Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 12
ALMENNINGSIÞROTTIR íþróttir eldra fólks „íþróttir halda manni ungum“ íþróttaiðkun ungra sem aldinna færist sífellt í vöxt og út um allt land má finna eldra fólk sem hefur tileinkað sér einkunnarorð heilbrigðs lífs og nýstofnaðra íþróttasamtaka: íþróttir eru fyrir alla. Hvað er líka yndislegra en að hafa tækifæri til þess að ganga eða skokka úti í guðs- grænni náttúrunni og finna þá vellíðan sem streymir um líkam- ann. Hjónin Rögnvaldur Erlingsson, 75 ára og Þórhildur Jónasdóttir, 62 ára búa á Egilsstöðum og hafa bæði mikinn áhuga á líkamsrækt. Þeirra hvatningar- orð til eldra fólks eru: „Það er alveg nauðsynlegt að hreyfa sig, byrjið strax, en farið rólega af stað.“ Rögnvaldur hefur stundað frjálsar íþróttir síðan 1935, en þó tekið hlé á milli. „Eg varð að taka mér frí vegna þess að ég var með kalkaðan mjaðmarlið og gekk haltur um tíma, en komst svo aftur á skrið eftir að búið var að skipta um kúlu í mjaðmarliðnum og mjöðmin háir mér ekki neitt lengur. Þegar barnabörnin mín fóru að keppa á sumarhátíð UÍA fór ég með þeim og einfaldlega smitaðist. Jóhann Jónsson kunningi minn frá Seyðisfirði fór líka að hlaupa hérna og þá datt mér í hug að reyna að hlaupa með honum og hef verið á hlaupum síðan. Mér finnst best að hlaupa á morgn- ana og ég geri það nokkuð reglulega, en á veturna geng ég 3-4 km. Það er ekki fyrr en tíð fer að batna á vorin að ég fer inn á völl og hleyp nokkra hringi." Rögnvaldur hefur tekið þátt í öld- ungamótum sem haldin hafa verið á Egilsstöðum og sett í það minnsta þrjú Islandsmet í sínum aldursflokki. „Það er gaman að hitta gamla félaga á mótum og ég hef mjög gaman af þessu“, segir Rögnvaldur og er ekki á því að gefa neitt eftir þó svo að ntjaðm- arliðurinn hafi gefið sig og gerviliður komið í staðinn. Rögnvaldur segir að hann hafi ekki þurft að draga frúna með sér út, hann hafi einfaldlega srnitað hana. „Þegar við vorum að fara að hátta kvöldið fyrir Egilsstaðamaraþon fyrir tveim árum fór Rögnvaldur að tala um að skokkið yrði daginn eftir. Þá ákvað ég að vera með og ég hljóp 4 km. En það er hins vegar ekkert gott að fara of L M verðlaunagripir, er ört vaxandi þjónustufyrirtæki með glæsilega en ódýra verðlaunagripi fyrir íþróttafélög og félagasamtök. • Litprentaður bæklingur • Yfir 650 titlar á skrá • Ágröftur 15-20 kr. pr. staf • íþróttagreinamerki fyrir allar greinar íþrótta. Við sendum hvert á land sem er og erum ekkert mikið lengra frá þér en telefaxið eða síminn. Þess vegna er hægt að panta verðlaunin heima í stofu. I(LM VERÐLAUNAGRIPIR Siglufirði, sími 96-71866 (virka daga kl. 9-18) hs: 96-71133 FAX 96-71 399 12 Skinfctxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.