Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1991, Page 31

Skinfaxi - 01.05.1991, Page 31
KNATTSPYRNA Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu Hagsmunasamtök knatt- spyrnukvenna voru stofnuð 10. nóvember 1990. Stjórn samtakanna skipa: Elísabet Tómasdóttir, formaður, Margrét Bragadóttir, varafor- maður, Kristrún Heimisdóttir, ritari, Rósa Valdimarsdóttir, gjaldkeri, Concordia Konráðs- dóttir, Jónína Víglundsdóttir og Arney Magnúsdóttir. Varamenn eru þær Kristín Briem og Ingibjörg Hinriks- dóttir. Eiga konur erindi í knatt- spyrnu, íþróttagrein sem hefur lengi verið yfirlýst karla- íþróttagrein? Hvers vegna voru Hagsmunasamtök knatt- spyrnukvenna stofnuð og hver eru markmið þeirra? Skinfaxi fékk þær Elísabetu og Kristrúnu til að svara þessum og öðrum brennandi spurn- ingum. verðakonurfyrirvalinu. Þaðmerkilega var að íslenska kvennalandsliðið gerði jafntefli við Norðmenn árið 1982, sem eru núverandi heimsmeistarar í kvennaknattspyrnu, og sá árangur var auðvitað frábær og það meira að segja á útivelli. Árið eftir hallaði undan fæti, kvennalandsliðið tapaði 1:6 á móti Svíum, sem þá voru heimsmeistarar í kvennaknattspymu. Þessi lélegi árangur var notaður til að réttlæta niðurskurðinn í kvennaboltanum. En á sama tíma var karlalandsliðið að tapa 2:1 fyrir Möltu á heimavelli og Maltverjar eru auðvitað mun lægra skrifaðir í karlaboltanum en Svíar í kvennaboltanum. Þetta dæmi sýnir vel hver afstaðan hefur verið til kvennaknattspymunnar á íslandi. Þegar forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar tala um gildi íþrótta þá virðast þeir einungis eiga við hið mikla gildi sem þær hafa fyrir karlmenn, en ekki konur, og það þykir okkur mjög sorglegt”. Elísabet: „Okkur virðist samt eins og KSI-menn ætli eitthvað að taka sig á núna. A-landslið í kvennaknattspymu Ráðist að höfuðvígi karlmennskunnar Hefur kvennaknattspyrna átt erfitt uppdráttar ? Kristrún: „Já, það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta “karlrembu” á hæsta stigi. Þegar stelpur fara í fótbolta þá er verið að ráðast aðhöfuðvígi karlmennskunnar, ef ungir piltar eru einhversstaðar að sanna karlmennsku sína þá er það á fótboltavöllum vítt og breitt um landið. Kvennaknattspyrnan hefur verið við lýði samfleytt frá því um 1970, en um 1980 var fyrst komið áfót landsliði, sem því miður var lagt niður el'tir 3-4 ár, einmitt þegar kvennaknattspyrnan var á verulegri uppleið. Þessi ráðstöfun var sú versta sem KSI gat gert kvennaknattspymunni, vegna þess að þegar ekkert landslið er starfrækt þá dregur það úr áhuga og metnaði allra sem eru að æfa, bæði þeirra eldri og líka stelpna í yngri flokkum”. Elísabet: „Það er alveg ljóst að samfara því að landsliðið var lagt niður fækkaði liðum strax. Stóru knattspyrnufélögin í Reykjavík, Fram, Víkingur og Fylkir, voru t.d. með kvennaknattspyrnu, en hafa öll lagt hana niður. Einn stjórnarmaður ónafngreinds félags lét hafa það eftir sér að meðan hann væri í stjórn yrði ekki stofnað kvennaknattspyrnul ið. Það eru einungis tvö félög eftir, Valur og KR, sem halda kvennaknattspyrnunni gangandi”. Konur veröa alltaf fyrir barðinu á hnífnum Kristrún: „Það er segin saga að ef einhversstaðar á að beita hnífnum, þá Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.