Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 29
VERÐLAUNASOGUR Ungu skáldin sem unnu til verðlauna Þrefaldur verðlaunahafi I síðasta tölublaði Skinfaxa voru úrslit í smásagnasamkeppninni birt og jafnframt sagan sem varð í fyrsta sæti, Einu sinni var... eftir Stefán Boga Sveinsson frá Egilsstöðum. Stefán Bogi, sem er fæddur 1980, er sannarlega búinn að gera garðinn frægan því síðastliðinn vetur vann hann til verðlauna í þrem verðlaunasam- keppnum. Hann fékk einnig fyrstu verðlaun í Ijóðasamkeppni í tímariti UÍA, Snæfelli, og hann vann til verðlauna í teiknisam- keppni Mjólkurdagsnefndar. I viðtali sem Austri átti við hann á dögunum sagði hann að rit- gerðasamkeppnin hjá Skinfaxa hefði verið skemmtilegust. Fyrir utan smásagnasmíðar, Ijóðagerð og teikningu þá stundar Stefán Bogi knattspyrnu hjá íþrótta- félaginu Hetti á Egilsstöðum. En hvemig fór hann að þvf að semja verðlaunasöguna? „Það gerðist þannig að þegar ég fékk Skinfaxa og las auglýsinguna um keppnina þá las ég líka viðtalið við Pelé. Þá ákvað ég að lofa Pelé enn meira. Ég hef ekki oft samið sögur og aldrei tekið þátt í keppni áður. Byrjun sögunnar kom strax upp í hugann og ég skrifaði hana strax niður. Síðan þurfti ég að hugsa hvert framhaldið yrði. Eftir að ég sarndi söguna sýndi ég Pétri Eiðssyni hana og hann benti mér á ýmislegt sem ég gat lagað, t.d. orðalag og annað. Ég held að ég hafi verið svona eina kvöldstund að sentja Einu sinni var..sagði Stefán Bogi. Stefán Bogi les mjög mikið og af lestrinum segist hann fá ntikinn orða- forða. Hann ætlar að halda áfram að semja sögur og ljóð og er búinn að kaupa sér sérstaka bók til þess að skrá ljóðin í. „Það getur vel verið að ég gefi ljóðin einhvern tíma út, en það verður langt þangað til því að bókin er 100 blaðsíður og ég skrifa eitt Ijóð á hverja blaðsíðu." Þetta ljóð sem hér fer á eftir samdi Stefán Bogi sérstaklega fyrir Skinfaxa. Eg horfi á himininn Ég horfi á himininn á blaði. Öll þessi stóru lönd svo smá, að ég gæti eytt þeim í hendi mér. Eins og þau gætu eytt mér, í raunveruleikanum. I sumar ætlar Stefán Bogi að spiia knattspyrnu og fylla út í ljóðabókina sína þess á milli. Skinfaxi óskar honum góðs gengis á listabraut framtíðarinnar. Stefán Bogi Sveinsson. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir er fædd árið 1979 og er frá Ytra-Ósi, rétt utan Hólmavíkur. Hún vann annað sætið í smásagnasamkeppninni fyrir söguna Sundkeppnin. Anna stundar bæði sund og fótbolta, en því miður þurfa krakkarnir á Hólmavík að fara í Bjarnarfjörð til þess að komast í sund þannig að hún getur ekki stundað sundið eins ntikið og hún vildi. Anna hefur oft samið sögur en aldrei tekið þátt í keppni áður. Sagan um Sundkeppnina er um stelpu sern var ntjög góð í sundi en eftir að hún fór að drekka áfengi og reykja þá fór henni að ganga illa. Anna segir að hún hafi meðal annars fengið fræðslu um skaðsemi áfengis og reykinga í skólanunt. til dæmis hafi verið sýnd teiknimynd frá Krabbameinsfélagi Islands sem hafi haft góð áhrif. En er einhver saga á bak við Sund- keppnina? „Nei það held ég ekki, ég settist bara niður og skrifaði. Það getur þó verið, ég þekki stelpu sent er þremur árum eldri en ég og er rnjög góð í sundi og hún reykir. Það getur verið að hún hafi verið í undirmeðvitundinni þegar ég skrifaði söguna. Ég veit að hún er alltaf að reyna að hætta að reykja og ég hef áhyggjur af henni." Og hér kernur sagan hennar Önnu G. Ingvarsdóttur. Sundkeppnin Rúna vaknaði við það að Patryggur kötturinn hennar var að sleikja hana í frantan. „Patryggur hættu þessu“, sagði Rúna og setti Patrygg niður á gólf. Rúna sem hét Hugrún Óskarsdóttir var 13 ára görnul með ljóst, liðað hár niður á bak og gráblá augu. Hún æfði sund og frjálsar. Rúna átti einn bróður sem hét Einar Karl og var 15 ára. Rúna og Einar bæði drukku og reyktu. I gærkvöldi, sem var laugardagskvöld, fóru þau bæði á fyllirí sern endaði með því að Rúna ældi á stéttina fyrir framan húsið hjá sér. I dag átti að vera sundmót sent Rúna átti að keppa á. Rúna var með höfuðverk eftir gærdaginn. Þegar hún stóð upp og hreyfði sig eitthvað fékk hún ógeðslega rnikinn verk. „Jæja kisi minn, við verð- um víst að fá okkur verkjatöflu", sagði Rúna og labbaði inn í eldhús. Mamma og pabbi Rúnu sátu við eldhúsborðið og lásu dagblað. „Góðan dag Rúna mín". sagði Jóhanna mamma hennar. „Hvað vilt þú fá í morgunmat?", spurði hún. “Verkjatöflu og eitt glas af vatni" sagði Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.