Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 33
G A M L A R K E M P U R stökki. I öldungaíþróttunum hefur hann einbeitt sér að kastgreinum og sett íslands- nret í kúluvarpi og kringlu- kasti. Hann hefur keppt á fjórurn heimsmeistaramótum öldunga og séð um allan und- irbúning vegna þátttöku Is- lendinga á þessum stórmótum undanfarin sex ár. Oli varð í áttunda sæti í kúluvarpi 1987 í 45-49 ára flokki þegar hann kastaði 11,89 m, fimmti í kastþraut 1991 og hann hefur einnig unnið til bronsverð- launa á Norðurlandameistara- móti íkúluvarpi. „Árangur minn hefur ver- ið framar öllum vonum. Heimsmeistaramótin eru stór- kostleg mót með yfir 5000 keppendum frá 60 þjóðum og keppt er í heila viku á fjórum leikvöngum. Á þessum mótum er mikilsvert fyrir okkur Islendinga að fá að kynnast mörgum af frægustu íþróttamönnum allra tíma eins og A1 Oerter, sem er fjórfaldur OL- meistari í kringlukasti og Klaus Lietke heimsmethafa í kúluvarpi." Þátttakendur á öldungamóti í Baldurshaga. þar sem hann setti nýtt heimsmet sem hefur staðið í 13 ár, 14,86 sek. Þetta met var nýlega slegið, en Valbjörn á hins vegar enn heimsmetið á hærri grindina, 14,7 sek. 73 ára Jóhann Jónsson, Víði Garði, hefur sett mikinn svip á öldungamót undan- farin ár. Hann var landskunnur hlaupari á stríðsárunum ‘39-’44 þegar hann bjó á Austfjörðum. Þátttaka hans í frjálsum íþróttum féll niður um fjörutíu ára skeið, en þegar hann frétti af öldungastarfinu þá byrjaði hann aftur af fullurn krafti. Hann keppti með glæsilegunt árangri í Oregon 1989 í 70-74 ára flokki, þar sem hann varð heimsmeistari í þrístökki, Síungir „öldungar“ 36-73 ára Þeir eru orðnir fjölmargir öldung- arnir sem hafa látið að sér kveða, en hér á eftir fer listi yfir nokkra þekkta ein- staklinga, ásamt helstu upplýsingum um afrek þeirra. 58 ára Valbjörn Þorláksson, KR. á flest íslandsmet öldunga eða yfir 70 í ald- ursflokki 35-55 ára. Hann hefur lengi verið einn fjölhæfasti frjálsþróttamaður landsins og enginn hefur sigrað eins oft á Islandsmeistaramótum og öldunga- mótum. Enginn hefur keppt eins oft í frjálsum á OL og Valbjörn, en liann hef- ur keppt á þremur leikurn, 1960, 1964 og 1968. Hann varð Norðurlandameist- ari í tugþraut 1965. Á árunum 1955- 1960 var hann einn af 10 bestu stang- arstökkvurum heims og átti best 4,50 m, en heimsmetið þá var 4,77 m og stokkið á bambus- eða stálstöng. Hann sló í gegn í Hannover 1979 þegar hann varð þrefaldur heimsmeistari, í stangarstökki, fimmtarþraut og í 110 m grindahlaupi, Valbjörn Þorláksson Jóhann Jónsson 9,14 m, en hann hefur stokkið 9,54 m í þessum flokki, sem er fimmti besti árangur í heiminum frá upphafi. Hann varð annar í langstökki og þriðji í spjótkasti í sörnu keppni. Árið 1990 var Jóhann Norðurlandameistari, öllunt að óvörunt, í Iangstökki og fjórði í þrí- stökki á HM síðastliðið sumar. Jóhann varð einnig Norðurlandameistari öld- unga í langstökki og þrístökki 1991 og á nú öll Islandsmet öldunga í 70-74 ára flokki og flest í 65-69 ára flokki. 41 árs Sú kona senr hefur sett mestan svip á þátttöku kvenna í öldungamótum er Unnur Stefánsdóttir, HSK, sem á flest Islandsmet kvenna í öldungaflokkum 33 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.