Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 4
UNGLINGALANDSMÓT U M F í Unglingalandsmót UMFI, fjölskylduhátíð Fyrsta unglingalandsmót UMFÍ, 10.-12. júlí, er stórviðburður og á eftir að marka gæfurík spor í sögu hreyfingarinnar. Það hefur verið mörgum áhyggjuefni að unglingar um 15-16 ára aldur hætta oft að stunda íþróttir. Unglingalandsmót UMFÍ eiga að stuðla að því að svo verði ekki, því með þátttöku í þeim gefst börn- um og unglingum tækifæri til þess að vera með og hafa mark- mið að keppa að. Það eru Eyfirðingar sem hafa veg og vanda af mótshaldinu, en keppnin fer fram á nokkrum stöðum í Eyjafirðinum. Á Dalvík er keppt í frjálsum íþróttum, borðtennis, skák og glímu. Á Árskógs- velli og í Hrísey er keppt í knattspyrnu. Á Þelamörk er keppt í sundi og í Svarf- aðardal í golfi og hestaíþróttum. Áætlaður fjöldi keppenda er um 1500 og minni héraðssamböndin láta þar ekki sitt eftir liggja. Flestir kepp- endur eru í frjálsum íþróttum og knatt- spyrnu, þá eru margir skráðir í sund. Ef Unglingalandsmótsnefnd kannar aðstœður í kvöldskímunni ú Dalvík. Taliðfrá vinstri: Bjarni Gunnarsson, Þuríður Amadóttir, form. UMSE, Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, Guð- rnundur Víðir Gunnlaugsson, Ólafur Óskar Óskarsson, Auðunn Eiríksson og Jón Sævar Þórðarson framkvœmdastjóri UMSE. A myndina vantar Katrínu Sigurjóns- dótturframkvœmdastjóra ULM. Tippum félögum í hag! Ungmennafélagar, munið a& tippa mei ykkar félagsnúmeri. Félögin fá um 20% söluágóða í sinn hlut og hægt er að fá upplýsingar unr félagsnúmerin á öllum sölustöáum. i NGLINGALANDSMÓT j UNGLINGALA MFI DALVÍK tala aðkomufólks nær 3000 manns gæti íbúatala Dalvíkur þrefaldast þessa helgi. Keppendur gista í sérstökum kepp- endabúðum og er unglingalandsmótið sniðið sérstaklega að þörfum og áhuga yngri kynslóðarinnar. Boðið verður upp á margt fleira en sjálfa keppnisdag- skrána svo sem tívolí, hestaleigu, veiði- ferðir, sund, gönguferðir, heilsuskokk og fleira. HRÍSEYJARFERJAN SÆYAR Sumaráætlun Gildir frá 1 . maítil 31. ágúst Frá Hrisey 09.00 Frá Arskógssandi 09.30 11.00 11.30 13.00 13.30 15.00 15.30 17.00 17.30 19.00 19.30 21.00 21.30 23.00 23.30 Jafnframt fer Sævar á þriöjudögum og föstudögum fró Hrisey kl. 8:30 og 14:00 til Dalvíkur og fró Dalvik kl. 10:00 og 15:00 til Hriseyjar. Einnig bjóðum vib upp á aukaferöir á ö&rum tímum. Nánari upplýsingar um borö í Sævari. Sími: 985-22211 4 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.