Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1991, Side 21

Skinfaxi - 01.05.1991, Side 21
V I Ð T A L mildara en hér heima og þarna í Svíþjóð var keppt kl. 7 um kvöld í sólskini, 20 stiga hita og logni”. Bætti mig og 40 metrar í næstu manneskju Attu einhverjar sérstakar minningar frá þessum mótum? „Það var mjög eftirminnilegt þegar ég keppti í Árhus í Dannrörku þegar UMFÍ-liðiðfór þangað eftir Landsmótið 1981 á Akureyri. Aðstæðumar voru þannig þegar ég keppti í 400 m að mér fannst ég vera ofboðslega létt á mér. Það var logn og rigning, en hlýtt miðað við það sem við erum vön hér heima. Eg fór náttúrulega af stað eins og venjulega við startskotið, en mér fannst ég ekki finna fyrir sjálfri mér, en var þó orðin svolítið þreytt síðustu 50 metrana. Einhvernveginn fannst mér ég svífa þennan hring og þá bætti ég árangur minn um fjórar sekúndur frá því sem ég átti best 1972. Þegar ég kom í markið voru u.þ.b. 40 metrar í næstu manneskju og ég vissi hreinlega ekki hvað hafði gerst, mér fannst þetta nálgast það að vera yfirnáttúrulegt. Mér finnst mjög sérstakt að upplifa þann mun sem er á því að hlaupa hér heima og erlendis. Þegar maður hleypur hringhlaup eins og 400 og 800 hér lieima bregst það ekki að það er yfirleitt rok á einhverjum kantinum. Mér finnst stórkostlegt að keppa erlendis, manni er ekki kalt og oft er enginn vindur Fannst ég svífa í mark að hlaupa þar og þó að rokið væri alveg hræðilega mikið þá fékk ég þessa sömu tilfinningu og ég hef fengið erlendis, mérfannstég hreinlega svífa ímark. Sú tilfinningin að hlaupa við svona góðar aðstæður er ólýsanleg samanborið við þessar malarbrautir því þar á maður alltaf von á því að renna til og fá ekki rétta viðspyrnu”. Attirþú von á að sigra 400 m hlaupið? „Kvöldið fyrir 400 m hlaupið keppti ég í 800 m hlaupi á setningarhátíðinni og stóð mig það vel að mér fannst ég eiga góða möguleika á fyrstu fimm sætunum í 400 m hlaupinu. Það er nauðsynlegt, áður en maður keppir á svona stóru móti eins og Landsmóti, að vera búinn að keppa oft áður þannig að maður finni sjálfan sig og viti hvar maður stendur. Þegar ég kom á mótið vissi ég ekki hvar ég stóð, en eftir 800 m gat ég metið stöðuna. Mér leið mjög vel andlega og líkamlega og það hefur líka átt þátt í því að ég sigraði”. Þær voru horfnar þegar ég var komin í seinni beygjuna Geturðu lýst hlaupinu, um livað hugsaðirðu? Hvernigfannstþér að keppa á nýja vellinum í Mosfells- bœ? „Mérfannst alveg stórkostlegt Hákon grillar eftir keppni á Húsavík. þannig að það er eins og að svífa áfram. Eftir 1972 og til 1981 tók ég mér að mestu frí frá hlaupum, var í fóstrunáminu og átti tvö börn, en gætti þessaðhalda mér alltaf við, fór í leikfimi, hljóp alltaf eitthvað og keppti á mótum Samhygðar”. Hvað olli því að þú fórst á fullt skrið íþriðja sinn? „Ég hætti aldrei alveg að keppa, þó ég hætti þátttöku í landsliðinu upp úr 1987, því ég keppti alltaf á Landsmótum og mótumSamhygðarogHSK. Mérfannst að ef ég gæti hjálpað HSK á Lands- mótinu í Mosfellsbæ þá ætti ég að vera með. Ég hafði að vísu mikið að gera á þessum tíma, ég var kosningastjóri í sveitarstjómakosningunum 1990 og það er mjög mikil vinna. Ég gat mjög lítið æft og kostningastússið tók einn og hálfan mánuð. Þegar kosningar voru búnar, voru sex vikur fram að Landsmóti og mér fannst ég vera svo þung og ómöguleg á allan hátt að ég sá ekki fram á að ég myndi verða til neins gagns á Landsmótinu. Égfórsamtog keppti á Héraðsmóti HSK þremur vikuni fyrir Lands- mót, eins og ég var vön og þá náði ég þeim árangi að ég var beðin að keppa í 400 og 800 á Landsmótinu og auðvitað vildi ég ekki skorast undan því. Eftir það fór ég út að hlaupa, svona 5 sinnum í viku, og æfði þetta 10-12 tíma á viku”. Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.