Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 7
GLIMUKONGURINN eru jafn góðir eða betri en maður sjálf- ur.“ Helstu lærifeður Jóhannesar eru Kjartanar tveir úr Árnessýslunni, Lárus- son og Helgason og þeir komu honum á fullt skrið. „Eftir stúdentspróf var ég að vinna hjá glímusambandinu og kenndi þá líka glímu í grunnskólunum og ég held að það hafi verið þann vetur sem ég lærði einna mest í glímu. Það að kenna glímu sjálfur fær mann til þess að skoða betur ýmis smáatriði. Þann vetur æfði ég líka glíntu bæði hjá Ungmennafélaginu Vík- verja og KR, þá glímdi ég við gamla bragðarefi eins og Sigurð Jónsson, föður Ingibergs og Ólaf Hauk, fyrrverandi glímukóng." Attirðu von á að vinna Grettisbeltið? „Það borgar sig ekki að hugsa of mikið um það við hverju á að búast. Heldur að hugsa um það hvernig maður á að vinna hverja glímu meðan á henni stendur. Maður segir ekki við sjálfan sig áður en maður fer á mót: „Ég ætla að vinna þetta mót“. Ég reyndi að fara í hverja glímu með því hugarfari að hún gæti farið á hvorn veginn sem var. Ég get ekki neitað því að ég hafði hugsað um þann möguleika að ég gæti unnið Grettisbeltið. En ég hef lært það af reynslunni að það borgar sig ekki að reikna með neinu fyrirfram." Hvað var það setn réði úrslitum í glímunni við Arngeir Þingeying? „Ég held að það sem réði helst úrslitum var að ég get sótt á báðar hliðar og það er rnjög erfitt að verjast bæði hægra og vinstra megin. Arngeir var búinn að leika það hvað eftir annað að verjast, þannig að þetta var kannski tilviljun að bragðið heppnaðist áður en glíman var búin. Ég tók sniðglímu á lofti hægra megin, en það er eitt af mínum uppáhaldsbrögðum. Hábrögðin eru yfir höfuð mín sterkustu brögð, bæði hægra og vinstra rnegin." Jóhannes úrskrifaðist sem búfræð- ingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1991, sama dag og Islandsglíman fór fram og gat því ekki keppt. Hann stefnir á framhaldsdeildina næsta vetur, en margir hafa áhyggjur af því að þá geti kóngurinn ekki sinnt glímunni sem skyldi. Stefnir hann að því að halda Grettisbeltinu? „Ég hef mikið hugsað um það hvernig ég get hagað æfingum. Einn niöguleiki er að koma af stað glímu á Hvanneyri, en ég hef líka reynt að tæla ýmsa glímumenn með mér í skólann. Um helgar fer ég alltaf heim og þá get ég vonandi notað tækifærið og komið við í Reykjavík og farið á æfingar þar og auðvitað væri best ef Víkverji og KR væru með æfingar klukkan fimm og sjö þannig að ég gæti mætt á tvær sama kvöldið. Ég ætla að reyna að nýta öll tækifæri og það sem skiptir líka miklu er að vera í góðu formi. Ég ætla að fara í næstu Íslandsglímu með sama hugarfari og ég fer í önnur mót, það getur hver sem er unnið, en auðvitað væri gaman að halda beltinu." Hverjir heldurðu að verði erfiðustu andstœðingarnir? „Það er auðvitað ekki hægt að bóka það að Ólafur Haukur komi ekki aftur, nú svo er það Arngeir að sjálfsögðu og Ingibergur, þeir eru skæðastir af þeim sem keppa núna. Eyþór Pétursson gæti lfka komið aftur.“ Hvernig finnstþér glíman standa ídag? Við getum ekki miðað okkur við aðrar þjóðir vegna þess að þetta er séríslensk íþrótt og þessvegna er erfitt að meta út frá því. Og það er erfitt fyrir mig að dæma um hvort ég sé betri en glímukóngurinn fyrir tuttugu árum, en þessi mikli áhugi sem fer vaxandi gefur tilefni til þess að breiddin sé að verða meiri og meira úrval verði af góðum glímumönnum. Það strandar yfirleitt ekki á áhuganum hjá krökkunum, hins vegar vantar fólk sem getur séð um þjálfunina. Þó svo að glíman sé íslenskt fyrir- brigði þá höfum við átt töluverð sam- skipti við aðrar þjóðir og erum í al- þjóðasamtökum urn keltnesk fangbrögð og höfurn kynnt glímuna erlendis og líka kynnst öðrum fangbrögðum. Mér finnst mikils virði að hafa þetta tækifæri og það er mjög góð tilfinning að sýna íslenska glímu fyrir nokkur þúsund áhorfendur." Glíman er ein af þeim íþróttagrein- um sem konur og karlar geta stundað langt fram eftir aldri, en þeir sem ekki hafa kynnt sér glímuna gera sér kannski ekki grein fyrir hvað hún er skemmtileg, spennandi og falleg íþrótt. Jóhannes segir það miður að of fáir mæti á glímumót. „En það er til mikilla bóta að konur eru farnar að stunda glímuna og félags- skapurinn verður auðvitað skemmtilegri fyrir vikið. Og á vissum aldri þá taka stelpurnar strákana og bylta þeim eins og ekkert sé.“ Glímusagan hans Jóns M. ívarssonar Þegar Jóhannes vann Fjórðungsglímu Suðurlands 1986 þá var Jón M. ívarsson, glímufrömuðurinn sem allir þekkja, einn af keppendum. Hann hafði unnið árið áður þegar keppnin var endurvakin eftir nokkurt hlé og ætlaði sér auðvitað að vinna aftur og honum tókst að brjóta Jóhannes á bak aftur, en Jóhannes bar þó sigur úr býtum, þar sem hann hafði unnið alla nema Jón. Jón státar sig nú af því við öll tækifæri þegar glímu ber á góma að meira að segja glímukóngur íslands hafi aldrei unnið hann á glímumóti. Og þeir sem þekkja Jón M. Ivarsson vita að umræður um glímu gilda við öll tækifæri og hefur hann þar að auki verið verið staðinn að því að bera þessa sögu á borð upp úr eins manns hljóði og líka upp úr svefni. (Af velvilja við heimildarmann er hans ekki getið hér.) Jóhannes segir sína heitustu ósk í sambandi við glímu vera að fá að glíma við Jón M. ívarsson og segist hann vita um marga fleiri sem vilja fá að glíma við Jón. Og hver veit nema haldið verði Skinfaxamót í glímu á Hvanneyri næsta vetur þar sem skorað verður á Jón Magnús að mæta galvaskur til keppni við glímukónginn. Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.