Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1991, Page 17

Skinfaxi - 01.05.1991, Page 17
MATARÆÐI KEPPNISFÓLKS Veljum holla og góöa millibita í sælgætinu er líka mikill sykur og þó að sykur sé kolvetni þá er hann þannig unninn að hann inniheldur ekki vítamín og steinefni og þess vegna höfum við ekki þörf fyrir hann. Krakkar þurfa að velja fæðu sem gefur mikla orku en um leið þau bætiefni sem þeim eru nauðsynleg til vaxtar. Sælgætisneysla og gosdrykkja leiöa til orkutaps HvaÖ œttu börn og unglingar, sem stunda íþróttir, aö leggja sér til munns og h vaða afleiöingar hefur lélegtfœöa? „Krakkar í íþróttum þurfa meira af mat, meiri orku en hinir sem hreyfa sig minna. Þessir krakkar ættu að borða sem mest af kolvetnaríkum mat. Ef unglingur er á keppnisferðalagi og borðar mikið af sykurríkri fæðu, drekkur mikið gos og borðar sælgæti þá verður hann fljótt saddur, en hann verðurlíkafljótt svangur aftur. Blóðsykurinn hækkar mikið og insúlínframleiðsla eykst. Insúlínið veldur svo því að blóðsykurinn lækkar mjög snögglega aftur. Þegar blóðsykurinn lækkar verður einstaklingurinn svangur og pirraður og þá er ekki gott að vera í miðjum leik. Ef sífellt er verið að narta allan liðlangann daginn leiðir það til þess að blóðsykurinn rís og fellur til skiptis og það hefur ekki góð áhrif á íþróttamann sem þarf að halda orkunni jafnri. Orkan helst lengur ef íþróttamenn boröa hollmeti Gróft brauð, grænmeti, ávextir og vatn eða undanrenna fyrir leik eða íþróttakeppni veldur því að líkaminn vinnur jafnar úr fæðunni. Meltingin Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.