Skinfaxi - 01.05.1991, Síða 16
MATARÆÐI KEPPNISFOLKS
Hvað borða börn og unglingar í
keppnisferðum?
Pegar börn og unglingar fara í
keppnisferðir taka þau sum hver
með sér óheyrilegar fjárhæðir sem
ey tt er í sætindi, gos og aðra óholla
fæðu. Mismunandi fjárhagur
krakkanna gerir það einnig að
verkum að einingin innan hópsins
minnkar, það skapast rígur og
félagsleg samstaða verður minni.
Þjálfarar þekkja þetta vandamál vel og
segja að ef ólga er í 1 iðinu þá stafi það að
hluta til af því að sumir krakkanna fái
mjög mikið af vasapeningum að heiman,
á meðan aðrir fái minna. Krakkarnir
segja að allir hinir kaupi sælgæti og gos
og þau vilji ekki vera öðruvísi en þeir.
Það er sem betur fer orðið algengara að
þjálfarar setji ákveðnarreglurí samráði
við börnin sjálf og foreldra. Margir
þjálfarar tala við börnin um fæðuvalið
og sameiginlega er ákveðið að koma
með smurt brauð, mjólk eða ávaxtasafa
í keppnisferðir. Síðan er ákveðið að
allir komi með ákveðna upphæð í
vasapening, t.d. 200 krónur. Þau dæmi
þekkjast að þessi regla hafi verið brotin
og þá geymdi þjálfarinn þá peninga sem
voru umfram, þangað til ferðin var á
enda.
í einum skammti af kokteilsósu er jafn mikið af
hitaeiningum og í einum hamborgara.
Þau kvörtuðu um að
þeim liði illa
Einn þjálfari, sem fékk bömin til að
gangast undir þetta, sagði að áður hafi
ástandið verið þannig að krakkarnir
kvörtuðu sífellt um að þeim liði illa og
að þau hefðu verk í maganum. En eftir
að þau ákváðu sjálf að breyta
mataræðinu og minnka vasapeninginn
þá væri allt annar andi í hópnum. Þeim
leið mikið betur eftir að hafa borðað
hollmeti sent þau meltu betur og orkan
varð mun meiri. Og það sem meira var,
krökkununt sjálfum fannst ekkert
athugavert við það að koma með smurt
brauð að heiman.
Þú ert það sem þú
borðar
I sumunr rútum bíða krakkar eftir því að
stoppað sé í hverri sjoppu, svo þau geti
keypt sér hamborgara, franskar, pylsu,
kók og fullt af sælgæti. En ef engin
smurð brauðsneið með banana liggur í
töskunni, hvort er þá betra að fá sér eina
pylsu eða kaupa sér Prins Póló? Er
slæmt að drekka gos og borða súkkulaði
fyrirkeppni? Hvaðættu orkumikil börn
og unglingar, sem hreyfa sig mikið í
íþróttum, að borða?
5o gr af súkkulaöi veita jafn margar hitaeiningar
og skál af popkorni, epli og brauösneiö.
Skinfaxi leitaði svara hjá Ingu
Þórsdóttir næringarfræðingi
við Næringarráðgjöf Lands-
spítala íslands.
„Það er vitað mál að það sem maður
setur ofan í sig hefur áhrif á það hvernig
manni líður,bæði andlegaoglíkamlega.
Börn og unglingar, sem eru að vaxa og
eyða mikilli orku í íþróttum eiga, að
borða allan hollan og venjulegan mat.
Það er mjög brýnt að venja sig snemma
á að vanda fæðuvalið, en taka það ekki
upp á gamalsaldri.
Æskilegast er að fæðan innihaldi mest
af kolvetnum eða 50-60 %, ekki meira
en 35% af fitu og að minnsta kosti 10%
sé prótein.
Kolvetni er í fæðu úr jurtaríkinu, s.s.
kartöflum, brauði, hrísgrjónum, maís,
baunum, grænmeti og ávöxtum.
Sú fita sem Islendingar innbyrða of
mikið af er í smjöri, smjörlíki, olíum,
sælgæti, feitri mjólk og mjólkur-
afurðum.
Það kemurfram íkönnun Manneldisráðs
á mataræði Islendinga að við borðum of
mikið af fitu og of lítið að kolvetnum.
Margir kynnu að halda að börn og
unglingar borðuðu ekki mikla fitu en
færri vita að það er mikil fita í sælgætinu
sem þau neyta sum hver daglega.
16