Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 30
Rúna og settist niður við borðið. „Verkjatafla og vatn skal það vera,“ sagði Jóhanna og náði í verkjatöflu fyrir Rúnu. „En í eftirmat?", spurði Jóhanna. „Ja, egg og flesk“, sagði Rúna. Þegar Rúna var búin að borða eggin og fleskið skrapp hún í heimsókn til Huldu vin- konu sinnar. Þegar hún kom aftur heim var klukkan orðin þrjú og hún fór að hafa sig til fyrir sund- mótið. Rúna keppti í 100 m bringusundi og 50 m skriðsundi. Rúna hafði átt heima úti á landi til 10 ára aldurs og þar hafði hún æft bæði sund og frjálsar íþróttir en síðan hún flutti til Reykjavíkur hafði hún alveg hætt að æfa frjálsar, en haldið áfram í sundinu. Rúna hafði líka byrjað að reykja og drekka þeg- ar hún flutti til Reykjavíkur. Eftir að hún flutti til höfuð- borgarinnar varð hún alltaf verri og verri í íþróttum og latari og latari og gerði ekkert annað en hanga í tölvu og horfa á myndbönd. Þegar klukkan var orðin hálf fjögur fór Rúna til Huldu og þær löbbuðu niður í Breið- holtslaug, en þar átti sundmótið að fara fram. Þegar þær komu í sundklefann fóru þær í sturtu og klæddu sig í sundbolina sína. Hulda ætlaði að keppa í 50 m baksundi. Rúna var að drepast úr kvíða og þegar röðin kom að henni var hún búin að hætta við að keppa, en Hulda neyddi hana til þess að gera það. Núna var Rúna kölluð upp í bringu- sundið. „Gangi þér vel“, kallaði Hulda. Rúna synti vel og hratt, en samt var þetta versti tíminn sem hún hafði fengið þegar hún var að keppa á móti. Rúna varð í þriðja sæti í bringusundi, en í sjötta sæti í skriðsundinu. „Hulda, veistu í hverju ég er að pæla?“, spurði Rúna. „Nei, ég veit það ekki nema þú segir mér það“, sagði Hulda. „Hætta að reykja". „Ha!“, sagði Hulda. „Já ég er að pæla í hætta að reykja núna strax, bíddu aðeins“, sagði Rúna og tók túss- penna upp úr vasanum og byrjaði að skrifa eitthvað á gangstéttina. „Bíddu ekki kíkja, þú mátt sjá rétt bráðum. svona nú máttu sjá“, sagði Rúna hreyk- in. Hulda leit á gangstéttina og las: „Eg undirrituð Hugrún Oskars- dóttir hætti að reykja sunnudaginn 19. janúar 1992 og ég vona að ég byrji aldrei aftur. Hugrún Óskarsdóttir.“ „Eg trúi þessu ekki“, sagði Hulda. „Núna byrjar þú að vera með Björk og liðinu.“ „Nei, nei, þó að ég hætti að reykja þá þýðir það ekki að ég hætti að vera með vinum mínum“, sagði Rúna. „Eigum við að fá okkur pylsu og kók?“, spurði Hulda. „Já, já", sagði Rúna. Síð- an fóru þær heim til Rúnu og sýndu Jóhönnu verðalaunapeningana og auð- vitað þurfti hún að verðlauna þær með því að baka pönnsur og hita kakó. Þegar þær voru búnar að troða í sig eins miklu og þær gátu í sig látið voru þær alveg að springa. Þær fóru að hlusta á plötur, en svo þurfti Hulda að fara að drífa sig enda var klukkan langt gengin í átta og hún átti líka eftir að læra heima fyrir morgundaginn. Dagarnir liðu fljótt og þegar hér er komið sögu er liðinn mánuður frá því að Rúna hætti að reykja, fyrst hafði það gengið illa og hún hafði borðað alveg óhentjumikinn mat og þá sérstaklega snúða. En svo fór hún að venjast þessu og hana var alveg hætt að langa í síga- rettu. Rúna fór í sund á hverju degi og var farin að æfa hlaup og hástökk. Næsta sundmót átti að vera eftir tvo daga og Rúna æfði svo stíft að hún hafði varla tíma til að fara í heimsóknir og hún var tvisvar búin að lofa Huldu að koma og í bæði skiptin svikið það og núna var hún á leiðinni til Huldu til að útskýra fyrir henni hvers vegna hún hafði ekki komið. Þegar Rúna hringdi dyrabjöllunni hjá Huldu var hún ekki viss hvort hún myndi þora að standa fyrir framan hana eftir að hafa svikið hana tvisvar sinnum. Arni sem var bróðir Huldu kom til dyra. „Nei hæ Rúna, langt síðan þú komst síð- ast“, sagði hann. „Er Hulda inni? Eg þarf að tala við hana“, sagði Rúna. „Já ég skal ná í hana“, sagði Árni og hvarf inn í húsið. Þegar Hulda kont í dyrnar sá Rúna hvað hún var leið. „Viltu koma í bíó?“, spurði Rúna. Þá glaðnaði yfir Huldu. „Já endilega“, sagði hún, „á hvaða mynd?“ „Þú ræður“, sagði Rúna. „Hemm, ég hef heyrt að Hrói Höttur sé góð. Hvað finnst þér?“, spurði Hulda. „Allt í lagi og ég borga miðana og þú nammið, samþykkt?", spurði Rúna. „Já, samþykkt“, sagði Hulda. Eft- ir bíóið fóru þær í sund. í sundlauginni sagði Hulda að Rúna hefði tekið mikl- um framförum. Rúna varð dálítið montin, en sagði svo að það væri allt því að þakka að hún hætti að reykja. „Kem- ur þú á sundmódð á sunnudaginn?", spurði Rúna. „Ja ég veit það ekki, kannski til að horfa á en ekki til að keppa“, sagði Hulda. „Nú af hverju ekki?“, spurði Rúna. „Æi ég er svo léleg í sundi“, sagði Hulda. Ekki finnst mér það,“ sagði Rúna, „Þú vinnur örugglega í baksundinu, það er pottþétt. „Jæja þá ég skal keppa í baksundi, en engu öðru“, sagði Hulda. Næsti dagur leið fljótt og núna var kominn sunnudagur. Mótið átti að byrja klukkan fjögur eins og vana- lega og klukkan hálf fjögur voru stelp- urnar mættar á svæðið. Nú var það Hulda sern var komin að því að hætta við á síðustu stundu, en Rúnu tókst að tala hana til. Núna var Rúna kölluð upp til að keppa í 100 m bringusundi, hún var í fyrsta riðli. Rúna náði besta tím- anum í sínum riðli, bæði í bringusundi Anna Guðmunda Ingvarsdóttir. 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.