Skinfaxi - 01.05.1991, Qupperneq 26
KNATTSPYRNUVELLIR
Yfirborð grasvallar
Nú þykir almennt best að byggja upp
efsta lag knattspyrnuvallar úr fínum,
einskorna sandi með mjög takmarkaðri
viðbót af lífrænum efnum (mold, saxað
torf, 3-4% af þyngd). Þykkt þessa lags
er gjarnan 15-30 cm eftir aðstæðum á
hverjum stað og gerð undirlags. Mynd
1 sýnirdæmi um uppbyggingu með 15
cm yfirborðslagi og 20 cm millilagi.
Oft er millilaginu sleppt en yfirborðs-
lagiðhaft 25-30 cm þykkt. Yfirborðslag
með framangreindri samsetningu skapar
grasinu góð vaxtarskilyrði. Einskorna
sandur, með flest kornin af svipaðri
stærð, þjappast lítið undan álagi, og
heldur holrýmum í yfirborðinu opnum.
Þannig eiga loft, vatn og næringarefni
greiða leið niður í yfirborðið, þar sem
dafnandi rætur grassins þurfa á
lifibrauðinu að halda. Jafnframt er
sandurinn valinn fínn (helst með
þvermál flestra sandkorna á bilinu
0,15-0.50 mm), svo sandmassinn verði
ekki of opinn og lekur, og geti haldið í
sér umtalsverðu magni af raka og þar
með næringarefnum. Lífræna
fblönduninhjálpareinnigtil viðaðskapa
réttu gróðurskilyrðin, en hún verður
sem fyrr segir að vera í mjög tak-
mörkuðum mæli.
Einskorna sandur er í eðli sínu talsvert
óstöðugur, sérstaklega ef hann er
tiltölulegagrófur. Því ereinnig að þessu
leyti mikilvægt að nota fínan sand, sem
verður enn stöðugri er hann binst í
traustu rótarkerfi. Heppilegtgetureinnig
verið að nota kantaðan hraunsand sem
hluta fínsandsins, en hann eykur
stöðugleikann og hefur að auki meiri
rakarýmd en t.d. rúnnaður foksandur.
Mjög æskilegt er að sá í yfirborð
grasvallar. Þannig eru góðireiginleikar
best tryggð-
ir. Ef tyrft er
fylgja þök-
unumóæsk-
ilegir eigin-
leikar frá
byrjun, hátt
1 í f r æ n t
innihald og
fjölbreyttari
gróður en
sjást ætti á
knattspymu-
velli. Dæmi
um slíkt er
sýnt á mynd
2.
Yfirborðslag grasvalla
hérlendis
Einkennandi fyrir yfirborð flestra
grasvalla hérlendis til knattspyrnu-
iðkunar er mjög hátt innihald lífræns
efnis í gróðurlaginu. Þar er gjaman á
ferðinni rnold, sem ntjög oft er blandað
saman við sand í verulegum mæli í
upphafi efstu 5-10 cnt uppbygg-
ingarinnar, þökur (oft mjög þykkar),
þar sem tyrft
hefur verið,
og síðan
uppsafnað-
ar, lífrænar
leifarfrá líf-
tíma vallar-
ins, sem
ekki hafa
verið fjar-
1 æ g ð a r
jafnóðum.
Mynd 3
sýnir slíkt
yfirborð.
Gróðurlag
af þessari
gerð er mjög óæskilegt á yfirborði
knattspyrnuvallar, þar sem 5-15 cm lag
með mjög lífrænu innihaldi er algengt á
sendnuundirlagi.Slfktyfirborðþjappast
auðveldlega og þéttist við álag á völ linn
frá notendum og tækjaumferð.
Gróðurskilyrðin versna þar með fljótt,
og eiga loft, vatn og næringarefni
ógreiðan aðgang niður íþétt yfirborðið.
I raun takmarkast sæmilegar aðstæður
til rótarvaxtar einungis við örfáa cm í
yfirborðinu.
Vallarsveifgras er fjölær grastegund,
sem heppilegust er á knattspyrnuvelli
hérlendis, m.a. vegna djúps rótarkerfis.
Við framangreindar aðstæður nær
rótarkerfi vallarsveifgrassins ekki að
dafna. Þess í stað er hinu einæra og
viðkvæma varpasveifgrasi gert hátt
undir höfði, en rótarkerfi þess liggur
mjög grunnt. Það spírar að auki mjög
fljótt, breiðist hratt út, og mjög erfitt er
að vinna gegn því þegar það hefur náð
að taka sér bólfestu í völlum.
Grasvellir með nijög lífrænu yfir-
borðslagi hafaýmsaaðraókosti. I bleytu
sýgur yfirborðið til sín allt vatn og
mettast eins og svampur, áður en
rakaflæðið heldur áfram niður í
undirlagið. Samfellt rakaflæði er ekki
fyrir hendi, og er það afar óheppilegt
fyrir ástand vallar og gróðurskilyrði. I
slíku ástandi verða vellir einnig mjög
viðkvæmir fyrir álagi, óstöðugir í
yfirborði og ýfast upp, til ama fyrir alla
viðkomandi. Vellir nteð þess lags
gróðurlagi á mjög leku sandundirlagi
3. Sniö í yfirborö meö mjög moldriku gróöurlagi á sendnu undirlagi.
26
Skinfaxi