Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 5
F R A RITSTJORA Ungmennafélagsskógar Nú er sumarið vonandi koinið og það er sá tími ársins sem ákjósanlegastur er til þess að fegra og hreinsa umhverfið. Ungmennafélagar hafa frá stofnun UMFÍ, árið 1907, unnið markvisst að umhverfisvernd og hafa átt sinn þátt í þeirri miklu umræðu og þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað til verndunar landsins okkar. Af nýlegum verkefnum má nefna hreinsunarátak UMFI 1989, „Tökum á, tökum til“, þegar hreinsað var meðfram 6000 krn svæði og um 400-500 tonn af rusli söfnuðust. Þá ntuna allir eftir umhverfisverkefninu „Fósturbörnin" sem hófst 1991 og stendur yfir í þrjú ár. Um 200 félög, víðs vegar uni landið, tóku að sér unt 250 fósturbörn sem ætlunin er að fóstra eins og best verður á kosið. Nú stendur yfir úttekt á skógræktarreitum ungntenna- félaganna og hefur Birni B. Jónssyni, fyrrverandi formanni HSK, verið fengið það verkefni, en hann stundar nú nám í skógarverkfræði í Finnlandi. Þegar hafa skógarreitir í Rang- árvallasýslu, Skaftafellssýslum, á Austurlandi, í Þingeyjar- sýslum og á Snæfellsnesi verið teknir út. Á þessum svæðum hafa urn 60 skógarreitir verið mældir, bæði nýir og garnlir og reyndust þeir u.þ.b. 160-170 hektarar að stærð. I skýrslum má sjá að um 100 félög hafa einhverntíma stundað skógrækt og búast má við að margir lifandi reitir verði skráðir í Borgarfirði og Árnessýslu. Fyrir utan þessa 60 skógarreiti er ljóst að heimareitir, sem ekki geta talist hreinir ungmennafélagsreitir, skipta hundr- uðum. Þá hefur hagað þannig til að ungmennafélagar hafa séð um gróðursetningu og félögin oft útvegað plöntur. Telja má fullvíst að umræðan um mikilvægi unhverf- isverndar innan hreyfingarinnar hafi skilað sér ríkulega, þar sem nýleg félög eða deildir, eins og hestamannafélög og golfklúbbar, hafa þegar hafið skógræktarstarf. Einnig má það markvert teljast að í Suður-Þingeyjarsýslu eru starfandi 15 félög, en þar fundust 17 reitir og á Snæ- fellsnesi hafa sex félög nýlega hafið skógræktarstarf og öll hafa þau unnið í samvinnu við önnur félög á svæðinu. Sam- vinna allra landsmanna er einmitt það sem koma skal og ein besta leiðin til þess að fá fleiri og tleiri til þess að opna augun, þannig að stuðlað verði að vænlegri árangri í umhverfis- verndarmálum. Ætlunin er að fyrstu niðurstöður skógræktarúttektarinnar fáist með haustinu, en endanleg úttekt mun Iiggja fyrir í febrúarmánuði. Margir skógarreitir ungmennafélaga eru orðnir að grósku- miklum skógum sem vel eru fallnir til útivistar og þeirn tilmælum er beint til félaga að gera samning við landeigendur um umgengni á þeim svæðunt sem þau hafa fengið til gróð- ursetningar. Það er skylda okkar að vinna að gróðurvernd og miðla upplýsingunt um mikilvægi hennar til þeirrar kynslóðar sern vex nú úr grasi. Eigum gleðilegt gróðurvemdarsumar. Záma. c'CÓ. Raddir lesenda Drangsnes - Dalvík - Djúpivogur Að þessu sinni voru raddir lesenda valdar eftir pósthúsum er öll byrjuðu á sama staf. Óskar A. Torfason, Drangsnesi: Blaðið á rétt á sér og er oft fróðlegt og skemmtilegt. Ég hef gaman af vel skrifuðum viðtölum. Þau mættu vera fleiri og þyrftu að vera persónulegri en verið hefur. Flosi Ingólfsson, Flugustöðum: Ég hef lítið lesið blaðið að undanförnu. Mikið af lesefni berst og ekki er hægt að tileinka sér það allt. Ég hafði meiri áhuga á Skinfaxa áður. Það er nánast af skyldurækni að ég kaupi hann ennþá. Hann er frekar fyrir þá yngri sem eru í starfinu. Vilhjálmur Björnsson, Dalvík: Ég les alltaf Skinfaxa, en ég hef meira gaman af eldri blöðum. Það vantar í blaðið úrslit móta frá öllum sambönd- um, eins og áður var. Reyndar er það ekki sáluhjálparatriði fyrir mig því dagblöðin birta þau meira en áður. Ef til vill þyrfti að segja meira frá félögunum sem eru fjærst þéttbýlinu. Framkvœmdastjóri UMFÍ. Sœmundur Runólfsson og ritstjóri Skinfaxct heimsóttu félögin cí Austurlandi í maímdnuði dsamt formanni UIA, Sigurði Aðalsteinssyni. Fundurinn með Leiknismönnum d Fdskrúðsfirði hafði svo góð dhrif að þeir hófu umsvifalaust útgdfu fréttabréfs. Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.