Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 17
KNATTSPYRNA Eysteinn Hauksson. vel með honum og hann á örugglega eftir að fá hringingar. Er hœgt að gera eitthvað til að sporna gegn þeirri þróun að allir góðir leik- mennfari suður? „Þegar ég kom austur þá hafði Höttur ekki náð neinum teljandi árangri í knattspyrnu eða verið í toppbaráttu. I fyrra hafði ég góðan mannskap og okkur tókst að vinna riðilinn með því að skora 47 mörk á móti sex sem við fengum á okkur og komast í úrslit. Þetta vakti ntikla athygli og þar með kom- umst við á blað. Farið var að fylgjast nteð því hvort hér væru menn sem gætu eitthvað og við tilnefndum tvo og annar komst inn. Liðið þyrfti að komast einni deild ofar, í þriðju deild, þannig að fólkið í bænum áttaði sig betur á hvers konar lið við erum með. Margir Egilsstaðabúar eru aðfluttir og það hefur ekki skapast þessi mikilvæga samstaða og ímynd að Höttur sé bestur og enginn geli unnið Hött. Samstaðan er vel þekkt í Keflavík og þar fylgjast allir með. Ég get ekki íntyndað mér að reynt verði að hindra það ef eitthvert félag reynir að fá Eystein til sín og ég hef auðvitað ekkert um það að segja þar sent ég er einungis ráðinn hér í eitt ár. Austfirðingar hafa átt A-landsliðs- ntann, Njál Eiðsson, og Þróttur Nes- kaupstað hefur líka átt unglingalands- liðsmann einu sinni eða tvisvar. En þetta er í fyrsta sinn sent Egilsstaðir eignast rnann. En það er ljóst að Eysteinn á enga möguleika ef Höttur færist ekki of- ar í deildinni nerna þá að hann skipti um félag og fari suður þar sem möguleik- arnir eru mestir. Félagið sem Eysteinn gengi til liðs við myndi slá tvær flugur í einu höggi þar sem hann er lands- liðsmaður í tveim greinunt. Fyrir Eystein er knattspyrna einungis í fjóra mánuði en með gervigrasinu í Reykja- vík er hún ársíþrótt. Hér þyrfti að koma gervigrasvöllur, annað hvort á Héraði eða á Reyðarfirði. þannig að strákarnir hér drægust ekki svona aftur úr“, segir Freyr. En hvað stendur hugur Eysteins til? „Það sem ég hugsa fyrst og fremst um núna er þetta surnar. Ég verð með Hetti, hér er kominn nýr grasvöllur og þjálfunin getur ekki verið betri. Og það sem ég hugsa um er að koma Hetti upp úr fjórðu deild en lengra er ég ekki farinn að hugsa. En auðvitað myndi ég ekki slá hendinni á móti freistandi til- boðuin, að fara suður og spila þar með öðrum flokki, en ég er ekki farinn að hugsa það mál meira.“ Iframtíðinni, landsliðið, eða Itvað? „Ja, ég stefni alltaf lengra, en tíminn verður að leiða það í ljós og ntaður verður bara að halda áfram á fullu þangað til maður nær takmarkinu", segir Eysteinn af sinni yfirveguðu rósemi. Freyr Sverrisson Hvernig knattspyrnu spilar Eysteinn? „Þegar ég byrjaði að þjálfa 1' fyrra þá kom hann á æfingu hjá mér og hafði þá ekki verið í knattspyrnu í tvö ár og vildi vera með og það varð fyrsta árið hans í meistaraflokki. Ég sá strax að hann var injög leikinn nteð boltann og komst síð- ar að því síðar að hann hafði keypt sér KSI knattspyrnuskólaspóluna og spilað hana og hlaupið svo út á blett og þaul- æft ákveðin atriði. Og þegar það var bú- ið var hlaupið inn aftur og næsta atriði tekið fyrir. Það var auðséð að Eysteinn Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.