gróðurhúsaáhrifum og
skuldbundið okkur til þess að draga úr
losun kolefnistvíeldis út í andrúmsloftið.
Islendingar er skuldbundnir, ásamt
Evrópuþjóðunum og fleiri vestrænum
þjóðum, til þess að draga svo úr losun
kolefnistvíeldis út í andrúmsloftið að
það verði ekki meira árið 2000 en það
varárið 1990.
Starfandi er nefnd sem er að kanna hver
losunin er og síðan mun hún semja
framkvæmdaáætlun um það hvernig
standa megi við þessa skuldbindingu.
Auðveldasta leiðin fyrir okkur til að
fylgja þessari alþjóðlegu samþykkt er
að stórauka landgræðslu, vegna þess að
við getum bundið kolefnistvíildið í
plöntunum. Við vitum að losunin mun
aukast, en ef við tökum hana aftur úr
andrúmsloftinu, þá stöndum við við
þessa skuldbindingu og sendum
kolefnistvíildiðekkiuppíháloftin. Með
því að auka enn á skógrækt og
landgræðslu getum við stuðlað að
vemdun ósonlagsins.
Auðvitað verður einnig fylgst vel með
losun kolsýru frá fyrirtækjum í iðnaði
og það er ljóst að við fáum mikla hjálp
frá iðnaðarlöndunum, sem hafa einnig
skuldbundið sig með þessum hætti. Þau
munu leggja mikla vinnu í rannsóknir
og tilraunir með að framleiða vélar og
tæki sem gefa frá sér minni kolsýru en
nú gerist”.
Álver er smámál
samanborið við
háhitasvæðin
„Ég víkkaði umboð þessarar nefndar og
bað hana að skoða einnig brennisteins-
tvíildið. Islendingar hafa hingað til
ekki viljað skrifa undir alþjóðlega
skuldbindingu þess efnis að draga úr
losun þess út í andrúmsloftið, m.a. vegna
þess að við höfum verið að byggja upp
iðnfyrirtæki sem við vitum að muni
auka losun á brennisteinstvíildi. Það
hefur komið í ljós og veldur talsverðu
hugarangri að jarðhitasvæðin, þar sem
við höfum alltaf haldið að væri hreina
orku að finna. Um leið og hróflaðer við
jarðhitasvæðunum þá eykst kolsýru- og
brennisteinslosun gífurlega. Öll virkjuð
háhitasvæði eru því miklir mengunar-
valdar. Þeir sérfræðingar sem unnið
hafa að þessu máli fyrir okkur hafa
komist að þeirri niðurstöðu, að
brennisteinsvetnið umbreytist í
brennisteinstvíildi á innan við
sólarhring, þannig að álver er bara
smámál í þessu sambandi. Það er því
ekki síður mikilvægt að huga að
hreinsibúnaði við virkjuð háhitasvæði”.
Umhverfisvernd - allir
með
Hvernig líst þér á umhverfisverndar-
verkefni ungmennafélaganna?
„Mér líst mjög vel á það og einnig að
allir starfi saman að umhverfisvernd,
það verða allir að vera með. Það þýðir
Skinfaxi
11