Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 36
Vísnaþáttur Hlaupið var áhorfendum ógleymanlegt, þegar þetta létta náttúrubarn sveif fram- úr keppinautum sínum. Þegar tímaverð- irnir litu á klukkurnar sínar blikkuðu þeir augunum nokkrum sinnum og nudduðu þau. Klukkurnar sýndu 11 sekúndur sléttar, sem var nýtt Islands- met. Frá sigrí Sigurðar Jónssonar HSK í 400 m hlaupi á 14. Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki 1971. Sigurður var talinn sigurstranglegur í hlaupinu. Honum hafði snemma verið bent á að hann gæti hlaupið þessa vegalengd og hann komst fljótt að raun um að þar þýddi ekkert að óttast kvalafullan endasprett. Maður yrði að hlaupa á fullri ferð og láta skeika að sköpuðu um endalokin, hvort sem maður laumaðist ælandi út af vellinum eða kæmist í mark. Þegar hlaupið fór af stað mátti sjá að Sigurður einbeitti sér að Trausta Sveinbjörnssyni sem var talinn helsti andstæðingur hans. En brátt kom annar andstæðingur í Ijós. Austfirðingurinn Stefán Hallgrímsson var á braut fyrir innan Sigurð og var allt í einu kominn nokkra metra fram úr. Sigurður herti á sér og fór að saxa á forskot Stefáns, sem aftur á móti herti sig enn, beit sig í Sigurð og hélt ferðinni. Þeir hlupu nánast samhliða, sáu varla hvor annan en heyrðu þeim ntun betur þungan blástur. Þegar í markið kom hafði Sigurði tekist að komast ögn framúr, þó ekki lengra en svo að hann var ekki viss og hann fékk ekki vissu fyrir því að hann hefði sigrað fyrr en hann sá framan í Þuríði systur sína. Sigurður jafnaði Landsmótsmet Trausta á Eiðum, hljóp á 52,5 sek en Stefán hljóp á 52,6 sek. í síðasta vísnaþætti, sem var raunar sá fyrsti í langan tíma, voru settir fram tveir fyrripartar. Aðeins einn. Jón Stef- ánsson frá Dalvík, sendi botna svo leit- að var til nokkurra hagyrðinga sem brugðust vel við og árangurinn er þessi: Vorið nálgast blómin blíð birtu sólar njóta. Jón Stefánsson: Bráðum angar foldin fríð og frjóin öngurn skjóta. Bjarni Valtýr Guðjónsson: Arsins ljómar töfratíð tryggir vöxtinn skjóta. Freygarður Þorsteinsson: ísland mun því alla tíð alls hins besta njóta. Jóhannes Sigmundsson: Sæluríka sumartíð senn vér munum hljóta. Karl Gunnlaugsson: Ymsir þrauka enn um hríð aðrir af iandi þjóta. Pálmi Gíslason: Okkar bændur betri tíð brátt nú munu hljóta. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir: Heyja vor og vetur stríð í vatni blómin fljóta. Sveinbjörn Beinteinsson Glaðnar yfir grænni hlíð gleymist flest það Ijóta. Ýmsar stjórnir vinna vel verkin flestir lofa. Jón Stefánsson: Og hýrga sig við hanastél í heiðursmannakofa. Bjarni Valtýr Guðjónsson: Meðan hugans heita þel hafnar gleymskudofa. Freygarður Þorsteinsson: Andúð mína enn ég fel inni í litlum kofa. Jóhannes Sigmundsson: Sumir aðrir að ég tel oft á verði sofa. Karl Gunnlaugsson: Þessi er lökust það ég tel, þeir á verði sofa. Pábni Gíslason: Onefnda þó eina tel í öld er mætti sofa. Sveinbjörn Beinteinsson: Aðalstörfin upp ég tel eta, drekka, sofa. Hagyrðingar, takið nú vel við ykkur og sendið botna um hæl við þessa fyrri- parta: Ennþá hreliir erfið tíð illt er því að kyngja. Agústnóttin undur blíð ýmsar vonir glæðir. Með stuðlakveðjit, Ingimundur. Ljóðabókin Léttljóð Nýlega kom úr ljóðabókin Léttljóð eftir Eyfirðinginn Birgi Marinósson. Þessi fjórða ljóðabók er til sölu á skrifstofu Ungmennasambands Eyjafjarðar og er hún árituð af höfundi. Þeir sem hafa áhuga á að eignast bókina geta hringt eða skrifað og látið senda sér hana í póstkröfu, eintakið kostar 1500 krónur. UMSE Óseyri 2 - 600 Akureyri - sími 96-24477 36 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.