Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 27
M A T A R Æ Ð I B A R N A síðan úr kjöti og kjötvörum, en græn- meti veitir okkur einnig mikið af járni. Líkamanum gengur oft erfiðlega að nýta sér það járn sem er í matnum og til að auka nýtingu þess er gott að borða C- vítamínríka fæðu með, eins og t.d. appelsínu eða appelsínusafa, kíví, hvít- kál, rófu eða papriku. I líkamanum keppa járn og kalk á vissan hátt um að nýtast sem best - en bæði efnin eru nauðsynleg og þess vegna er ekki ástæða til þess að sleppa því að drekka mjólk með mat. verði einhæft og þá um leið eru meiri líkur á að einhver næringarefni skorti. Ekki fer alltaf saman ódýrt og hollt og má þar nefna að gosdrykkir eru oft á tíðum ódýrasta drykkjarvaran sem boðið er upp á í stórmörkuðum. Islendingar drekka mun meira af gosdrykkjum en aðrar þjóðir og er það slæmt vegna þess að gosdrykkirnir eru sykurríkir, hafa slæm áhrif á tennurnar og veita orku en engin önnur næringarefni. Það er gott að venja sig ungur á gott mataræði eins og aðra góða siði. Reglu- við líka að öllu jöfnu meiri orku en seinni partinn. Góður morgunmatur barns sem þarf um 2000 hitaeiningar daglega getur t.d. verið 1-2 glös af mjólk, tvær smurðar brauðsneiðar með osti eða öðru góðu áleggi og appelsína eða epli. Hann getur líka verið súrmjólk með múslíi eða cheerios með mjólk og banana eða öðr- um ávexti. Þegar orkuþörfin er meiri er bara að bæta við og borða t.d. bæði súr- mjólkurdiskinn og brauðsneið auk t.d. appelsínu. Hvað hefur áhrif á fæðuval barna? Að nokkru leyti stjórna þarfir líkamans því hvað við látum ofan í okkur. Þetta gerir líkaminn með þorsta og svengd, þegar við höfum þörf fyrir vatn og orku. Við get- um þó stjórnað miklu sjálf og líkaminn lætur ekki alltaf vita hvað hæfir honum. Við get- um hjálpað til við að veita honum nægilega mikið af vítamínum og steinefnum auk trefjaefna með því að velja fjölbreyttan mat og muna eftir grófu brauði, ávöxtum og grænmeti. Orku- og próteinþörf manna er misjöfn. Hún ræðst af kyni og aldri og því hversu mikið einstaklingurinn hreyf- ir sig. Hlutfallslega þurfa börn meiri orku en fullorðnir ef miðað er við stærð. Það stafar bæði af þeirri uppbyggingu sem líkami þeirra er í og eins er algengt að börn hreyfi sig meira. Próteinþörfin er, líkt og orkuþörfin, hlutfallslega meiri hjá börnum en full- orðnum . Venjum börnin ung á rétt mataræði Við veljum okkur mat í samræmi við það sem okkur þykir gott og hvað stendur til boða í hvert skipti. Einnig hefur það áhrif hvað aðrir í kringum okkur borða, fæðuvenjur og lífshættir innan fjölskyldunnar. Þar sem lítill tími gefst til matreiðslu er hætta á að fæðið Hádegis- eða kvöldmatur legir matmálstímar stuðla að góðu fæðu- vali og minnka líkur á óhollri neyslu milli mála. Morgunmatur Morgunmalur er undirstöðumáltíð dagsins því að morgni erum við best í stakk búin til þess að takast á við annríki dagsins en að kvöldi erum við farin að lýjast. Fyrri hluta dags þurfum ora Þó að það sé heppilegt að borða svokallaða aðalmáltíð dagsins í hádeginu er al- gengast að fjölskyldur borði heitu máltíð dags- ins á kvöldin vegna vinnu foreldranna og kannski einnig vegna skólatíma barnanna í fjölskyldunni. Góð, heit máltíð er t.d. fiskur eða kjöt með kartöflum og ríkulegur skammtur af grænmeti soðnu eða í hrásalati. Ef ekki er hægt að borða þessa máltíð í hádeginu kemur spóna- matur, t.d. skyr, jógúrt, þykk- mjólk, grautur eða súpa ásamt brauði og áleggi í staðinn. Millibitar, kaffitímar og skólanesti Krakkar hafa stundum ekki maga- rými fyrir stórar máltíðir og þurfa því að borða oftar en fullorðnir, t.d. fjórum til sex sinnum á dag. I kaffitímum og millibitum er æskilegra að borða gróft brauð fremur en sætabrauð, ósætt kex og hrökkbrauð frekar en súkkulaðikex og annað sætt kex, og ávextir eru einnig þægilegir og hollir millibitar. Það er einnig betra að nota ávaxtasafa eða mjólkurdrykki frekar en gosdrykki. Inga Þórsdóttir, dósent í nœringatfræði, Elva Björk Sœvarsdóttir, nemi í matvœlafræði við HI. Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.