Skinfaxi - 01.05.1991, Síða 18
MATARÆÐI KEPPNISFÓLKS
Völsungar gæöa sér á mjólkurafuröum í húsi UMFÍ.
verður rólegri og orkan helst lengur en
ef viðkomandi hefur borðað súkkulaði
og kók .
Þessi holla fæða gefur líka nægilega
mikið af vítamínum og steinefnum sem
eru íþróttamanninum nauðsynleg til að
viðhalda vöðvum líkamans.
Ef íþróttamaðurinn velur sér
kolvetnisríkar fæðutegundir leiðir það
til þessaðhann taparekkiorkuímiðjum
leik.
En það er auðvitað aðalatriðið að venja
sig á holla lifnaðarhætti og hollar
neysluvenjur eins fljótt og hægt er. Ég
hef stundum furðað mig á því að sumt
íþróttafólk, sem hugsar vel um líkamann
og hreyfir sig mikið gleymirað huga að
þvíhvað það skiptirmiklu máli aðborða
rétt fæði. Öðruvísi er ekki hægt að
haldasérígóðuformþhvorkilíkamlega
né andlega.
Þjálfarinn er
leiðbeinandi um margt
Það er augljóst að þjálfarar geta haft
mikil áhrif á fæðuval þeirra barna og
unglinga sem þeir hafa umsjón með og
auðvitað er íþróttafólk og þjálfarar
fyrirmyndir þeirra yngri, bæði í íþróttum
og einnig á annan hátt, t.d. í fæðuvali.
Þjálfarar ættu að hafa forgöngu um að
börnin séu ekki með of mikið af
peningum á sér til að kaupa “draslfæði”.
Eða þá að krakkarnir fari saman og
kaupi mat sem þau geta útbúið sjálf og
borðað saman.
Hollt og næringarríkt fæði þarf alls ekki
að vera vont og ólystugt. Það er t.d.
hægt að búa til ýmis salöt með brauðinu
með 10% sýrðum rjóma í stað þess að
nota feitari sósu.
Best að sleppa
frönskum, sósunni og
gosinu
Þó að skynsamlegasta fæðið á
keppnisferðalögum sé brauð með hollu
áleggi, þá er betra að fá sér hamborgara
og pylsu en sælgæti. Hamborgarar í
brauði er ekki svo slæm fæða, kjötið á
að vera úr úrvalshráefni, en kokteilsósan
og frönsku kartöflurnar eru auðvitað
afleitt og mjög fituríkt fæði. I staðinn
fyrir franskar og sósu er hægt að borða
hrátt salat og gróft brauð með
hamborgaranum og hafa sósuna úr 10%
sýrðum rjóma. Það er ótrúlegt en satt,
að í einum skammti af kokteilsósu er
jafn mikið af hitaeiningum og í einum
hamborgara.
Nýgerð manneldiskönnun sýnir að
töluvert af sykurneyslu okkar kemur úr
gosdrykkjum. Viðlslendingardrekkum
einna mest af gosdrykkjum í heimi og
eru börn og unglingar örugglega sá
hópursem innbyrðirmestafþeim. Vatn,
undanrenna og mysa eru þeir drykkir
sem við ættum að venja okkur á að
drekka sem oftast í stað gosdrykkjanna,
sem við þömbum á milli mála.
Saga Landsmóta UMFÍ
Óskað eftir myndum og fróðleik
Saga Landsmóta ungmennafélaganna verður gefin út á næsta ári. Útgefendur eru Sigurður Viðar Sigmundsson og Jóhann
Sigurðsson og mun stjórn ÖMFI aðstoða þá.
Vinna við ritun bókarinnar er hafin af fullum krafti og hafa höfundarnir Viðar Hreinsson og Jón Torfason bækistöð sína í
þjónustumiðstöð UMFÍ. Þá mun Höskuldur Þráinsson skrifa fyrsta kafla bókarinnar og vera höfundum innan handar ef á
þarf að halda.
Höfundar og útgefendur auglýsa eftir myndum frá Landsmótum, einkum hinum fyrri. Ef einhver telur sig hafa undir
höndum myndir sem gætu átt erindi í bókina eru þeir beðnir að senda þær til höfunda vandlega merktar ásamt upplýsingum
um myndefnið. Aðilar ábyrgjast að öllum myndum verði haldið til haga og skilað.
Þá eru sögur af íþróttakeppni, persónum og mannlífi, réfleiðis eða símleiðis vel þegnar.
Heimilisfangið er: Öldugata 14, 101 Reykjavík, síini 91-12546 og 14317.
18
Skinfaxi