Skinfaxi - 01.05.1992, Side 16
KNATTSPYRNA
Landsliðsmaður
í knattspyrnu og handknattleik
Það þykir í frásögur færandi þeg-
ar landsbyggðarmaður í fjórðu
deild er valinn í unglingalands-
liðið í knattspyrnu. Austfirðingar
geta nú státað af því að eiga
mann í 18 ára landsliðinu. Ey-
steinn Hauksson, 17 ára, frá
Hetti á Egilsstöðum lyfti félaginu
á hærra plan þegar hann var
valinn í liðið, en hann er líka
leikmaður í unglingalandsliðinu í
handknattleik.
Eysteinn æfði ekki handknattleik
síðastliðinn vetur, en samt var hann
valinn í I8 ára liðið. Veturinn 90-91 fór
Eysteinn suður og spilaði með KR í
þriðja flokki í handbolta og varð ís-
landsmeistari með þeim, og þar komu
þeir auga á hann. Að hann skyldi valinn
í unglingalandsliðið í knattspyrnu er því
mun stærri sigur fyrir hann, þar sem
mun færri hafa séð hann spila.
Skinfaxi var á ferð á Egilsstöðum í
maímánuði og hitti nýbakaðan ung-
lingalandsliðsmann.
Fyrsti unglingalandsliðsmaðurínn í
knattspyrnu ct Egilsstöðum, hvernig líst
þérá?
„Mér líst vel á og er ánægður með
þetta. Það má segja að ég hafi stefnt að
þessu síðan ég byrjaði að æfa, fjögurra
ára gamall.“
Freyr Sverrisson úr Keflavík hefur
þjálfað Eystein á annað ár. Hann var
áður leikmaður í l. deild í Keflavfk og
þjálfaði einnig yngri flokka. Hann sagði
það mikinn áfanga og stórt stökk fram á
við fyrir Egilsstaði að eignast ung-
lingalandsliðsmann í knattspyrnu.
„Málið var það að þegar valið fór
fram á landsliðinu 14-16 ára, drengja-
landsliðinu, þá var Eysteinn tilnefndur,
en þá átti hann við þrálát meiðsli að
stríða í nára og var auk þess á kafi í
handboltanum. Hann var efins um hvað
hann ætli að gera og gaf ekki kost á sér.
Það er yfirleitt þannig að þegar strákar
utan af landi eru valdir í drengja-
landsliðið þá koma stóru félögin í
Reykjavík og bjóðast til þess að aðstoða
þá og þeir fara í skóla í Reykjavík og
þar með ganga þeir í eitthvert Reykja-
víkurfélaganna. Þannig gerist það að
þeir eru komnir í önnur lið þegar þeir
eru valdir og þar með eru það ekki liðin
úti á landi sem eiga menn í unglinga-
landsliði.
Núna er það bara spurningin hvað
okkur tekst að halda lengi í hann hérna
fyrir austan þegar hann er kominn í
Iandsliðið", sagði Freyr.
Hverju spáir þú?
„Ja, Eysteinn er íþróttamaður af lífi
og sál. Hann hvorki reykir né drekkur
og æfir oft meira en aðrir. Eg á von á
því að stærri knattspyrnufélögin fylgist
16
Skinfa.xi