Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 8
KVENNAKNATTSPYRNA
Hluti afkvenna-
knattspymuliði
Hattar. Hanna
Veiga, Elva Rún,
Iris, Hugrún og
Ocidný Freyja.
Fagrir fætur
Hvatningarorð til
þeirra sem langar
að byrja: „Ekki
hlusta á
karlremburnar
sem segja að
maður fái Ijótar
lappir afþví að
spila
knattspyrnu. “
V
Kvennaknattspyrnulið Hattar á
Egilsstöðum spilar í 1. deild í sumar.
Þegar Skinfaxi leit inn á æfingu hjá
þeim sögðust þær vera spenntar, en
jafnframt líta á þetta sem reynslu eða
kennslustund.
„Það kemur í ljós hvort við höfum
eitthvað í önnur lið að segja, en sterk-
ustu andstæðingarnir eru ellaust IA,
Umf. Breiðablik og ef til vill Valur. En
við höfum það markmið að halda okkur
í deildinni.“
Allar stunda þær jafnframt aðrar
íþróttagreinar, en eru búnar að spila
knattspyrnu í 3-4 ár og segja félags-
skapinn mjög góðan.
„Við erum allar vinkonur og styðj-
um hver aðra. Það er löngu úrelt að tala
um brussur í knattspyrnu, en það má þó
segja að kvennaknattspyrnan sé grófari
en karlaknattspyrnan. Við erum grimm-
ari og meiri kjaftur á okkur. Og það er
kannski af því að það örlar enn á því að
litið sé niður á konur í knattspyrnu.
Kvennaknattspyrnan hefur batnað mikið
síðustu ár og þar með eykst áhuginn hjá
stelpum að stunda hana. íslenskar knatt-
spyrnukonur ættu að stefna að því að
verða eins góðar og stelpurnar frá
Bandarfkjunum, Noregi og Kína. Þær
eru rosalega góðar og snöggar og ef þær
kæmu hingað myndu þær rúlla karlalið-
unum upp.
Aðalvandamálið er að það er alls
ekki nógu mikið gerl fyrir konur í knatt-
spyrnu á íslandi. Þær eru oft á tíðum
hafðar útundan eða til hliðar, bæði í
blöðum og hjá sumum félögum."
k
8
Skinfaxi