Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 23
V I Ð T A L
Skemmtilegast að
keppa á Landsmótum
Hvað stendur upp úr á ferlinum?
„Mér hefurþótt skemmtilegast að keppa
á Landsmótunum. Þau hafa verið haldin
á misjöfnum stöðum á landinu, það
hefur alltaf verið margt fólk og mikil
stemming. Mérhefurliðið vel og fundist
ég vera að taka þátt í keppni og samveru
sem fólk hefur verið ánægt með.
Maðurinn minn og strákarnir hafafarið
með mér á öll Landsmót frá 1981 og
það má segja að þau séu fastur punktur
í tilverunni. Þegar við fórunt í fyrsta
skipti saman á Landsmótið á Akureyri
1981 þegar strákarnir voru 4 og 5 ára, þá
heyri ég þegarég var í 800 m hlaupinu:
„ Mamma keyra, mamma keyra”, þeir
voru þánógulitlirtilaðveraekkifeimnir
við að hafa sína skoðun og öskra á
mömmu, en ég veit ekki hvað ungu
stelpunum hefurfundistum þessi köll”,
segir Unnur og ískrar af hlátri.
Stundar fjölskyldan íþróttir saman?
„Á Landsmótinu á Akureyri varð
maðurinn minn fyrir uppljómun af því
að vera á svona stóru móti og taka þátt
í stemmingunni. Það leiddi til þess að
hann fór að stunda íþróttir. Núna fer
hann reglulega út að hlaupa og stundar
æfingar í líkamsræktarstöð. Honum
líður miklu betur, finnur ekki fyrir
höfuðverk og þessari almennu vanlíðan
sem innisetumenn finna oft fyrir.
Strákarnir hafa, má segja, verið aldir
upp við það að ég færi á völlinn að
keppa og þeir hafa líka tekið þátt í starfi
ungmennafélagsins heima í sveitinni.
Nú förum viðhjóninogeldri strákurinn
í líkamsræktarstöð. Sá yngri er mest
hriftnn af boltaíþróttum og stundum
förum við öll saman á skíði. Þegar við
erum í þrekinu gefst okkur góður tími
til að vera saman og spjalla milli átaka.
Eg hleyp alltaf ein og ég nota þann tíma
mikið til að hugsa. Þá sem ég jafnvel
heilu ræðurnar meðan ég er á hlaupum
og stundum tala ég upphátt, en ég hef
samt ekki ennþá stoppað næsta mann
og beðið hann um að hlusta á mig, en
það gæti komið sér vel að hafa
áheyranda”.
Konur þurfa ekki að
hætta í íþróttum um
fertugt
Finnst þér konur hœtta of snemma í
íþróttum?
„Þegar ég var unglingur þá hættu
íþróttakonur um 18 ára aldur. Ein 18
ára frænka mín hætti allri þátttöku og
það þótti ekkert tiltökumál, þó að hún
væri mjög efnileg og líkleg afreks-
manneskja. Áþessumtímafannst fólki
það eðlilegt að konur hættu ungar, en á
seinni árum finnst mér að þetta viðhorf
hafi breyst. Það færist sem betur fer í
vöxt að konur, bæði í frjálsum og öðrum
íþróttum, taki sér frí til að eiga böm og
byrji svo aftur á fullu. Það hafa t.d.
Marta Ernstdóttir og Þórdís Gísladóttir
gert, þannig að ég held að hugs-
unarhátturinn sé að breytast og það þyki
ekkert slæmt að vera yfir þrítugt í
íþróttum.
Stöllur mínar í frjálsum, sem eru að
nálgast þrítugsaldurinn segja stundum:
„Við þurfum ekkert að hætta strax,
Unnur er orðin fertug og hún er ekki
hætt”. Þannig vona ég að ég geti haft
einhver áhrif á konur og þær sjái að þær
þurfa ekki að hætta ef þær hafa áhuga,
þó að árangurinn verði kannski ekki
eins mikill”.
Umfjöllun fjölmiðla ýtir
undir ákveönar
fyrirmyndir
Geturmikil umfjöllun um karlaiþróttir
liaft þau áhrif að fœrri koitur stundi
íþróttir?
„Já, mér finnst miklu meira bera á
þátttöku karla í íþróttum en kvenna og
ég er sannfærð um að það hefur áhrif.
Ef við tökum blöðin og teljum í eina
viku þær myndir sem birtast af
kynjunum, þá verður hlutfallið 10
myndir af karlmönnum en ein af konum.
Ef ég sé myndir af konu í blöðunum og
umtjöllun um konur í íþróttum, þá les
ég það allt. Mér finnst það efni
áhugaverðara og það er svo lítið sem
kemur um konur að ég gleypi það allt í
mig. Ég dáist að mörgum konurn sem
hafa lagt mikið á sig og staðið sig ntjög
vel. Ég hef það á tilfinningunni að
blaðamönnum finnist þær greinar
áhugaverðastar sem karlarnir eru í.
Ég tel að karlmenn hafi meiri áhuga
fyrir keppnisíþróttum og spennu en
konur og oftast eru myndir af körlum í
keppni í blöðunum og svo eru það
karlmenn sem skrifa greinarnar. Þeir
segja reyndar að þetta sé efnið sem
lesendur vilja sjá, en lesendum hefur
ekki verið boðið upp á annað. Konur
stunda fremur svokallaðar
almenningsíþróttir þar sem ekki er nein
keppni og þær íþróttir þykja ekki eins
áhugaverðar og keppnisíþróttir karla.
Ég lield að það sé ekki vafi á því að
umfjöllunfjölmiðlahefuráhrifákrakka,
strákar eiga að fara í fótbolta og
handbolta, en stelpumar hafa ekki neinar
fyrirmyndir til að styðjast við”.
Enfegurðarsamkeppni,þœrgetatekið
þátt í henni?
„Jú, segir Unnur og hlær og af því þú
minnist á fegurð þá held ég að
karlmönnum finnist gaman að sjá
karlmenn í íþróttum, en aftur á móti
skemmtilegra að sjá konur fallegar,
uppstrílaðar og helst léttklæddar “.
Margar konur eiga skiliö
að fá útnefningu
Heldurþú að sérstakt valáiþróttakonu
ársins geti lyft konum ofar og orðið
þeim til örvunar?
„Já, vafalaust og val á íþróttamanni
ársins og íþróttakonu ársins ætti fyrir
löngu að vera komið á. Við höfum
konur sem æfa og leggja gífurlega mikið
á sig og vinna mikið fyrir sitt félag.
Þessar konur leggja mikið af mörkum
til íþróttanna og eiga margar hverjar
skiliðaðhljótaútnefningunaíþróttakona
ársins. Iþróttamaður ársins skapar
óneitanlega mikla fyrirmynd fyrir
karlana, en ekki konurnareins og staðan
er í dag”.
Pegar þú fórst að draga saman seglin
og minnka œfingar kringum 1987 þá
fórst þú út ípólitík, hvers vegna?
„Ég hef lengi haft gaman af félagsstarfi,
enda alist upp við það. Ég áttaði mig á
því að ef maður vill hafa einhver áhrif á
|)jóðfélagið, þá er það með því að vinna
Skinfaxi
23