Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 11
ALMENNINGSÍÞRÓTTIR Teygjuœfingar ent lykilatriði eftir skokkið. var hér byrjaði hann á því að mæla út leiðir en hafði sig aldrei í að hlaupa fyrr en hann fór að hlaupa með Seltjarnes- hópnum og hefur nú hlaupið bæði hálft maraþon og heilt. Þetta er gott dæmi um mann sem aldrei hreyfði sig neitt og hefur nú komist þessar vegalengdir", segir Hjálmar. Hvað er hað sem haií' til hess að drífa fólk afstað? „Fólk verður auðvitað sjálft að ákveða það að vera með, en ég held að það væri gott að fá þekkta hlaupara eins og Sigurð Pétur til þess að halda nám- skeið og eins er ágætt að halda almenn- ingshlaup eins og Egilsstaðamaraþon, Krabbameinshlaup og Lionshlaup. Fólk kemur til þess að taka þátt í þeim og gengur kannski fyrst í stað, en það getur orðið til þess að koma fólki af stað“, segir Helgi. „Það er líka sjálfsagt að leiðbeina fólki ef það hefur áhuga á því. Við Helgi erum á ákveðnum stað á ákveðnum tíma og höfum alltaf sagt: komið og verið með, það gerir ekkert til þó þið fylgið okkur ekki eftir“, bætir Hjálmar við. „Ef það líður einhver tími frá því maður hefur hreyft sig þá verður maður órólegur og fær einhvern fiðring. Það þarf að hvetja fólk til þess að hreyfa sig því það er gífurlega hollt. Við erum fyrst og fremst að gera þetta okkur til ánægju“, segir Helgi. „Mér finnst orðið svo nauðsynlegt að hreyfa mig að þegar ég er á ferða- lögum erlendis þá tek ég með mér skóna og stuttbuxurnar. Það er ágætt að byrja á því að skoða umhverfið og átta sig á helstu stöðunum með því að hlaupa um. Og þó að ég hafi þessa reynslu, að spila knattspyrnu og vera í hópíþróttum þá er það þessi reynsla sem stendur upp úr, að vera úti og hlaupa“, segir Hjálmar og þeir skokkfélagar, Helgi og Hjálmar, skokka af stað, alls ófeimnir við allt og alla. Krakkar úr 6. bekk Egilsstaðaskóla tóku þátt í Islandsmeistarakeppnihni í samkvœmisdönsum 1992. Hér eru þaa fyrir utan íbúðir aldraðra á Egilsstöðum, en þar dönsuðu þau að viðstöddu fjölmenni. Skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.